Borgarfulltrúar í Reykjavík - velkomin í spilatíma! Anna Hugadóttir skrifar 7. nóvember 2022 10:31 Málefni tónlistarskólanna hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið enda biðlistar víða langir. Hlutfallslega eru mun færri nemendur á neðri stigum í tónlistarnámi í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög og stuðningur borgarinnar við tónlistarnám lakari. Ekki hefur tekist að snúa við þeim niðurskurði sem tónlistarskólarnir í borginni tóku á sig eftir Hrun þó borgarbúum hafi síðan fjölgað um rúm 20 þúsund. Í nýlegu viðtali við fréttastofu RÚV lýsti Alexandra Briem borgarfulltrúi þeirri skoðun sinni að vandinn lægi ekki síst hjá tónlistarskólunum, rekstarform þeirra væri óhagkvæmt, einkakennslan sem kerfið byggir á sé dýr og til þess að fjölga nemendum í tónlistarnámi ætti frekar að stefna á aukna hópkennslu, vel að merkja í sparnaðarskyni en ekki á faglegum forsendum. Íslenska tónlistarskólakerfið byggir á lögbundinni námskrá með áherslu á einkakennslu en einkakennsla er langt í frá eina kennsluformið sem skólarnir nýta sér. Auk hljóðfæratímanna sækja nemendur hóptíma af ýmsu tagi; samspil, tónfræðagreinar, kórastarf, ýmis námskeið og forskóla svo eitthvað sé nefnt. Í opinberri umræðu eru einkakennsla og hópkennsla í tónlistarskólum oft lagðar að jöfnu en við sem störfum í tónlistarskólunum vitum að þar er um að ræða gjörólíkar kennsluaðferðir sem hafa mismunandi markmið og skila ólíkum niðurstöðum og árangri. Fögin sem kennd eru í hóptímum koma ekki í stað einkatímanna heldur auka þau gildi námsins og þar með gæði þess. Í einkatímum erum við aftur á móti í kjörstöðu til að þjálfa handverkið, sjálfa færnina á hljóðfærið, sem er stór hluti tónlistarnámsins. Í einkatímunum getum við líka betur lagað námið að áhugasviðum nemendanna, virkjað þá í eigin sköpun og mætt þeim á þeirra forsendum. Hrein hópkennsla á hljóðfæri er engan veginn sambærileg einkakennslu enda skilar hún nemendum ekki sömu eftirfylgni og sveigjanleika. Því er viðbúið að nemendur sem aðeins fá hóptíma á sitt hljóðfæri öðlist minni færni en nemendur sem njóta einstaklingsbundinnar kennslu. Fæst okkar sem störfum við tónlistarkennslu höfum áhuga á að búa til tvöfalt kerfi þar sem einungis þau sem geta borgað fyrir aukatíma utan hópkennslu ná góðri færni á sitt hljóðfæri eins og raunin hefur orðið í mörgum nágrannalöndum okkar. Það er ekki jafnrétti til náms. Því ættu borgaryfirvöld frekar að leggja áherslu á að gera gæðanám aðgengilegra fleirum óháð þjóðfélagsstöðu í stað þess að hola kerfið að innan. Munum að músíkalitet fer ekki í manngreinarálit. Íslendingar eiga fjölmargt afreksfólk á sviði tónlistar. Í mínum geira, klassíska geiranum, starfa Íslendingar sem einleikarar, stjórnendur, hljómsveitaspilarar og kammertónlistarmenn um allan heim og íslenskir tónlistarnemar eru fyllilega samkeppnishæfir þegar keppt er um pláss í tónlistarháskólum erlendis. Á Íslandi, þar sem búa rúmlega 370.000 manns eru starfræktar 2 sinfóníuhljómsveitir atvinnufólks, 3 (!) ungmennasinfóníuhljómsveitir auk fjölmargra kammerhópa. Þá er ótalinn mikill fjöldi sjálfstætt starfandi atvinnutónlistarfólks sem starfar þvert á stíla og allt það áhugafólk sem leikur á hljóðfæri og syngur sér og öðrum til ánægju og lífsfyllingar. Þessi gróska verður ekki til úr engu. Hún er afrakstur þrotlausrar vinnu og æfinga undir leiðsögn fagfólks sem allt er atvinnufólk á sínu sviði – og þeirrar einstaklingsbundnu leiðsagnar sem við getum veitt í tónlistarskólakerfi sem er einstakt á heimsvísu. Kæru borgarfulltrúar, mér er málið skylt á marga vegu. Í öðru tónlistarskólakerfi en því íslenska hefði ég einfaldlega aldrei átt möguleika á því að gera tónlist að ævistarfi. Ég bý einnig svo vel að hafa tveggja áratuga reynslu af tónlistarkennslu, bæði hér heima og erlendis þar sem ég hef kynnst mismunandi kerfum af eigin raun. Hér heima kenni ég bæði einkakennslu og hópkennslu samkvæmt námsskrá í Tónskóla Sigursveins og er því í einstakri stöðu til þess að gefa ykkur innsýn inn í vinnu okkar sem störfum í tónlistarskólunum og menntum framtíð íslenskrar tónlistar. Sú innsýn er nauðsynleg þegar taka á ákvarðanir um framtíð kerfisins. Ég og nokkrir frábærir kollegar mínir í Tónskóla Sigursveins og Suzukitónlistarskólanum Allegro bjóðum ykkur að fylgja okkur eftir í kennslu til að kynnast ólíkum kennsluaðferðum og læra um vinnu okkar og nemendanna. Hafið samband við skrifstofur skólanna sem leiða okkur saman. Verið velkomin í spilatíma, við hlökkum til að sjá ykkur! Höfundur er víóluleikari og tónlistarkennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Tónlistarnám Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Málefni tónlistarskólanna hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið enda biðlistar víða langir. Hlutfallslega eru mun færri nemendur á neðri stigum í tónlistarnámi í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög og stuðningur borgarinnar við tónlistarnám lakari. Ekki hefur tekist að snúa við þeim niðurskurði sem tónlistarskólarnir í borginni tóku á sig eftir Hrun þó borgarbúum hafi síðan fjölgað um rúm 20 þúsund. Í nýlegu viðtali við fréttastofu RÚV lýsti Alexandra Briem borgarfulltrúi þeirri skoðun sinni að vandinn lægi ekki síst hjá tónlistarskólunum, rekstarform þeirra væri óhagkvæmt, einkakennslan sem kerfið byggir á sé dýr og til þess að fjölga nemendum í tónlistarnámi ætti frekar að stefna á aukna hópkennslu, vel að merkja í sparnaðarskyni en ekki á faglegum forsendum. Íslenska tónlistarskólakerfið byggir á lögbundinni námskrá með áherslu á einkakennslu en einkakennsla er langt í frá eina kennsluformið sem skólarnir nýta sér. Auk hljóðfæratímanna sækja nemendur hóptíma af ýmsu tagi; samspil, tónfræðagreinar, kórastarf, ýmis námskeið og forskóla svo eitthvað sé nefnt. Í opinberri umræðu eru einkakennsla og hópkennsla í tónlistarskólum oft lagðar að jöfnu en við sem störfum í tónlistarskólunum vitum að þar er um að ræða gjörólíkar kennsluaðferðir sem hafa mismunandi markmið og skila ólíkum niðurstöðum og árangri. Fögin sem kennd eru í hóptímum koma ekki í stað einkatímanna heldur auka þau gildi námsins og þar með gæði þess. Í einkatímum erum við aftur á móti í kjörstöðu til að þjálfa handverkið, sjálfa færnina á hljóðfærið, sem er stór hluti tónlistarnámsins. Í einkatímunum getum við líka betur lagað námið að áhugasviðum nemendanna, virkjað þá í eigin sköpun og mætt þeim á þeirra forsendum. Hrein hópkennsla á hljóðfæri er engan veginn sambærileg einkakennslu enda skilar hún nemendum ekki sömu eftirfylgni og sveigjanleika. Því er viðbúið að nemendur sem aðeins fá hóptíma á sitt hljóðfæri öðlist minni færni en nemendur sem njóta einstaklingsbundinnar kennslu. Fæst okkar sem störfum við tónlistarkennslu höfum áhuga á að búa til tvöfalt kerfi þar sem einungis þau sem geta borgað fyrir aukatíma utan hópkennslu ná góðri færni á sitt hljóðfæri eins og raunin hefur orðið í mörgum nágrannalöndum okkar. Það er ekki jafnrétti til náms. Því ættu borgaryfirvöld frekar að leggja áherslu á að gera gæðanám aðgengilegra fleirum óháð þjóðfélagsstöðu í stað þess að hola kerfið að innan. Munum að músíkalitet fer ekki í manngreinarálit. Íslendingar eiga fjölmargt afreksfólk á sviði tónlistar. Í mínum geira, klassíska geiranum, starfa Íslendingar sem einleikarar, stjórnendur, hljómsveitaspilarar og kammertónlistarmenn um allan heim og íslenskir tónlistarnemar eru fyllilega samkeppnishæfir þegar keppt er um pláss í tónlistarháskólum erlendis. Á Íslandi, þar sem búa rúmlega 370.000 manns eru starfræktar 2 sinfóníuhljómsveitir atvinnufólks, 3 (!) ungmennasinfóníuhljómsveitir auk fjölmargra kammerhópa. Þá er ótalinn mikill fjöldi sjálfstætt starfandi atvinnutónlistarfólks sem starfar þvert á stíla og allt það áhugafólk sem leikur á hljóðfæri og syngur sér og öðrum til ánægju og lífsfyllingar. Þessi gróska verður ekki til úr engu. Hún er afrakstur þrotlausrar vinnu og æfinga undir leiðsögn fagfólks sem allt er atvinnufólk á sínu sviði – og þeirrar einstaklingsbundnu leiðsagnar sem við getum veitt í tónlistarskólakerfi sem er einstakt á heimsvísu. Kæru borgarfulltrúar, mér er málið skylt á marga vegu. Í öðru tónlistarskólakerfi en því íslenska hefði ég einfaldlega aldrei átt möguleika á því að gera tónlist að ævistarfi. Ég bý einnig svo vel að hafa tveggja áratuga reynslu af tónlistarkennslu, bæði hér heima og erlendis þar sem ég hef kynnst mismunandi kerfum af eigin raun. Hér heima kenni ég bæði einkakennslu og hópkennslu samkvæmt námsskrá í Tónskóla Sigursveins og er því í einstakri stöðu til þess að gefa ykkur innsýn inn í vinnu okkar sem störfum í tónlistarskólunum og menntum framtíð íslenskrar tónlistar. Sú innsýn er nauðsynleg þegar taka á ákvarðanir um framtíð kerfisins. Ég og nokkrir frábærir kollegar mínir í Tónskóla Sigursveins og Suzukitónlistarskólanum Allegro bjóðum ykkur að fylgja okkur eftir í kennslu til að kynnast ólíkum kennsluaðferðum og læra um vinnu okkar og nemendanna. Hafið samband við skrifstofur skólanna sem leiða okkur saman. Verið velkomin í spilatíma, við hlökkum til að sjá ykkur! Höfundur er víóluleikari og tónlistarkennari í Reykjavík.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun