Lögin ekki vandamálið heldur framkvæmdin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 20:00 Arndís Anna segir lögreglu þegar hafa gengið mjög harkalega fram í aðgerðum sínum í vikunni. Vísir/Arnar Þingmaður Pírata segir ekkert í Útlendingalögum skikka stjórnvöld til að framkvæma brottflutning með jafn mikilli hörku og gert var í vikunni. Það veki furðu að ríkisstjórnin ýti eftir nýrri útlendingalöggjöf þegar forsætisráðherra telur mikla sátt ríkja um núgildandi lög. Aðgerð lögreglu fyrr í vikunni, þar sem leit var gerð að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd. Hluti hópsins fannst ekki í aðgerðunum en fimmtán voru sendir með flugvél í gærmorgun til Grikklands. Í þeim hópi var fatlaður maður, líkt og mikið hefur verið fjallað um, en brottflutningur hans hefur vakið sérstaklega mikla reiði. Breið sátt um útlendingalögin Forsætisráðherra segir mögulega þurfa að breyta lögunum en um það hafi ekki komið margar tillögur. „Mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um [lögin] enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Að hennar mati væru það ekki endilega lögin sem væru vandamálið heldur framkvæmdin. Dómsmálaráðherra stefnir á að nýtt útlendingafrumvarp nái fram að ganga í þinginu fyrir jól. „Það er að ákveðnu leiti skondið að sjá ráðherra ríkisstjórnarinnar tala um þetta núna þar sem þau hafa gengið dálítið hart fram í að koma inn á þingið lagafrumvarpi til að breyta þessum lögum,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Harkan í takt við tal ríkisstjórnarinnar Lögin skikki stjórnvöld ekki til harkalegra aðgerða og því þurfi að breyta framkvæmdinni. „Lögin skikka sjtórnvöld ekki með neinum hætti til að flytja fólk í þessari stöðu úr landi, eða flytja nokkurn mann til Grikklands, né heldur að koma svona fram við fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“ Margt bendi til að endurupptökubeiðnir allra í þessum hópi fólks beri árangur. „Þetta er ekki eðlilegt á nokkurn hátt en sérstaklega óeðlilegt í þessum málum vegna þess að þau eiga það öll sameiginlegt að hafa verið mjög gagnrýnd. Þessar niðurstöður kærunefndar hafa verið gagnrýndar og eitt dómsmál er þegar unnið þannig að það er svo margt sem bendir til að þessar endurupptökubeiðnir muni bera árangur og að þessi dómsmál muni vinnast.“ Aðgerðir lögreglu fyrr í vikunni séu ekki réttlætanlegar. „Þetta er meiri harka en við höfum séð. Harkan er að aukast og er samt svolítið í takt við það hvernig ríkisstjórnin hefur verið að tala.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Aðgerð lögreglu fyrr í vikunni, þar sem leit var gerð að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi, hefur verið harðlega gagnrýnd. Hluti hópsins fannst ekki í aðgerðunum en fimmtán voru sendir með flugvél í gærmorgun til Grikklands. Í þeim hópi var fatlaður maður, líkt og mikið hefur verið fjallað um, en brottflutningur hans hefur vakið sérstaklega mikla reiði. Breið sátt um útlendingalögin Forsætisráðherra segir mögulega þurfa að breyta lögunum en um það hafi ekki komið margar tillögur. „Mér hefur nú heyrst almennt vera mikil samstaða um [lögin] enda voru þau samþykkt í breiðri samstöðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Að hennar mati væru það ekki endilega lögin sem væru vandamálið heldur framkvæmdin. Dómsmálaráðherra stefnir á að nýtt útlendingafrumvarp nái fram að ganga í þinginu fyrir jól. „Það er að ákveðnu leiti skondið að sjá ráðherra ríkisstjórnarinnar tala um þetta núna þar sem þau hafa gengið dálítið hart fram í að koma inn á þingið lagafrumvarpi til að breyta þessum lögum,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Harkan í takt við tal ríkisstjórnarinnar Lögin skikki stjórnvöld ekki til harkalegra aðgerða og því þurfi að breyta framkvæmdinni. „Lögin skikka sjtórnvöld ekki með neinum hætti til að flytja fólk í þessari stöðu úr landi, eða flytja nokkurn mann til Grikklands, né heldur að koma svona fram við fólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“ Margt bendi til að endurupptökubeiðnir allra í þessum hópi fólks beri árangur. „Þetta er ekki eðlilegt á nokkurn hátt en sérstaklega óeðlilegt í þessum málum vegna þess að þau eiga það öll sameiginlegt að hafa verið mjög gagnrýnd. Þessar niðurstöður kærunefndar hafa verið gagnrýndar og eitt dómsmál er þegar unnið þannig að það er svo margt sem bendir til að þessar endurupptökubeiðnir muni bera árangur og að þessi dómsmál muni vinnast.“ Aðgerðir lögreglu fyrr í vikunni séu ekki réttlætanlegar. „Þetta er meiri harka en við höfum séð. Harkan er að aukast og er samt svolítið í takt við það hvernig ríkisstjórnin hefur verið að tala.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi“ „Mér eru mikil vonbrigði að ég skuli búa í svona landi þar sem einhver lög leyfa að svona gjörningar fari fram; að fólk sé vakið upp um miðja nótt, tekið af lögreglunni út í bíl og keyrt upp á flugvöll og flogið til útlanda.“ 4. nóvember 2022 06:44
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33
Fjölmennt á Austurvelli Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt. 3. nóvember 2022 17:46