Fótbolti

Glódís Perla skoraði í öruggum sigri Bayern

Smári Jökull Jónsson skrifar
Glódís Perla vinnur hér skallaeinvígi í leiknum gegn Freiburg í dag.
Glódís Perla vinnur hér skallaeinvígi í leiknum gegn Freiburg í dag. Vísir/Getty

Glódís Perla Viggósdóttir skoraði annað mark FC Bayern Munchen þegar liðið vann öruggan 3-0 útisigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bayern situr í öðru sæti deildarinnar.

Glódís Perla var á sínum stað í miðri vörn Bayernliðsins en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan tímann á varamannabekk liðsins. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Bayern en hún er enn að jafna sig eftir meiðsli sem hafa haldið henni frá keppni í töluverðan tíma.

Þýska landsliðskonan Lea Schuller kom Bayern yfir í leiknum á 21.mínútu og þannig var staðan í leikhléi. Á 63.mínútu skoraði síðan Glódís Perla annað mark Bayern en þetta er fyrsta deildarmark Glódísar á tímabilinu. Það var svo Sarah Zadrazil sem skoraði þriðja mark Bayern á 70.mínútu og gulltryggði sigurinn.

Bayern situr í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur minna en Wolfsburg sem er í efsta sæti. Frankfurt er síðan í þriðja sæti með fjórtán stig en líkt og Wolfsburg hefur Frankfurt leikið leik færra en Glódís Perla og stöllur hennar í Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×