Edda náði sínum besta árangri á Bermúda Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 15:32 Guðlaug Edda Hannesdóttir kann greinilega vel við sig á Bermúdaeyjum. Instagram/@eddahannesd Guðlaug Edda Hannesdóttir tók í gær stórt stökk upp listann sem ræður því hvaða þríþrautarkonur keppa á Ólympíuleikunum í París 2024, þegar hún keppti á móti á Bermúda. Mótið var hluti af heimsmótaröðinni í þríþraut, þeirri sterkustu í heimi, og gilti til stiga inn á ólympíulistann. Eddu var raðað í sæti 40 af 47 keppendum fyrir keppnina en hún endaði í 28. sæti. Það er næstbesti árangur hennar á mótaröðinni ef horft er til sætis, en besti árangur ef horft er til stigafjölda inn á ólympíulistann. Edda fékk nefnilega 122 stig, fór upp um 12 sæti og er í 78. sæti á ólympíulistanum, með 515,65 stig. Miðað við núverandi stöðu er hin tékkneska Tereza Zimovjanova síðust inn á Ólympíuleikana, með 651,13 stig í 64. sæti listans, en ljóst er að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en endanlega verður ljóst hverjar fara til Parísar. Í keppninni í gær var Edda í 30. sæti eftir fyrsta hluta, 1.500 metra sjósund, og hún vann sig upp í 22. sæti á þeim 40 kílómetrum sem keppendur hjóluðu. Í lokahlutanum, 10 kílómetra hlaupi, missti Edda hins vegar sex keppendur fram úr sér og hún endaði í 28. sæti eins og fyrr segir. Heimakonan og ólympíumeistarinn Flora Duffy vann keppnina en hún kom í mark á heildartímanum 2:01,26 klukkustundum. Taylor Knibb frá Bandaríkjunum var í 2. sæti og Beth potter frá Bretlandi í 3. sæti. Edda kom í mark á 2:10,23 klukkustundum og var rétt rúmum sjö mínútum frá verðlaunasæti. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Mótið var hluti af heimsmótaröðinni í þríþraut, þeirri sterkustu í heimi, og gilti til stiga inn á ólympíulistann. Eddu var raðað í sæti 40 af 47 keppendum fyrir keppnina en hún endaði í 28. sæti. Það er næstbesti árangur hennar á mótaröðinni ef horft er til sætis, en besti árangur ef horft er til stigafjölda inn á ólympíulistann. Edda fékk nefnilega 122 stig, fór upp um 12 sæti og er í 78. sæti á ólympíulistanum, með 515,65 stig. Miðað við núverandi stöðu er hin tékkneska Tereza Zimovjanova síðust inn á Ólympíuleikana, með 651,13 stig í 64. sæti listans, en ljóst er að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en endanlega verður ljóst hverjar fara til Parísar. Í keppninni í gær var Edda í 30. sæti eftir fyrsta hluta, 1.500 metra sjósund, og hún vann sig upp í 22. sæti á þeim 40 kílómetrum sem keppendur hjóluðu. Í lokahlutanum, 10 kílómetra hlaupi, missti Edda hins vegar sex keppendur fram úr sér og hún endaði í 28. sæti eins og fyrr segir. Heimakonan og ólympíumeistarinn Flora Duffy vann keppnina en hún kom í mark á heildartímanum 2:01,26 klukkustundum. Taylor Knibb frá Bandaríkjunum var í 2. sæti og Beth potter frá Bretlandi í 3. sæti. Edda kom í mark á 2:10,23 klukkustundum og var rétt rúmum sjö mínútum frá verðlaunasæti.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira