Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Guðrún fór rakleiðis í að gróðursetja eftir að titillinn fór á loft. Rosengård „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. „Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
„Gaman að titillinn sé kominn í hús því þetta var markmiðið,“ bætti Guðrún við í viðtali við Vísi. Titillinn kom frekar óvænt upp í hendurnar á þeim þetta kvöld þar sem liðið bjóst ekki við að Linköping myndi tapa stigum. „Við fórum ekki einu sinni að hittast, liðið, því við gerðum ráð fyrir að Linköping myndi klára sitt. Það var ekki fyrr en það voru tuttugu mínútur eftir sem ég áttaði mig á að þetta gæti farið að gerast, hringdi í vinkonu mína og hoppaði yfir hennar. Vildi ekki vera ein að fagna titlinum. Var alls ekki að búast við þessu en kannski eitthvað sem maður ætti að fara hugsa út í því þetta gerðist í rauninni líka í fyrra. Þá tapaði Häcken óvænt stigum og við urðum meistarar.“ Guðrún samdi við Rosengård í fyrra, um mitt tímabil, og vann titilinn á sinni fyrstu leiktíð. Miðvörðurinn hefur spilað frá upphafi í ár, finnst henni hún eiga meira í þessum titli? „Já og nei. Mér fannst ég alveg eiga líka í honum í fyrra. Þegar ég kom þá leið mér strax svo vel í hópnum, í lok tímabils leið mér eins og ég hefði verið töluvert lengur en hálft ár. Auðvitað er maður búinn að setja meiri vinnu inn í þennan titil en maður er samt stoltur af þeim báðum.“ Það var fagnað að hætti hússins.Rosengård Guðrún var hluti af landsliði Íslands sem tapaði fyrir bæði Hollandi og Portúgal í haust og missti þannig af sæti á HM næsta sumar. Henni þykir bót í því að hafa einhverju að fagna eftir þau gríðarlegu vonbrigði. „Það fór rosalega í mann og skilur eftir sár í hjartanu. Bæði að hafa ekki náð að komast upp úr riðlinum á EM og komast ekki á HM. Það svíður alveg. Þá er gott að fá smá jákvæðari hluti og eitthvað til að fagna á móti. Eins og ég segi, þetta tekur sinn toll. Mikið af tilfinningum. Gott þegar maður fær ánægjuna og fá að fagna einhverju líka. Það hjálpar andlegu hliðinni.“ Guðrún Arnardóttir.Rosengård „Þau gera það. Líka þegar maður sá dregið í riðlana og svona, þá kemur aftur stingurinn. Af því við ætluðum okkur á HM. Okkur fannst við eiga fullt erindi þangað. Þá svíður þetta alveg og held það muni svíða þangað til fram yfir að maður er búinn að horfa á alla leikina,“ sagði Guðrún að endingu. Klippa: Viðtal: Svíþjóðarmeistarinn Guðrún um titilinn og vonbrigðin að komast ekki á HM
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira