„Afætur“ Sigmar Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2022 10:01 Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun