„Hún vill bara fá að deyja í dag“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. nóvember 2022 07:00 Matthildur Skúladóttir segir bið móður sinnar eftir plássi á hjúkrunarheimili taka á. Vísir/Arnar Aldrei hafa jafn margir beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og nú. Yfir þrjú hundruð manns eru á biðlista en dæmi eru um fólk hafi beðið í meira en ár. Dóttir áttatíu og níu ára konu sem bíður eftir plássi segir langa bið hafa orðið til þess að móðir hennar hafi misst allan lífsþrótt. Vildís Garðarsdóttir móðir Matthildar Skúladóttur bjó í eigin húsnæði við ágæta heilsu þar til í febrúar á þessu ári. „Þetta byrjar á því að hún fær blóðtappa. Fer upp á Landspítala, er þar, fær þar Covid. Fær þar annan blóðtappa en þann sem hún fór upphaflega út af. Síðan fer hún á Landakot og er þar. Þetta er í febrúar en þar er hún þar til júlí og þá fer hún á Vífilsstaði eftir að hún fékk það mat að hún gæti ekki farið aftur heim,“ segir Matthildur. Á Vífilsstöðum er sérstök biðdeild fyrir sjúklinga sem hafa lokið meðferð á Landspítalanum og eru bíða eftir því að komast að á hjúkrunarheimili. Þar eru að jafnaði um fjörutíu sjúklingar. „Öll hennar færni í raun og veru er farin aftur af því hún fær ekki þá umönnun sem hún þarf á að halda. Þetta á ekki bara við um hana. Þetta á við mjög marga aðra.“ Erfitt fyrir alla Biðlisti eftir hjúkrunarheimili hefur lengst undanfarin misseri. Nú er svo komið að þrjú hundruð og tveir bíða þess á höfuðborgarsvæðinu að fá pláss á hjúkrunarheimili. Sumir eru í úrræðum eins og á Vífilsstöðum en aðrir fastir heima hjá sér. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu eru dæmi þess að fólk bíði á annað ár eftir því að fá pláss á hjúkrunarheimili. Matthildur segir biðina taki á. „Það hefur verið afskaplega erfitt fyrir alla. Þetta er ekki spítali og þetta er ekki endurhæfing. Þetta er bara biðsalur, ekkert annað, eftir hjúkrunarheimili eða einhverju öðru við vitum það ekki.“ Móðir hennar hafi lítið að gera á daginn. „Ekkert. Hún liggur meira og minna í rúminu eða þá situr í stólnum sínum.“ Þá sé aðstaðan og þjónustan á Vífilsstöðum mjög ólík því sem er á hjúkrunarheimilum. „Það er öðruvísi umhverfi. Þetta er ekki umhverfi sem þig langar til að vera í og á síðustu metrunum í þínu lífi þá viltu vera bara innan um þitt dót og láta hugsa vel um þig. Þarna ertu ekki með klósett inni á herbergi. Það er ekkert. Við höfum verið að líma upp á veggi myndir af barnabörnunum. Það má enginn heimsækja. Það er búið að vera einn sem má koma. Enginn undir tólf ára. Hún á náttúrulega fullt af langömmubörnum sem hefðu viljað sjá hana.“ Búið að taka úr henni allan lífsþrótt Matthildur segir úrræðaleysið algjört og ritaði á dögunum meðal annars pistil í Morgunblaðið til að vekja athygli á stöðu móður sinnar. Hún segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við og fjölgi hjúkrunarrýmum. „Það hlýtur að vera hægt að taka einhver rými og breyta þeim alveg eins og skot. Það getur ekki annað verið.“ Hún býst við hinu versta ef móðir hennar fær ekki fljótlega pláss á hjúkrunarheimili. „Ég held að það sé bara ein leið. Það er bara til himins það er bara svoleiðis. Á meðan hún fær ekki aðra umönnun og meiri þjálfun þá tekur þetta bara enda. En hún mamma er alveg með kollinn í lagi og hún veit alveg hvert stefnir og hún vill bara fá að deyja í dag. Það er búið að taka úr henni allan lífsþrótt og þetta er sorglegt.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi. 2. nóvember 2022 15:57 Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. 18. október 2022 21:01 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Vildís Garðarsdóttir móðir Matthildar Skúladóttur bjó í eigin húsnæði við ágæta heilsu þar til í febrúar á þessu ári. „Þetta byrjar á því að hún fær blóðtappa. Fer upp á Landspítala, er þar, fær þar Covid. Fær þar annan blóðtappa en þann sem hún fór upphaflega út af. Síðan fer hún á Landakot og er þar. Þetta er í febrúar en þar er hún þar til júlí og þá fer hún á Vífilsstaði eftir að hún fékk það mat að hún gæti ekki farið aftur heim,“ segir Matthildur. Á Vífilsstöðum er sérstök biðdeild fyrir sjúklinga sem hafa lokið meðferð á Landspítalanum og eru bíða eftir því að komast að á hjúkrunarheimili. Þar eru að jafnaði um fjörutíu sjúklingar. „Öll hennar færni í raun og veru er farin aftur af því hún fær ekki þá umönnun sem hún þarf á að halda. Þetta á ekki bara við um hana. Þetta á við mjög marga aðra.“ Erfitt fyrir alla Biðlisti eftir hjúkrunarheimili hefur lengst undanfarin misseri. Nú er svo komið að þrjú hundruð og tveir bíða þess á höfuðborgarsvæðinu að fá pláss á hjúkrunarheimili. Sumir eru í úrræðum eins og á Vífilsstöðum en aðrir fastir heima hjá sér. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu eru dæmi þess að fólk bíði á annað ár eftir því að fá pláss á hjúkrunarheimili. Matthildur segir biðina taki á. „Það hefur verið afskaplega erfitt fyrir alla. Þetta er ekki spítali og þetta er ekki endurhæfing. Þetta er bara biðsalur, ekkert annað, eftir hjúkrunarheimili eða einhverju öðru við vitum það ekki.“ Móðir hennar hafi lítið að gera á daginn. „Ekkert. Hún liggur meira og minna í rúminu eða þá situr í stólnum sínum.“ Þá sé aðstaðan og þjónustan á Vífilsstöðum mjög ólík því sem er á hjúkrunarheimilum. „Það er öðruvísi umhverfi. Þetta er ekki umhverfi sem þig langar til að vera í og á síðustu metrunum í þínu lífi þá viltu vera bara innan um þitt dót og láta hugsa vel um þig. Þarna ertu ekki með klósett inni á herbergi. Það er ekkert. Við höfum verið að líma upp á veggi myndir af barnabörnunum. Það má enginn heimsækja. Það er búið að vera einn sem má koma. Enginn undir tólf ára. Hún á náttúrulega fullt af langömmubörnum sem hefðu viljað sjá hana.“ Búið að taka úr henni allan lífsþrótt Matthildur segir úrræðaleysið algjört og ritaði á dögunum meðal annars pistil í Morgunblaðið til að vekja athygli á stöðu móður sinnar. Hún segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við og fjölgi hjúkrunarrýmum. „Það hlýtur að vera hægt að taka einhver rými og breyta þeim alveg eins og skot. Það getur ekki annað verið.“ Hún býst við hinu versta ef móðir hennar fær ekki fljótlega pláss á hjúkrunarheimili. „Ég held að það sé bara ein leið. Það er bara til himins það er bara svoleiðis. Á meðan hún fær ekki aðra umönnun og meiri þjálfun þá tekur þetta bara enda. En hún mamma er alveg með kollinn í lagi og hún veit alveg hvert stefnir og hún vill bara fá að deyja í dag. Það er búið að taka úr henni allan lífsþrótt og þetta er sorglegt.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi. 2. nóvember 2022 15:57 Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. 18. október 2022 21:01 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi. 2. nóvember 2022 15:57
Svítur á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi Heimilismenn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi eru í skýjunum með nýja heimilið sitt enda eru herbergin hálfgerðar svítur. Hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar er pláss fyrir sextíu heimilismenn, 20 Sunnlendinga og 40 íbúa höfuðborgarsvæðisins. Elsti Sunnlendingurinn, 103 ára kona var meðal fyrstu íbúa inn á heimilið. 18. október 2022 21:01