Að fá fyrir ferðina Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2022 08:32 Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð. Sjúklingar þurfa að borga fyrir að fá endurgreitt Í sömu reglugerð kemur fram að ætli fólk að sækja endurgreiðslu vegna slíkra ferða þurfi læknir í heimabyggð að staðfesta að hann hafi þurft að vísa sjúkratryggðum til meðferðar utan heimabyggðar því þjónustan var ekki fyrir hendi. Fyrir slíkt vottorð þarf sjúklingur að greiða 1.511 krónur sem er t.d. um 12% af þeirri endurgreiðslu sem undirrituð á rétt á vegna einnar læknisferðar til Reykjavíkur. Já þú last rétt, við íbúar landsbyggðarinnar þurfum að borga fyrir að fá endurgreiðslu að hluta á nauðsynlegum læknisferðum. Drögum úr óþarfa álagi á heilsugæslur Á landsbyggðinni er víða mikill mönnunarvandi á heilsugæslum, fáir læknar, mikið álag, erfitt að fá tíma, þetta eru allt óþægilega kunnugleg stef. Hvernig væri að við myndum sleppa heilsugæslulæknum við þessu óþarfa áreiti, sjúklingum við óþarfa biðstofudvöl og nægjanlegt væri að sérfræðilæknir myndi staðfesta komu og þá um leið nauðsyn þjónustunnar. Drögum úr kostnaði og óþægindum fyrir þjónustuþegann um leið og við drögum úr álagi á heilsugæsluna, svokallað ,,win-win”. Letjandi fyrirkomulag hentar ríkiskassanum vel Þegar óskað er eftir endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar þarf umsækjandi að skila inn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð eftirfarandi: 1511 kr. vottorðinu frá heilsugæslulækni í heimabyggð farseðlum vegna flugs, ferju, áætlunarbíls eða almenningssamgangna en endurgreitt eru ⅔ af slíku fargjaldi Greiðslukvittunum vegna leigubíls og vegtolla Greiðslukvittunum fyrir eldsneytiskaup vegna ferða á einkabíl staðfestingu á komu til læknis Þessar gjarðir þarf landsbyggðarfólk að hoppa í gegnum til að fá endurgreiðslu fyrir þann ójafna aðgang að heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa þó viðurkennt með þessari reglugerð að landsbyggðin búi sannarlega við. Eðli málsins samkvæmt er hlutfall þeirra einstaklinga sem eiga rétt á niðurgreiðslu en sækja hana ekki vegna flækjustigs væntanlega nokkuð hátt. Sem kemur sér vel fyrir ríkiskassann. Það má nú ekki vera of einfalt að sækja sér eitthvað sem við eigum samt rétt á. Lausnirnar eru til, tæknin og getan er til, en það er spurning um viljann Vegferð stafrænnar umbyltingar hjá íslenska ríkinu hefur ekki farið framhjá neinum og í ágúst á þessu ári fór vefur Sjúkratrygginga Íslands inn á island.is sem var afar jákvætt skref. Taka þarf fleiri og stærri skref í þessa átt, m.a. með því að færa réttindagátt sjúkratrygginga þar inn, en ekki síður er mikilvægt skref að einfalda leiðina að því að sækja endurgreiðslur ferðakostnaðar í gegnum einfalda og aðgengilega stafræna þjónustugátt ríkisins. Auðveldum endurgreiðslu ferðakostnaðar Íbúar landsbyggðar hafa þurft að þola sífellt skertara aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu í gegnum árin, skurð- og fæðingarstöðum hefur fækkað og sérhæfð þjónusta færst í auknum mæli á stórhöfuðborgarsvæðið og okkur gert að fara þangað. Auðveldum því fólki sem þarf á þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð að sækja hana. Einföldum regluverkið, nýtum okkur tæknina og sleppum óþarfa milliliðum og kostnaði. Ég skora á heilbrigðisráðherra í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands að stíga inn í nútímann, draga úr hindrunum, leysa flækjurnar og gera okkur landsbyggðarfólkinu kleift með einföldum og hagkvæmum hætti að sækja til baka þann kostnað sem við höfum sannarlega greitt. Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð. Sjúklingar þurfa að borga fyrir að fá endurgreitt Í sömu reglugerð kemur fram að ætli fólk að sækja endurgreiðslu vegna slíkra ferða þurfi læknir í heimabyggð að staðfesta að hann hafi þurft að vísa sjúkratryggðum til meðferðar utan heimabyggðar því þjónustan var ekki fyrir hendi. Fyrir slíkt vottorð þarf sjúklingur að greiða 1.511 krónur sem er t.d. um 12% af þeirri endurgreiðslu sem undirrituð á rétt á vegna einnar læknisferðar til Reykjavíkur. Já þú last rétt, við íbúar landsbyggðarinnar þurfum að borga fyrir að fá endurgreiðslu að hluta á nauðsynlegum læknisferðum. Drögum úr óþarfa álagi á heilsugæslur Á landsbyggðinni er víða mikill mönnunarvandi á heilsugæslum, fáir læknar, mikið álag, erfitt að fá tíma, þetta eru allt óþægilega kunnugleg stef. Hvernig væri að við myndum sleppa heilsugæslulæknum við þessu óþarfa áreiti, sjúklingum við óþarfa biðstofudvöl og nægjanlegt væri að sérfræðilæknir myndi staðfesta komu og þá um leið nauðsyn þjónustunnar. Drögum úr kostnaði og óþægindum fyrir þjónustuþegann um leið og við drögum úr álagi á heilsugæsluna, svokallað ,,win-win”. Letjandi fyrirkomulag hentar ríkiskassanum vel Þegar óskað er eftir endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar þarf umsækjandi að skila inn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð eftirfarandi: 1511 kr. vottorðinu frá heilsugæslulækni í heimabyggð farseðlum vegna flugs, ferju, áætlunarbíls eða almenningssamgangna en endurgreitt eru ⅔ af slíku fargjaldi Greiðslukvittunum vegna leigubíls og vegtolla Greiðslukvittunum fyrir eldsneytiskaup vegna ferða á einkabíl staðfestingu á komu til læknis Þessar gjarðir þarf landsbyggðarfólk að hoppa í gegnum til að fá endurgreiðslu fyrir þann ójafna aðgang að heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa þó viðurkennt með þessari reglugerð að landsbyggðin búi sannarlega við. Eðli málsins samkvæmt er hlutfall þeirra einstaklinga sem eiga rétt á niðurgreiðslu en sækja hana ekki vegna flækjustigs væntanlega nokkuð hátt. Sem kemur sér vel fyrir ríkiskassann. Það má nú ekki vera of einfalt að sækja sér eitthvað sem við eigum samt rétt á. Lausnirnar eru til, tæknin og getan er til, en það er spurning um viljann Vegferð stafrænnar umbyltingar hjá íslenska ríkinu hefur ekki farið framhjá neinum og í ágúst á þessu ári fór vefur Sjúkratrygginga Íslands inn á island.is sem var afar jákvætt skref. Taka þarf fleiri og stærri skref í þessa átt, m.a. með því að færa réttindagátt sjúkratrygginga þar inn, en ekki síður er mikilvægt skref að einfalda leiðina að því að sækja endurgreiðslur ferðakostnaðar í gegnum einfalda og aðgengilega stafræna þjónustugátt ríkisins. Auðveldum endurgreiðslu ferðakostnaðar Íbúar landsbyggðar hafa þurft að þola sífellt skertara aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu í gegnum árin, skurð- og fæðingarstöðum hefur fækkað og sérhæfð þjónusta færst í auknum mæli á stórhöfuðborgarsvæðið og okkur gert að fara þangað. Auðveldum því fólki sem þarf á þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð að sækja hana. Einföldum regluverkið, nýtum okkur tæknina og sleppum óþarfa milliliðum og kostnaði. Ég skora á heilbrigðisráðherra í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands að stíga inn í nútímann, draga úr hindrunum, leysa flækjurnar og gera okkur landsbyggðarfólkinu kleift með einföldum og hagkvæmum hætti að sækja til baka þann kostnað sem við höfum sannarlega greitt. Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun