71 árs húsgagnamógull vann ellefu milljarða á sigri Houston Astros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 17:01 Jim „Mattress Mack“ McIngvale með miðann sem sýnir stærsta veðmál hans á lið Houston Astros. AP Photo/Wayne Parry Houston Astros var um helgina bandarískur meistari í hafnabolta eða urðu öllu heldur heimsmeistarar í hafnabolta eins og Bandaríkjamenn kalla titilinn sinn. Það var þó maður ótengdur félaginu sem fagnaði sigrinum kannski meira en flestir aðrir. Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð. Hafnabolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira
Þar erum við að tala um hinn 71 árs gamla húsgagnamógul Jim McIngvale sem gengur oftast bara undir nafninu „Mattress Mack“ í bandarískum fjölmiðlum. Jim McIngvale á og rekur húsgagnavörukeðjuna Gallery Furniture en hann er þekktur fyrir að ná sér í athygli fyrir sig og búðirnar sínar með sérstökum hætti. MATTRESS MACK HAS MADE HISTORY. pic.twitter.com/fkofOZL3eg— br_betting (@br_betting) November 6, 2022 McIngvale hefur stundað það undanfarin ár að veðja stórum peningaupphæðum á stærstu kappleikina í Bandaríkjunum og úrslitaeinvígi Houston Astros og Philadelphia Phillies var þar engin undantekning. Houston Astros vann úrslitaeinvígið 4-1 og það þýddi að karlinn fékk um 75 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut úr öllum þessum veðmálum sínum eða um ellefu milljarða í íslenskum krónum. Astros win, Mattress Mack has won $75 million in the greatest win in sports gambling history https://t.co/52SoGC5QkC— Darren Rovell (@darrenrovell) November 6, 2022 McIngvale hafði veðjað nokkrum sinnum á sigur Houston liðsins frá því í maí og alls voru tíu milljónir dollara undir fyrir hann í þessu úrslitaeinvígi. Þessi vinningsupphæð setti nýtt met því þetta er talið verið það mesta sem einhver hefur grætt á veðmáli tengdu íþróttaviðburðum í heiminum. McIngvale var að sjálfsögðu mættur á leikinn og hoppaði upp úr sæti sínu þegar Houston Astros tryggði sér sigurinn. McIngvale heldur reyndar ekki öllum þessum pening. Hann lofaði viðskiptavinum sínum nefnilega því að ef Astros liðið myndi vinna þá ætlaði hann að endurgreiða þeim tvöfalt til baka sem eyddu meiri en þrjú þúsund dollurum í verslunum hans. Það fer því stór hluti af vinningsupphæðinni í að borga upp það loforð.
Hafnabolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Sjá meira