Íslenski boltinn

Arnór tekur slaginn með uppeldisfélaginu

Sindri Sverrisson skrifar
Arnór Smárason lék tvær leiktíðir með Val en er nú mættur heim á Skagann.
Arnór Smárason lék tvær leiktíðir með Val en er nú mættur heim á Skagann. VÍSIR/VILHELM

Arnór Smárason verður með ÍA í baráttunni næsta sumar um að endurheimta sætið í Bestu deildinni í fótbolta. Hann mun því 34 ára gamall spila í fyrsta sinn fyrir meistaraflokk uppeldisfélags síns.

Arnór kemur til ÍA frá Val en hann hefur spilað á Hlíðarenda síðustu tvær leiktíðir eftir að hafa snúið heim eftir afar langan atvinnumannsferil.

Arnór, sem skoraði fimm mörk fyrir Val í Bestu deildinni í sumar, fór sem táningur til Hollands og skrifaði þar undir sinn fyrsta atvinnumannssamning hjá Heerenveen. Hann lék einig í atvinnumennsku í Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi, og á að baki 26 A-landsleiki.

Samningur hans við ÍA, sem féll úr Bestu deildinni í haust á markatölu, gildir út leiktíðina 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×