„Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 08:00 Margrét Lára fagnar einu þeirra 79 marka sem hún skoraði fyrir íslenska A-landsliðið. Mynd/Daníel „Já eiginlega, fyrir mér var það aldrei spurning,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, aðspurð hvort hún hafi alltaf séð það fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hún segir sig þó hafa skort fyrirmyndir þegar hún var að alast upp. Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Hin 36 ára gamla Margrét Lára lagði skóna á hilluna haustið 2019 eftir farsælan feril. Ferill sem eflaust hefi verið lengri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli á sínum tíma. Þrátt fyrir þau tókst Margréti Láru samt að raða inn mörkum fyrir Val, íslenska landsliðið og Kristianstad í Svíþjóð. Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands skoraði Margrét Lára 317 mörk í 223 KSÍ leikjum. Einnig skoraði hún 79 mörk í 124 A-landsleikjum ásamt því að skora 48 mörk í 101 leik fyrir Kristianstad. Þessi magnaði framherji var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark nýverið þar sem hún fór yfir upphaf ferilsins og þá staðreynd að hún hafi í raun aldrei ætlað að verða neitt annað en atvinnumaður í fótbolta. „Ég sá það alltaf fyrir mér. Frá unga aldri var ég mjög góð, fór að skara fram úr mjög ung. Byrjaði að æfa fótbolta sex ára og þá var 5. flokkur yngsti flokkur þannig það var stærðar- og getumunur. Það var eitthvað sem herti og styrkti mig.“ „Ég æfði mjög mikið með strákum, maður fer í hugarheim þeirra. Barnslega eðlið sagði að ég væri að fara spila með Manchester United og Liverpool. Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits og áttaði mig á að stelpur fengju ekki að spila með strákum þegar þær voru orðnar fullorðnar.“ „Þá þurfti maður að hugsa þetta upp á nýtt, það var ekki auðvelt því maður hafði ekki fyrirmyndir á þeim tíma. Það voru einhverjar konur sem höfðu farið erlendis en þá var voða lítið skrifað um það í blöðum eða fjallað um í fréttum. Maður var ekki að fá beint í æð og maður var aldrei að hlusta á sögur þessara kvenna, það var ekkert fyrir augum manns. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér alltaf að finna leið til að geta farið út að spila.“ Margrét Lára Viðarsdóttir í góðra vina hópi.VÍSIR/DANÍEL „Man að Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir fóru báðar í einhverskonar atvinnumennsku. Þá var ég loksins búin að fá kvenfyrirmyndir og þá var aldrei aftur snúið. Sérstaklega þegar maður fór að spila á A-landsliðs getustiginu og sá að maður stóð jafnfætis þessum stelpum. Þá var aldrei spurning en að fara út og Þýskaland var alltaf það land sem ég ætlaði mér í. „Ætlaði mér að verða stórt nafn í Evrópu og heiminum af því að það var aldrei spurning fyrir mér. Það var í eðli manns. Pældi aldrei í því að það væri ekki möguleiki. Tók allar ákvarðanir út frá því. Maður þarf að vera ákveðinn egóisti til að verða góður í einhverju. Setja sjálfan sig og íþróttina í forgang.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að neðan en þar nefnir Margrét Lára að það hafi hjálpað að eiga tvo eldri bræður sem hún spilaði reglulega með. Þá kemur hún inn á hvernig það er alast upp í Vestmannaeyjum og hversu mikilvægt það var að ná markinu með vindinn í bakið í frímínútum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira