Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en lögregla hefur alls sinnt 65 verkefnum í dag.
Tilkynnt var um tilraun til innbrots á veitingastað í Mosfellsbæ og nokkrar skemmdir urðu vegna tilraunarinnar. Þjófurinn komst þó ekki inn á veitingastaðinn sjálfan og málið er í rannsókn.
Meðal verkefna voru umferðarlagabrot og var einn stöðvaður á 132 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku, þar sem hámarkshraði eru 80 kílómetrar á klukkustund.
Nokkrir voru gripnir í símanum við akstur og þá var einn handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn ók þar að auki án ökuréttinda og bifreiðin reyndist vera ótryggð.
Klukkan 17:48 var tilkynnt um árekstur á Kringlumýrarbraut við Sæbraut en umferðaróhappið reyndist minni háttar. Engin slys urðu á fólki.