Svíar hafna Kúrdum til að friðþægja Tyrki Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 09:54 Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, boðar að Svíar ætli að úthýsa tveimur kúrdískum samtökum sem Tyrkir líta á sem hryðjuverkasamtök. Svo virðist sem það sé verð sem Svíar þurfa að greiða til að Tyrkir láti af andstöðu við NATO-aðild þeirra. AP/Fredrik Sandberg/TT fréttaveitan Sænska ríkisstjórnin ætlar að láta af stuðningi við vopnaða sveit Kúrda í Sýrlandi og stjórnmálaflokk sem tengist henni til þess að friðþægja Tyrki. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sett sig upp á móti aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna stuðnings þeirra við Kúrda. Svíar og Finnar ákváðu að sækja um aðild að NATO í sumar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja inngöngu nýrra ríkja og mættu Norðurlandaþjóðirnar strax ljóni í veginum í líki Erdogans. Ríkisstjórn hans skilgreinir samtök Kúrda sem hryðjuverkasamtök. Nú segir Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að ríkisstjórn hans muni hvorki styðja YPG-hersveit Kúrda í Sýrlandi né PYD-flokkinn, stjórnmálaarm þeirra, að sögn sænska ríkisútvarpsins. YPG hefur verið bandamaður NATO og Bandaríkjahers gegn hryðjuverkasamtökunum alræmdum Ríki íslams í Sýrlandi. Tyrkir skilgreina bæði YPG og PYD sem hryðjuverkasamtök. „Það eru of náin tengsl á milli þessara samtaka og PKK, sem er á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök, til að það sé gott fyrir samband okkar og Tyrklands,“ sagði Billström í viðtali í dag. Billström lætur ummælin falla aðeins örfáum dögum fyrir fyrirhugaðan fund Ulfs Kristerssons forsætisráðherra með Erdogan. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvatti Tyrki til þess að láta af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía í vikunni. Ríkin hefðu þegar gert nóg til þess að koma til móts við kröfur stjórnvalda í Ankara. Erdogan hefur meðal annars krafist þess að Svíar og Finnar grípi til aðgerða gegn stuðningsmönnum kúrdísku samtakanna sem eru búsettir þar. Svíþjóð Tyrkland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Svíar og Finnar ákváðu að sækja um aðild að NATO í sumar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja inngöngu nýrra ríkja og mættu Norðurlandaþjóðirnar strax ljóni í veginum í líki Erdogans. Ríkisstjórn hans skilgreinir samtök Kúrda sem hryðjuverkasamtök. Nú segir Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að ríkisstjórn hans muni hvorki styðja YPG-hersveit Kúrda í Sýrlandi né PYD-flokkinn, stjórnmálaarm þeirra, að sögn sænska ríkisútvarpsins. YPG hefur verið bandamaður NATO og Bandaríkjahers gegn hryðjuverkasamtökunum alræmdum Ríki íslams í Sýrlandi. Tyrkir skilgreina bæði YPG og PYD sem hryðjuverkasamtök. „Það eru of náin tengsl á milli þessara samtaka og PKK, sem er á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök, til að það sé gott fyrir samband okkar og Tyrklands,“ sagði Billström í viðtali í dag. Billström lætur ummælin falla aðeins örfáum dögum fyrir fyrirhugaðan fund Ulfs Kristerssons forsætisráðherra með Erdogan. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvatti Tyrki til þess að láta af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía í vikunni. Ríkin hefðu þegar gert nóg til þess að koma til móts við kröfur stjórnvalda í Ankara. Erdogan hefur meðal annars krafist þess að Svíar og Finnar grípi til aðgerða gegn stuðningsmönnum kúrdísku samtakanna sem eru búsettir þar.
Svíþjóð Tyrkland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira