Umfjöllun og viðtal: FH-Hörður 36-31 | FH upp í fjórða sætið Jón Már Ferro skrifar 6. nóvember 2022 18:40 Hörður mætir í Kaplakrika í dag. Vísir/Hulda Margrét Fyrirfram mátti búast við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig dýrt. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. Harðverjar komust tveimur mörkum yfir á 23.mínútu. Það var í eina skiptið sem þeir áttu eftir að vera yfir því um leið tóku heimamenn sig saman í andlitinu og fóru með fjögurra marka forystu í hálfleik, 18-14. Áfram héldu FH-ingar Harðverjum frá sér og komust mest í átta marka forystu á 38. mínútu. Gestirnir gáfust þó ekki upp því þeir löguðu stöðuna og komust næst fjórum mörkum frá FH. Það dugði skammt því gæðalitlir Harðverjar þurfu að játa sig sigraða að lokum. Þeir geta verið stoltir af því að tapa einungis með fimm mörkum á móti jafn sterkum andstæðingum og FH. Af hverju vann FH? FH gerði það sem til þurfti í dag en gerðu sér samt erfitt fyrir nokkrum sinnum í leiknum með klaufalegum tveggja mínútna brottvísunum. Hörður sýndi flotta takta en köstuðu boltanum of oft frá sér til að eiga séns á sigri. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH voru það Jakob Martin Ásgeirsson og Einar Bragi Aðalsteinsson sem léku á als oddi og skoruðu báðir 8 mörk. Jóhannes Berg Andrasson skoraði 5 mörk. Ungur og spennandi leikmaður þar á ferðinni. Ásbjörn Friðriksson reyndasti og besti leikmaður FH kom einungis inn á til að taka víti í kvöld. Hann skoraði úr öllum fjórum vítunum. Í liði Harðar var Suguru Hikawa sprækur. Skoraði 8 mörk úr 9 skotum og var einn af ljósu punktunum í leik gestanna. Hvað gekk illa? Harðverjum gekk illa að nýta sér yfirtöluna þegar FH-ingar misstu menn af velli. Tvisvar lentu FH-ingar tveimur mönnum færri. Í annað skipti bættu heimamenn stöðu sína vegna klaufagangs gestanna. Hvað gerist næst? FH fer norður á Akureyri á sunnudag og spilar við KA klukkan 16:00. Á sama tíma fá Harðverjar, Fram í heimsókn. Sigursteinn: Mjög ósáttur með frammistöðuna sem við buðum upp á Sigursteinn Arndal var ánægður með stigin sem FH fékk gegn Herði en ekki frammistöðu sinna manna. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með stigin tvö að leikslokum. „Eigum við ekki að vera glaðir með öll stig sem við fáum? Ég er glaður með stigin.“ Hann var langt frá því að vera ánægður með framistöðu sinna manna. „Ég er mjög ósáttur með framistöðuna sem við buðum upp á í dag.“ Sigursteinn hafði ekki tíma til að telja allt það sem hann var ósáttur við. Það var hreinlega of mikið. „Ég hef bara ekki svona langan tíma fyrir þig til að geta talið það allt upp. Þetta var bara ekki góð framistaða og það vantaði upp á óteljandi þætti í okkar leik. Að mörgu leiti bara hrokafullt.“ FH-ingar spiluðu eins og þeir væru að bíða eftir að leikurinn væri búinn. „Við mættum greinilega ekki nógu vel undirbúnir og klárir í þau átök sem þurfa að eiga sér stað í öllum kappleikjum. Það er það sem ég er að meina með hrokafullt. Við fórum vel yfir þetta fyrir leik. Ég ætla ekki að undanskilja mig frá þeirri umræðu.“ Sigursteinn gat ekki nefnt neitt jákvætt um leikinn en var eins og áður kom fram ánægður með stigin. „Ég get alveg örugglega fundið eitthvað jákvætt eftir nokkrar mínútur þegar ég horfi aftur á leikinn. Það er miklu frekar hvernig við vorum að gera hlutina sem lið sem ég er ósáttur við. En ég er sáttur við stigin. Eigum við ekki að halda okkur við það.“ Handbolti Olís-deild karla Hörður FH Tengdar fréttir Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu. 6. nóvember 2022 19:41
Fyrirfram mátti búast við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig dýrt. Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum. Harðverjar komust tveimur mörkum yfir á 23.mínútu. Það var í eina skiptið sem þeir áttu eftir að vera yfir því um leið tóku heimamenn sig saman í andlitinu og fóru með fjögurra marka forystu í hálfleik, 18-14. Áfram héldu FH-ingar Harðverjum frá sér og komust mest í átta marka forystu á 38. mínútu. Gestirnir gáfust þó ekki upp því þeir löguðu stöðuna og komust næst fjórum mörkum frá FH. Það dugði skammt því gæðalitlir Harðverjar þurfu að játa sig sigraða að lokum. Þeir geta verið stoltir af því að tapa einungis með fimm mörkum á móti jafn sterkum andstæðingum og FH. Af hverju vann FH? FH gerði það sem til þurfti í dag en gerðu sér samt erfitt fyrir nokkrum sinnum í leiknum með klaufalegum tveggja mínútna brottvísunum. Hörður sýndi flotta takta en köstuðu boltanum of oft frá sér til að eiga séns á sigri. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH voru það Jakob Martin Ásgeirsson og Einar Bragi Aðalsteinsson sem léku á als oddi og skoruðu báðir 8 mörk. Jóhannes Berg Andrasson skoraði 5 mörk. Ungur og spennandi leikmaður þar á ferðinni. Ásbjörn Friðriksson reyndasti og besti leikmaður FH kom einungis inn á til að taka víti í kvöld. Hann skoraði úr öllum fjórum vítunum. Í liði Harðar var Suguru Hikawa sprækur. Skoraði 8 mörk úr 9 skotum og var einn af ljósu punktunum í leik gestanna. Hvað gekk illa? Harðverjum gekk illa að nýta sér yfirtöluna þegar FH-ingar misstu menn af velli. Tvisvar lentu FH-ingar tveimur mönnum færri. Í annað skipti bættu heimamenn stöðu sína vegna klaufagangs gestanna. Hvað gerist næst? FH fer norður á Akureyri á sunnudag og spilar við KA klukkan 16:00. Á sama tíma fá Harðverjar, Fram í heimsókn. Sigursteinn: Mjög ósáttur með frammistöðuna sem við buðum upp á Sigursteinn Arndal var ánægður með stigin sem FH fékk gegn Herði en ekki frammistöðu sinna manna. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var ánægður með stigin tvö að leikslokum. „Eigum við ekki að vera glaðir með öll stig sem við fáum? Ég er glaður með stigin.“ Hann var langt frá því að vera ánægður með framistöðu sinna manna. „Ég er mjög ósáttur með framistöðuna sem við buðum upp á í dag.“ Sigursteinn hafði ekki tíma til að telja allt það sem hann var ósáttur við. Það var hreinlega of mikið. „Ég hef bara ekki svona langan tíma fyrir þig til að geta talið það allt upp. Þetta var bara ekki góð framistaða og það vantaði upp á óteljandi þætti í okkar leik. Að mörgu leiti bara hrokafullt.“ FH-ingar spiluðu eins og þeir væru að bíða eftir að leikurinn væri búinn. „Við mættum greinilega ekki nógu vel undirbúnir og klárir í þau átök sem þurfa að eiga sér stað í öllum kappleikjum. Það er það sem ég er að meina með hrokafullt. Við fórum vel yfir þetta fyrir leik. Ég ætla ekki að undanskilja mig frá þeirri umræðu.“ Sigursteinn gat ekki nefnt neitt jákvætt um leikinn en var eins og áður kom fram ánægður með stigin. „Ég get alveg örugglega fundið eitthvað jákvætt eftir nokkrar mínútur þegar ég horfi aftur á leikinn. Það er miklu frekar hvernig við vorum að gera hlutina sem lið sem ég er ósáttur við. En ég er sáttur við stigin. Eigum við ekki að halda okkur við það.“
Handbolti Olís-deild karla Hörður FH Tengdar fréttir Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu. 6. nóvember 2022 19:41
Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu. 6. nóvember 2022 19:41
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti