Er verið að hafa okkur að fíflum? Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 4. nóvember 2022 08:00 Í dag kynnir borgarstjórn Reykjavíkur fyrirætlanir sínar um svokallaða lífsgæðaborg. Á fundinum verður farið yfir þann fjölda íbúða sem eru í byggingu í Reykjavík og húsnæðsistefnuna almennt. Fullyrt er að aldrei hafi verið byggt eins mikið af íbúðum í Reykjavík. Það er hinsvegar ekki nema tvö ár síðan að aldrei höfðu verið eins fáar íbúðir í byggingu í Reykjavík fyrir utan árin eftir hrun. Fyrirsögn húsnæðisáætlunar Reykjavíkur er “Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði”. Dregið úr uppbyggingu á milli ára um sjötíu prósent. Á árunum 2019-2020 bættust aðeins 500 íbúðir við húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, eða einungis fimmtíu prósent af ársþörfinni. Árið áður, 2018 voru byggðar 1.740 íbúðir og því var dregið úr byggingamagni um rúmlega sjötíu prósent á milli ára. Það var gert vegna þess að offramboð á dýrum lúxusíbúð hafði myndast í miðbænum. Sú ákvörðun borgarstjórnar um að draga svo harkalega úr uppbyggingu kom þvert á varnaðarorð ríkisins og fjölmargra stofnana um ríkjandi húsnæðisskorts sem ríkir enn. Meira en í fyrra, en langt frá að vera nóg. Í fyrra voru 1.564 íbúðir fullkláraðar og á fyrstu 10 mánuðum árisins eru þær orðnar 674 talsins. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er talað um að allt að 26.000 íbúðir séu í farvatninu á hinum ýmsu skipulags- og byggingastigum. Þar er einnig mikið gert úr því að aldrei hafi verið byggt eins mikið í Reykjavík og nú. Það er rétt, en Reykjavík hefur heldur aldrei verið eins stór, hún stækkar og fólksfjölgun eykst. Það eitt kallar á aukna uppbyggingu og mælikvarðinn á árangur ætti að vera aðeins einn, þ.e. hvort yfirvöldum tekst að uppfylla skyldur sínar og útvega húsnæði fyrir alla íbúa sína. Fleiri íbúðir á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík. Það skortir íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavík ber þar stærstu skyldurnar, sem langstærsta sveitarfélagið og sem höfuðborg landsins. Þá hjálpar það ekki að Reykjavík skuli ekki setja neinar hömlur á starfssemi skamtímaleiguíbúða í borginni, en þær eru fleiri í Reykjavík en víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Í Reykjavík eru t.d. 13 sinnum fleiri íbúðir á skammtímaleigumarkaði miðað við heildarfjölda íbúða en í Stokkhólmi og 150 sinnum fleiri en í Berlín. Fyrir hvern er verið að byggja? Samkvæmt Fasteignaskrá Þjóðskrár hafa verið byggðar 2.526 íbúðir á landinu í ár. Af þeim hafa færri en helmingur ratað til einstaklinga með eina íbúð. Meira en fimmtíu prósent íbúðanna því hafa endað í höndum fyrirtækja eða eignafólks sem á fasteignir fyrir. Það er mjög sérkennilegt að vera að básúna með stórkostleg áform í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis ef einungis minnihluti þess húsnæðis fer til einstaklinga sem eru að reyna að koma sér upp heimili en meirihlutinn fer til leigufélaga og eignafólks. Við vitum svo öll hvernig tilkoma leigufélaga og braskara hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir verðmyndun á leigumarkaði og húsnæðismarkaði almennt og haft stórskaðleg áhrif á samfélagið allt. Sagan af „Hagkvæmu húsnæði” sem er dýrara en annað. Árið 2014 voru áform um svokölluðu hagkvæm húsnæði fyrst kynnt af þáverandi meirihluta í Reykjavík. Það voru svokölluð Reykjavíkurhús, einföld og ódýr í uppbyggingu og áttu að verða einskonar nútímaútgáfa af verkamannabústöðunum. Árin 2017 og 2018 var verkefnið sett á laggirnar með hugmyndasamkeppni og í mars 2019 voru kynntar fjölmargar tillögur um “um ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Eitt þessara verkefni er verkefnið HOOS frá fyrirtæki sem heitir Frambúð. Fyrir fyrirtækinu fer Pétur Marteinsson fjárfestir. Verkefnið hefur hlotið brautargengi hjá borginni og í maí síðastliðnum var samþykkt í borgarráði að úthluta þeim lóð og veita þeim leyfi til að byggja 140 íbúðir í Skerjafirði. Samkvæmt erindi Frambúðar, sem var samþykkt þá eru föst fermetraverð á þessu hagkvæma húsnæði. Við skulum skoða þau og samhengi þeirra: Árið 2014 þegar fyrst var rætt um þessa tegund húsnæðis þá var fermetraverð á 60 fermetra íbúð í Reykavík 335.000 kr og lágmarkslaun í landinu voru um 223.000 kr/mán. Mánaðartekjur sérhæfðs starfsmanns í verslun, á taxtalaunum dugði því fyrir sextíu og sex prósent af fermetraverðinu. Í dag eru lágmarkslaun 368.000 kr og fermetraverð á 60 fermetra íbúð á markaði er 737.000 kr. Í dag duga lágmarkslaun fyrir um fjörutíu og níu prósent af fermetraverðinu. Það er því ljóst að það hefur dregið verulega á milli launa og markaðsverðs á húsnæði. En hvernig skyldi hátta til með hið hagkvæma húsnæði. Hugtakið “Hagkvæmni” þýðir samkvæmt orðabók Árna Magnússonar “fjárhagslegur ávinningur” og því skyldi maður ætla að hið “unga fólk og fyrstu kaupendur” fengu hlutdeild í þeim ávinningi. Ef hlutfall milli launa og fermetraverðs á markaði var sextíu og sex prósent árið 2014, skyldi maður líka ætla að launin dyggðu í stærra hlutfalli fyrir hinu hagkvæma húsnæði, að það væri að minnsta kosti á lægra verði en markaðsverðið. Það fermetraverð sem hinsvegar er útlistað í samþykkt borgarráðs fyrir 60 fermetra íbúð er 779.210 kr, eða sjö prósent hærra en núverandi markaðsverð. Núna duga mánaðarlaun þeirra lægst launuðu eingöngu fyrir fjörutíu og sjö prósent af fermetraverði “hagkvæms húsnæðis”, en árið 2014 dugði þau fyrir sextíu og sex prósent af markaðsverði. Borgarráð hefur þannig samþykkt tillögur um “Hagkvæmt húsnæði” sem hefur hækkað fjörutíu og tvö prósent umfram lægstu laun, þ.e. samþykkt verkefni með hærra fermetraverð en á frjálsum markaði, undir þeim formerkjum að það sé “ódýrt fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur”. Ég veit ekki hvað þið eruð að hugsa gott fólk, en ef þið hafið það á tilfinningunni að verið sé að reyna að hafa ykkur að fíflum með þessari framkvæmd og umsýslu meirihlutans í Reykjavík þá er það væntanlega einmitt þannig. Það hefur komið í ljós síðustu misseri, og ekki síst síðustu daga að það er lítið að marka áætlunagerð meirihlutans, og við höfum heldur ekki hugmynd um það fyrir hvern hann er að vinna. Höfundur er formaður sSamtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í dag kynnir borgarstjórn Reykjavíkur fyrirætlanir sínar um svokallaða lífsgæðaborg. Á fundinum verður farið yfir þann fjölda íbúða sem eru í byggingu í Reykjavík og húsnæðsistefnuna almennt. Fullyrt er að aldrei hafi verið byggt eins mikið af íbúðum í Reykjavík. Það er hinsvegar ekki nema tvö ár síðan að aldrei höfðu verið eins fáar íbúðir í byggingu í Reykjavík fyrir utan árin eftir hrun. Fyrirsögn húsnæðisáætlunar Reykjavíkur er “Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði”. Dregið úr uppbyggingu á milli ára um sjötíu prósent. Á árunum 2019-2020 bættust aðeins 500 íbúðir við húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, eða einungis fimmtíu prósent af ársþörfinni. Árið áður, 2018 voru byggðar 1.740 íbúðir og því var dregið úr byggingamagni um rúmlega sjötíu prósent á milli ára. Það var gert vegna þess að offramboð á dýrum lúxusíbúð hafði myndast í miðbænum. Sú ákvörðun borgarstjórnar um að draga svo harkalega úr uppbyggingu kom þvert á varnaðarorð ríkisins og fjölmargra stofnana um ríkjandi húsnæðisskorts sem ríkir enn. Meira en í fyrra, en langt frá að vera nóg. Í fyrra voru 1.564 íbúðir fullkláraðar og á fyrstu 10 mánuðum árisins eru þær orðnar 674 talsins. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er talað um að allt að 26.000 íbúðir séu í farvatninu á hinum ýmsu skipulags- og byggingastigum. Þar er einnig mikið gert úr því að aldrei hafi verið byggt eins mikið í Reykjavík og nú. Það er rétt, en Reykjavík hefur heldur aldrei verið eins stór, hún stækkar og fólksfjölgun eykst. Það eitt kallar á aukna uppbyggingu og mælikvarðinn á árangur ætti að vera aðeins einn, þ.e. hvort yfirvöldum tekst að uppfylla skyldur sínar og útvega húsnæði fyrir alla íbúa sína. Fleiri íbúðir á skammtímaleigumarkaði í Reykjavík. Það skortir íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavík ber þar stærstu skyldurnar, sem langstærsta sveitarfélagið og sem höfuðborg landsins. Þá hjálpar það ekki að Reykjavík skuli ekki setja neinar hömlur á starfssemi skamtímaleiguíbúða í borginni, en þær eru fleiri í Reykjavík en víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Í Reykjavík eru t.d. 13 sinnum fleiri íbúðir á skammtímaleigumarkaði miðað við heildarfjölda íbúða en í Stokkhólmi og 150 sinnum fleiri en í Berlín. Fyrir hvern er verið að byggja? Samkvæmt Fasteignaskrá Þjóðskrár hafa verið byggðar 2.526 íbúðir á landinu í ár. Af þeim hafa færri en helmingur ratað til einstaklinga með eina íbúð. Meira en fimmtíu prósent íbúðanna því hafa endað í höndum fyrirtækja eða eignafólks sem á fasteignir fyrir. Það er mjög sérkennilegt að vera að básúna með stórkostleg áform í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis ef einungis minnihluti þess húsnæðis fer til einstaklinga sem eru að reyna að koma sér upp heimili en meirihlutinn fer til leigufélaga og eignafólks. Við vitum svo öll hvernig tilkoma leigufélaga og braskara hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir verðmyndun á leigumarkaði og húsnæðismarkaði almennt og haft stórskaðleg áhrif á samfélagið allt. Sagan af „Hagkvæmu húsnæði” sem er dýrara en annað. Árið 2014 voru áform um svokölluðu hagkvæm húsnæði fyrst kynnt af þáverandi meirihluta í Reykjavík. Það voru svokölluð Reykjavíkurhús, einföld og ódýr í uppbyggingu og áttu að verða einskonar nútímaútgáfa af verkamannabústöðunum. Árin 2017 og 2018 var verkefnið sett á laggirnar með hugmyndasamkeppni og í mars 2019 voru kynntar fjölmargar tillögur um “um ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Eitt þessara verkefni er verkefnið HOOS frá fyrirtæki sem heitir Frambúð. Fyrir fyrirtækinu fer Pétur Marteinsson fjárfestir. Verkefnið hefur hlotið brautargengi hjá borginni og í maí síðastliðnum var samþykkt í borgarráði að úthluta þeim lóð og veita þeim leyfi til að byggja 140 íbúðir í Skerjafirði. Samkvæmt erindi Frambúðar, sem var samþykkt þá eru föst fermetraverð á þessu hagkvæma húsnæði. Við skulum skoða þau og samhengi þeirra: Árið 2014 þegar fyrst var rætt um þessa tegund húsnæðis þá var fermetraverð á 60 fermetra íbúð í Reykavík 335.000 kr og lágmarkslaun í landinu voru um 223.000 kr/mán. Mánaðartekjur sérhæfðs starfsmanns í verslun, á taxtalaunum dugði því fyrir sextíu og sex prósent af fermetraverðinu. Í dag eru lágmarkslaun 368.000 kr og fermetraverð á 60 fermetra íbúð á markaði er 737.000 kr. Í dag duga lágmarkslaun fyrir um fjörutíu og níu prósent af fermetraverðinu. Það er því ljóst að það hefur dregið verulega á milli launa og markaðsverðs á húsnæði. En hvernig skyldi hátta til með hið hagkvæma húsnæði. Hugtakið “Hagkvæmni” þýðir samkvæmt orðabók Árna Magnússonar “fjárhagslegur ávinningur” og því skyldi maður ætla að hið “unga fólk og fyrstu kaupendur” fengu hlutdeild í þeim ávinningi. Ef hlutfall milli launa og fermetraverðs á markaði var sextíu og sex prósent árið 2014, skyldi maður líka ætla að launin dyggðu í stærra hlutfalli fyrir hinu hagkvæma húsnæði, að það væri að minnsta kosti á lægra verði en markaðsverðið. Það fermetraverð sem hinsvegar er útlistað í samþykkt borgarráðs fyrir 60 fermetra íbúð er 779.210 kr, eða sjö prósent hærra en núverandi markaðsverð. Núna duga mánaðarlaun þeirra lægst launuðu eingöngu fyrir fjörutíu og sjö prósent af fermetraverði “hagkvæms húsnæðis”, en árið 2014 dugði þau fyrir sextíu og sex prósent af markaðsverði. Borgarráð hefur þannig samþykkt tillögur um “Hagkvæmt húsnæði” sem hefur hækkað fjörutíu og tvö prósent umfram lægstu laun, þ.e. samþykkt verkefni með hærra fermetraverð en á frjálsum markaði, undir þeim formerkjum að það sé “ódýrt fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur”. Ég veit ekki hvað þið eruð að hugsa gott fólk, en ef þið hafið það á tilfinningunni að verið sé að reyna að hafa ykkur að fíflum með þessari framkvæmd og umsýslu meirihlutans í Reykjavík þá er það væntanlega einmitt þannig. Það hefur komið í ljós síðustu misseri, og ekki síst síðustu daga að það er lítið að marka áætlunagerð meirihlutans, og við höfum heldur ekki hugmynd um það fyrir hvern hann er að vinna. Höfundur er formaður sSamtaka leigjenda á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun