Viðskipti innlent

Actice ehf. undir hatt Kynnis­ferða

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Fyrirtækið FlyBus er innan Kynnisferða.
Fyrirtækið FlyBus er innan Kynnisferða. Vísir/Vilhelm

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru.

Í fréttatilkynningu vegna undirritunarinnar kemur fram að áreiðanleikakönnun standi yfir og unnið sé að tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins vegna kaupana. Innan Kynnisferða eru nú þegar meðal annars fyrirtækin FlyBus, Reykjavik Excursions og Dive.is

Í tilkynningunni kemur fram að Actice ehf. hafi 13 breytta jeppa innanborðs en ásamt þeim og sérsniðnum „náttúrulausnum“ bjóði þau upp á ýmsa annarskonar þjónustu fyrir ferðamenn.

Haft er eftir eigendum Actice þar sem þau segja fyrirtækið nú vera nýjasta hlekk Kynnisferða og spennandi tímar séu framundan hjá fyrirtækinu.

„Kaup okkar á Actice auka enn fjölbreytni í okkar rekstri og gefa okkur tækifæri til að veita viðskiptavinum okkar enn breiðara vöruúrvali og einstaka upplifun í íslenskri náttúru,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×