Öryggis- og friðarmál miðpunktur umræðunnar á Norðurlandaráðsþingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2022 12:31 Sanna Marin, Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store á góðri stundu. AP/Vesa Moilanen Forsætisráðherra segir öryggis- og varnarmál vera miðpunkt umræðunnar á þingi Norðurlandaráðs sem nú væri haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Ísland muni leggja áherslu á friðarmál undir formennsku hennar í ráðherraráði ríkjanna með alþjóðlegri friðarráðstefnu í Reykjavík á næsta ári. Þing Norðurlandaráðs hófst í Helsinki í Finnlandi í gær og lýkur á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forsætisráðherra ríkjanna hafa rætt í gær um áætlun sem samþykkt var árið 2019 um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir 2030. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrin Jakobsdottir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.AP/Vesa Moilanen „Svo er það stríðið sem er hér í raun og veru yfir og allt um lykjandi. Það má segja að þingið sé haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Það er auðvitað mjög áberandi að þessi mál, utanríkis- og varnarmál, hafa kannski ekki mikið verið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs en núna eru þau í algerum miðpunkti,“ segir Katrín. Mikil samstaða ríki milli landanna í viðbrögðum við stríðinu í Úkraínu en einhver áherslumunur sé mili þeirra í loftslagsmálum þótt eining ríki um framtíðarsýnina. Verkefnið nái til þess sem hvert og eitt ríki geri á heimavelli en líka gagnvart umheiminum. Norðurlöndin væru í vaxandi mæli að styrkja önnur og fátækari ríki í loftslagsmálum. „Sem einmitt þurfa þennan stuðning til að geta tryggt velsæld sinna íbúa og um leið dregið úr losun,“ segir forsætisráðherra. Katrín tekur við formennsku í ráðherraráði Norðurlandaráðs á næsta ári og kynntu íslensku fulltrúarnir áherslur sínar á þinginu í gær varðandi loftslagsmálin og önnur mál. Að auki setji Ísland friðarmál á dagskrá sem hafi mælst vel fyrir. Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store, Sanna Marin Ulf Kristersson á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Mette Frederikssen var fjarri góðu gamni vegna þingkosninga í Danmörku.AP/Vesa Moilanen „Við erum í raun og veru að segja út af stöðunni, þar sem notkun til dæmis kjarnavopna er skyndilega orðin eitthvað sem er rætt um eins og möguleika, hafi aldrei verið brýnna að ræða frið. Hvernig við getum tryggt frið í álfunni okkar, segir Katrín. Áhrif stríðsins á íbúa Úkraínu og öryggi og velsæld íbúa allrar Evrópu birtist öllum glögglega um þessar mundir. Þess vegna muni Ísland setja friðarmálin í forgang og kalla fólk saman í Reykjavík. „Við munum efna til alþjóðlegrar friðarráðstefnu í tilefni af okkar formennsku. Auðvitað má segja að friðurinn sé undirstaðan undir allt annað sem við erum að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Norðurlandaráð Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hófst í Helsinki í Finnlandi í gær og lýkur á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forsætisráðherra ríkjanna hafa rætt í gær um áætlun sem samþykkt var árið 2019 um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims fyrir 2030. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrin Jakobsdottir forsætisráðherra Íslands á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki.AP/Vesa Moilanen „Svo er það stríðið sem er hér í raun og veru yfir og allt um lykjandi. Það má segja að þingið sé haldið í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Það er auðvitað mjög áberandi að þessi mál, utanríkis- og varnarmál, hafa kannski ekki mikið verið rædd á vettvangi Norðurlandaráðs en núna eru þau í algerum miðpunkti,“ segir Katrín. Mikil samstaða ríki milli landanna í viðbrögðum við stríðinu í Úkraínu en einhver áherslumunur sé mili þeirra í loftslagsmálum þótt eining ríki um framtíðarsýnina. Verkefnið nái til þess sem hvert og eitt ríki geri á heimavelli en líka gagnvart umheiminum. Norðurlöndin væru í vaxandi mæli að styrkja önnur og fátækari ríki í loftslagsmálum. „Sem einmitt þurfa þennan stuðning til að geta tryggt velsæld sinna íbúa og um leið dregið úr losun,“ segir forsætisráðherra. Katrín tekur við formennsku í ráðherraráði Norðurlandaráðs á næsta ári og kynntu íslensku fulltrúarnir áherslur sínar á þinginu í gær varðandi loftslagsmálin og önnur mál. Að auki setji Ísland friðarmál á dagskrá sem hafi mælst vel fyrir. Katrin Jakobsdottir, Jonas Gahr Store, Sanna Marin Ulf Kristersson á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Mette Frederikssen var fjarri góðu gamni vegna þingkosninga í Danmörku.AP/Vesa Moilanen „Við erum í raun og veru að segja út af stöðunni, þar sem notkun til dæmis kjarnavopna er skyndilega orðin eitthvað sem er rætt um eins og möguleika, hafi aldrei verið brýnna að ræða frið. Hvernig við getum tryggt frið í álfunni okkar, segir Katrín. Áhrif stríðsins á íbúa Úkraínu og öryggi og velsæld íbúa allrar Evrópu birtist öllum glögglega um þessar mundir. Þess vegna muni Ísland setja friðarmálin í forgang og kalla fólk saman í Reykjavík. „Við munum efna til alþjóðlegrar friðarráðstefnu í tilefni af okkar formennsku. Auðvitað má segja að friðurinn sé undirstaðan undir allt annað sem við erum að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Norðurlandaráð Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Félagslegar áherslur Norðurlanda verða að fylgja loftslagsaðgerðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa. 1. nóvember 2022 20:09