Gera eins og Eiríkur leggur til og bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 14:12 Fyrsta námskeiðið hófst í síðasta mánuði. Isavia Isavia og dótturfélög hafa ákveðið að bjóða starfsfólki, sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli, að sækja íslenskunámskeið í boði félagsins í vinnutíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Námskeiðið er haldið af félaginu í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Segir að starfsfólk geti einnig bókað sig í íslenskunám utan vinnutíma í boði Isavia kjósi það svo. Staða íslenskrar tungu hefur mikið verið umræðunni síðustu misserin. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslensku, er einn sem hefur blandað sér í umræðuna hefur lagt áherslu á að fyrirtæki og stofnanir leggi áherslu á að bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma. „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma,“ sagði Eiríkur í grein á Vísi. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrsta námskeiðið hafi hafist þann 11. október síðastliðinn og standi í átta vikur. Í fyrsta námshópnum séu þrettán einstaklingar af fimm þjóðernum og komi úr mismunandi deildum innan Isavia samstæðunnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar Hugmyndin kviknaði fyrir nokkru síðan Haft er eftir Gerði Pétursdóttur, fræðslustjóra hjá Isavia, að hugmyndin af því að bjóða starfsfólki upp á íslenskunám í vinnutíma hafi kviknað fyrir allnokkru síðan og hafi verkefnið verið í þróun. „Það var svo snemma í haust að við náðum að hnýta alla enda og koma þessu af stað.“ Hún segir að Isavia leggi áherslu á að efla færni starfsfólks á ýmsum sviðum. Félagið vilji gefa öllu starfsfólki tækifæri til að vaxa í starfi og um leið auka veg íslenskunnar með þessum áþreifanlega hætti. „Okkur finnst mikilvægt að geta boðið upp á þessa nýjung fyrir okkar fólk. Við teljum okkur vita að þetta komi að góðu gagni fyrir okkar hóp og vonandi samfélagið í heild.“ Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Íslensk tunga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Námskeiðið er haldið af félaginu í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Segir að starfsfólk geti einnig bókað sig í íslenskunám utan vinnutíma í boði Isavia kjósi það svo. Staða íslenskrar tungu hefur mikið verið umræðunni síðustu misserin. Eiríkur Rögnvaldsson, professor emeritus í íslensku, er einn sem hefur blandað sér í umræðuna hefur lagt áherslu á að fyrirtæki og stofnanir leggi áherslu á að bjóða starfsfólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma. „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma,“ sagði Eiríkur í grein á Vísi. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrsta námskeiðið hafi hafist þann 11. október síðastliðinn og standi í átta vikur. Í fyrsta námshópnum séu þrettán einstaklingar af fimm þjóðernum og komi úr mismunandi deildum innan Isavia samstæðunnar. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár.Vísir/Arnar Hugmyndin kviknaði fyrir nokkru síðan Haft er eftir Gerði Pétursdóttur, fræðslustjóra hjá Isavia, að hugmyndin af því að bjóða starfsfólki upp á íslenskunám í vinnutíma hafi kviknað fyrir allnokkru síðan og hafi verkefnið verið í þróun. „Það var svo snemma í haust að við náðum að hnýta alla enda og koma þessu af stað.“ Hún segir að Isavia leggi áherslu á að efla færni starfsfólks á ýmsum sviðum. Félagið vilji gefa öllu starfsfólki tækifæri til að vaxa í starfi og um leið auka veg íslenskunnar með þessum áþreifanlega hætti. „Okkur finnst mikilvægt að geta boðið upp á þessa nýjung fyrir okkar fólk. Við teljum okkur vita að þetta komi að góðu gagni fyrir okkar hóp og vonandi samfélagið í heild.“
Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Íslensk tunga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira