Góð í krísu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 15:30 Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum. Fjármálastjórn sveitarfélaga er stanslaust viðbragð við aðstæðum. Undanfarin ár hafa verið áhugaverð, þar sem við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum, allt frá falli WoW á vormánuðum 2019 með vaxandi atvinnuleysi og samdrætti í ferðaþjónustu,við heimsfaraldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evrópu, verðbólgu í hærri hæðum en við höfum mjög lengi séð í öllum hinum vestræna heimi og þar af leiðandi hækkað verð á öllum okkar aðföngum. Breyttir tímar kalla á skýrt viðbragð Framundan er óvissa og það má fastlega gera ráð fyrir því að komandi ár verði róstursöm. Það virðist allavega ekki ætla að vera nein lognmolla framundan, engin góðærisár sjáanleg. Í þeirri fjárhagsáætlun sem við leggjum fram í dag í Reykjavík gerum við ráð fyrir vexti en við stígum einnig ákveðin á bremsuna hvað varðar reksturinn. Fram hefur komið að þetta ár hefur verið erfitt hvað varðar fjárhag borgarinnar. Framúrkeyrsla umfram áætlanir er staðreynd. Heimsfaraldur, verðbólga og verðhækkanir hafa haft mikil áhrif á reksturinn sem við verðum nú að stemma stigu við. Þess vegna erum við núna að leggja ríkar kröfur á hagræðingu. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað á síðustu árum, nokkuð umfram lýðfræðilega þróun. Slík þróun er ekki sjálfbær til lengri tíma litið og af þeim sökum ætlum við að hagræða í starfsmannahaldi til næstu ára. Fyrir tveimur árum vorum við að horfa á 13% atvinnuleysi. Nú er mælist það innan við 3%. Heildarmyndin er allt önnur og við þurfum ekki í sama mæli standa með heimilum á erfiðum tímum vegna atvinnuleysis. Við leggjum áherslu á verkefnamiðaða hagræðingu, það þýðir að við skoðum hvað við getum hætt að gera, hvað viljum við leggja niður, sameina eða endurskipuleggja. Við ætlum að leita hagkvæmustu leiða til útfærslu á þjónustu og rekstri. Það á jafnt við um lögbundna og lögheimila þjónustu. Einnig munum við rýna samstarfs-, styrktar- og þjónustusamninga við þriðja aðila. Með ákveðnum og stöðugum aðhaldsaðgerðum næstu 3-4 ár teljum við okkur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinnar ára. Hlúum að grunnþjónustunni Um leið og farið er í hagræðingu og aðhald í rekstri þá munum við skoða lögbundin verkefni sveitarfélaga, og sýna þeim alúð og athygli með það að markmiði að fjármögnun og stjórnun sé sem réttust og í góðu jafnvægi. Það eykur stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstrinum sem hefur bein áhrif á starfið og gæði þjónustunnar hvort sem það eru menntamál, velferðamál eða uppbyggingarmál. Höfundur er forseti borgarstjórnar og odddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kollegi minn einn í borgarpólitíkinni sagði við mig um daginn að við Íslendingar værum góð í krísustjórnun. Ég held það sé nokkuð til í því, ætla allavega að leyfa mér að trúa því þar sem ekki veitir af á komandi misserum. Fjármálastjórn sveitarfélaga er stanslaust viðbragð við aðstæðum. Undanfarin ár hafa verið áhugaverð, þar sem við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum, allt frá falli WoW á vormánuðum 2019 með vaxandi atvinnuleysi og samdrætti í ferðaþjónustu,við heimsfaraldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evrópu, verðbólgu í hærri hæðum en við höfum mjög lengi séð í öllum hinum vestræna heimi og þar af leiðandi hækkað verð á öllum okkar aðföngum. Breyttir tímar kalla á skýrt viðbragð Framundan er óvissa og það má fastlega gera ráð fyrir því að komandi ár verði róstursöm. Það virðist allavega ekki ætla að vera nein lognmolla framundan, engin góðærisár sjáanleg. Í þeirri fjárhagsáætlun sem við leggjum fram í dag í Reykjavík gerum við ráð fyrir vexti en við stígum einnig ákveðin á bremsuna hvað varðar reksturinn. Fram hefur komið að þetta ár hefur verið erfitt hvað varðar fjárhag borgarinnar. Framúrkeyrsla umfram áætlanir er staðreynd. Heimsfaraldur, verðbólga og verðhækkanir hafa haft mikil áhrif á reksturinn sem við verðum nú að stemma stigu við. Þess vegna erum við núna að leggja ríkar kröfur á hagræðingu. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað á síðustu árum, nokkuð umfram lýðfræðilega þróun. Slík þróun er ekki sjálfbær til lengri tíma litið og af þeim sökum ætlum við að hagræða í starfsmannahaldi til næstu ára. Fyrir tveimur árum vorum við að horfa á 13% atvinnuleysi. Nú er mælist það innan við 3%. Heildarmyndin er allt önnur og við þurfum ekki í sama mæli standa með heimilum á erfiðum tímum vegna atvinnuleysis. Við leggjum áherslu á verkefnamiðaða hagræðingu, það þýðir að við skoðum hvað við getum hætt að gera, hvað viljum við leggja niður, sameina eða endurskipuleggja. Við ætlum að leita hagkvæmustu leiða til útfærslu á þjónustu og rekstri. Það á jafnt við um lögbundna og lögheimila þjónustu. Einnig munum við rýna samstarfs-, styrktar- og þjónustusamninga við þriðja aðila. Með ákveðnum og stöðugum aðhaldsaðgerðum næstu 3-4 ár teljum við okkur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinnar ára. Hlúum að grunnþjónustunni Um leið og farið er í hagræðingu og aðhald í rekstri þá munum við skoða lögbundin verkefni sveitarfélaga, og sýna þeim alúð og athygli með það að markmiði að fjármögnun og stjórnun sé sem réttust og í góðu jafnvægi. Það eykur stöðugleika og fyrirsjáanleika í rekstrinum sem hefur bein áhrif á starfið og gæði þjónustunnar hvort sem það eru menntamál, velferðamál eða uppbyggingarmál. Höfundur er forseti borgarstjórnar og odddviti Viðreisnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun