Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 13:16 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður. Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“ Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“
Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00
Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17