Þá er skrattanum skemmt Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. nóvember 2022 10:00 Á dögunum birtist frétt í norska ríkissjónvarpinu, NRK, um að elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg með sundurskotið trýni. Hafði skot farið í gegnum höfuðið, fyrir neðan augu, og spýttist blóð út, í báðar áttir, þegar dýrið andaði. Sótti veiðihundur að dýrinu, sem reyndi af veikum mætti að sparka frá sér glefsandi hundinn. Ekkert sást eða heyrðist til veiðimanna. Þegar vegfarendur seint og síðar meir náðu í veiðistjóra, var loks hægt að aflífa blessað dýrið. Embættismaður, sem fer með veiðistjórn í þessu héraði, upplýsti NRK, að skjóta ætti elgi og aðra veiðbráð í brjósthol, lungu- eða hjartasvæði, bannað væri að skjóta í höfuð, háls eða afturhluta búks, hvað þá fætur. En, hverslu vel vilja eða geta veiðimenn farið eftir því!? Sumir nota líka áfengi í veiðiferðalögum, og eru misvel á sig komnir við veiðar. Þá hlakkar í skrattanum. Þessi litla og ljóta saga, um ofsóknir, meiðingar og limlestingar á saklausu og varnarlausu dýri, sem ekkert hafði sér til sakar unnið, hér líka ungviði, sýnir vel, hvað raunverulega gerist við veiðar villra dýra. Annað hvort fá getulitlir veiðimenn veiðileyfi, peningurinn gildir, eða þá hleypur skrattinn í veiðimenn, þegar þeir telja bráð vera að sleppa, og er þá bara skotið einhvers staðar á eða í blessað dýrið. Tilfinningin fyrir velferð þess á núllinu. Auðvitað hafa þeir menn, sem liggja í því að ofsækja og særa eða drepa, saklaus og varnaraus dýr, að gamni sínu - oftast er engin þörf til staðar, menn kalla þetta einfaldlega sport og skemmtun - enga tilfinningu fyrir þessum lífverðum, þó að þær séu spendýr, eins og við, með sama margþætta andlega og líkamlega tilfinningalífið, eins og við. Ég hef líkt þessu ofsóknaræði, þessari drápshneigð veiðimanna, drápslosta, algjöra virðingarleysi við aðra lífveru, við krabbamein í sálinni. NRK átti samtal við dýralækni og prófessor í framhaldi af ofangreindri frétt. Er hans skoðun sú, að 1.200 elgir séu séu særðir og limlestir á ári í Noregi, án þess að drepast strax Undirrituðum varð hugsað til hreindýraveiða á Íslandi, þegar hann skoðaði þetta hörmungarmál frá Noregi. Það er sjálfgefið, að ekki er gangur veiðimála betri hér. Alls konar fólk, líka konur, sækja í þessar veiðar, ekki allt burðamikið, en oft þarf það að fara yfir erfiðan fjallveg, skriður og ófærð, til að komast að bráð. Hverjir eru þá kraftar til að hitta vel, beint í lungu eða hjarta, úr 100-200 metra fjarlægð, drepa strax!? Oft fylgja kálfar kúm, þétt og náið. Skyldi það ekki líka gerast hér, að kálfur fái skot í höfuð eða fót, háls eða afturmjöð, með heiftarlegum áverkum og kvölum, án þess að drepast strax!? Þessar veiðar eru ljótar og ómennskar, hvernig sem á þær er litið, en veiðimenn og stjórnvöld finna alltaf einhverja leið til að réttæta þær og leyfa. Sportið og skemmtunin er það, sem gildir! Umhverfisráðherra sjálfur montaði sig af því afreki, að hafa drepið saklaust og varnalaust hreindýr, með mynd á netinu; situr þar útblásinn í framan af stolti og gleði yfir dauðu dýrinu. Og, nú neitar hanna að gefa upp, hvort hann hafi haldið áfram þessu óyndis sporti, eftir að hann varð umhverfisráherra og hefur þá eiðsvörðu skyldu, að verja og vernda villt dýr, náttúru og lífríki landsins. Þorir hann ekki að standa við og fyrir sínum gjörðum!? Skv. veiðiskýrslum fyrir hreindýr sumarið 2018, höfðu 33 þeirra dýra, sem þá voru drepin, verið skotin áður. Voru með gömul skotsár. Ekki er líklegt, að öll slík mál séu færð til bókar, og ekki eru þau dýr talin með, sem komast særð undan veiðimanni, til að deyja drottni sínum í einsemd og kvalræði. Náttúran tekur hræ ótrúlega hratt. Skv. útreikningum prófessorsins norska, yfirfært á hreindýr hér, má ætla að 100-150 dýr séu særð og limlest árlega hér, án þessa að drepast strax. Ekki verður um hreinveiðar á Íslandi fjallað, án þess að rifja það upp, að skv. skýrslum Náttúrustofu Austurlands, sem á stóran þátt í að leyfa og stjórna hreinveiðum hér, en ætla má, að tekjur Austfirðinga af hreindýraveiðum nemi 150-200 milljónum á ári, má telja, að um 600 hreinkálfar hafi farist veturinn 2018-2019, að mestu vega þess, að búið var að drepa mæður þeirra, en á því er byrjað 1. ágúst, þegar yngstu kálfar eru rétt 7-8 vikna. Yfirdýralæknir og Fagráð um velferð dýra, vill þó griðatíma fyrir kálfana meðan kýr eru mylkar. Í 20 vikur, fram til loka október. En slíkum óþarfa griðatíma fyrir kálfana hafna veiðimen og ráherra alfarið. Þá er skrattanum skemmt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist frétt í norska ríkissjónvarpinu, NRK, um að elgkálfur hefði fundist ráfandi við þjóðveg með sundurskotið trýni. Hafði skot farið í gegnum höfuðið, fyrir neðan augu, og spýttist blóð út, í báðar áttir, þegar dýrið andaði. Sótti veiðihundur að dýrinu, sem reyndi af veikum mætti að sparka frá sér glefsandi hundinn. Ekkert sást eða heyrðist til veiðimanna. Þegar vegfarendur seint og síðar meir náðu í veiðistjóra, var loks hægt að aflífa blessað dýrið. Embættismaður, sem fer með veiðistjórn í þessu héraði, upplýsti NRK, að skjóta ætti elgi og aðra veiðbráð í brjósthol, lungu- eða hjartasvæði, bannað væri að skjóta í höfuð, háls eða afturhluta búks, hvað þá fætur. En, hverslu vel vilja eða geta veiðimenn farið eftir því!? Sumir nota líka áfengi í veiðiferðalögum, og eru misvel á sig komnir við veiðar. Þá hlakkar í skrattanum. Þessi litla og ljóta saga, um ofsóknir, meiðingar og limlestingar á saklausu og varnarlausu dýri, sem ekkert hafði sér til sakar unnið, hér líka ungviði, sýnir vel, hvað raunverulega gerist við veiðar villra dýra. Annað hvort fá getulitlir veiðimenn veiðileyfi, peningurinn gildir, eða þá hleypur skrattinn í veiðimenn, þegar þeir telja bráð vera að sleppa, og er þá bara skotið einhvers staðar á eða í blessað dýrið. Tilfinningin fyrir velferð þess á núllinu. Auðvitað hafa þeir menn, sem liggja í því að ofsækja og særa eða drepa, saklaus og varnaraus dýr, að gamni sínu - oftast er engin þörf til staðar, menn kalla þetta einfaldlega sport og skemmtun - enga tilfinningu fyrir þessum lífverðum, þó að þær séu spendýr, eins og við, með sama margþætta andlega og líkamlega tilfinningalífið, eins og við. Ég hef líkt þessu ofsóknaræði, þessari drápshneigð veiðimanna, drápslosta, algjöra virðingarleysi við aðra lífveru, við krabbamein í sálinni. NRK átti samtal við dýralækni og prófessor í framhaldi af ofangreindri frétt. Er hans skoðun sú, að 1.200 elgir séu séu særðir og limlestir á ári í Noregi, án þess að drepast strax Undirrituðum varð hugsað til hreindýraveiða á Íslandi, þegar hann skoðaði þetta hörmungarmál frá Noregi. Það er sjálfgefið, að ekki er gangur veiðimála betri hér. Alls konar fólk, líka konur, sækja í þessar veiðar, ekki allt burðamikið, en oft þarf það að fara yfir erfiðan fjallveg, skriður og ófærð, til að komast að bráð. Hverjir eru þá kraftar til að hitta vel, beint í lungu eða hjarta, úr 100-200 metra fjarlægð, drepa strax!? Oft fylgja kálfar kúm, þétt og náið. Skyldi það ekki líka gerast hér, að kálfur fái skot í höfuð eða fót, háls eða afturmjöð, með heiftarlegum áverkum og kvölum, án þess að drepast strax!? Þessar veiðar eru ljótar og ómennskar, hvernig sem á þær er litið, en veiðimenn og stjórnvöld finna alltaf einhverja leið til að réttæta þær og leyfa. Sportið og skemmtunin er það, sem gildir! Umhverfisráðherra sjálfur montaði sig af því afreki, að hafa drepið saklaust og varnalaust hreindýr, með mynd á netinu; situr þar útblásinn í framan af stolti og gleði yfir dauðu dýrinu. Og, nú neitar hanna að gefa upp, hvort hann hafi haldið áfram þessu óyndis sporti, eftir að hann varð umhverfisráherra og hefur þá eiðsvörðu skyldu, að verja og vernda villt dýr, náttúru og lífríki landsins. Þorir hann ekki að standa við og fyrir sínum gjörðum!? Skv. veiðiskýrslum fyrir hreindýr sumarið 2018, höfðu 33 þeirra dýra, sem þá voru drepin, verið skotin áður. Voru með gömul skotsár. Ekki er líklegt, að öll slík mál séu færð til bókar, og ekki eru þau dýr talin með, sem komast særð undan veiðimanni, til að deyja drottni sínum í einsemd og kvalræði. Náttúran tekur hræ ótrúlega hratt. Skv. útreikningum prófessorsins norska, yfirfært á hreindýr hér, má ætla að 100-150 dýr séu særð og limlest árlega hér, án þessa að drepast strax. Ekki verður um hreinveiðar á Íslandi fjallað, án þess að rifja það upp, að skv. skýrslum Náttúrustofu Austurlands, sem á stóran þátt í að leyfa og stjórna hreinveiðum hér, en ætla má, að tekjur Austfirðinga af hreindýraveiðum nemi 150-200 milljónum á ári, má telja, að um 600 hreinkálfar hafi farist veturinn 2018-2019, að mestu vega þess, að búið var að drepa mæður þeirra, en á því er byrjað 1. ágúst, þegar yngstu kálfar eru rétt 7-8 vikna. Yfirdýralæknir og Fagráð um velferð dýra, vill þó griðatíma fyrir kálfana meðan kýr eru mylkar. Í 20 vikur, fram til loka október. En slíkum óþarfa griðatíma fyrir kálfana hafna veiðimen og ráherra alfarið. Þá er skrattanum skemmt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun