Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 15:52 Kjartan Henry Finnbogason var aðeins í byrjunarliði KR í sjö leikjum í Bestu deildinni í ár. Hann baðst undan því að mæta til æfinga á lokametrum leiktíðarinnar eftir að KR ákvað að nýta klásúlu til þess að segja upp samningi við hann. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. Í bréfinu eru vinnubrögð stjórnar knattspyrnudeildarinnar, í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans, hörmuð. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Kjartans hjá KR eftir að í ljós kom að stjórn KR hefði nýtt klásúlu til að segja upp samningi hans við félagið, einu ári fyrir lok samningstímans. Þessi 36 ára gamli fyrrverandi landsliðframherji, sem er uppalinn hjá KR, sendi í kjölfarið stjórninni tóninn meðal annars með færslu sem hann birti á Twitter. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að til hefði staðið að semja að nýju við Kjartan á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Segir Kjartan aldrei hafa gert sig sekan um agabrot Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild KR í dag segir að stjórnin vilji árétta að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ Kjartan, sem er 36 ára gamall, sneri aftur heim til KR fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa verið í atvinnumennsku. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Yfirlýsinguna frá stjórn knattspyrnudeildar KR má lesa í heild sinni hér að neðan. Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Í bréfinu eru vinnubrögð stjórnar knattspyrnudeildarinnar, í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans, hörmuð. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Kjartans hjá KR eftir að í ljós kom að stjórn KR hefði nýtt klásúlu til að segja upp samningi hans við félagið, einu ári fyrir lok samningstímans. Þessi 36 ára gamli fyrrverandi landsliðframherji, sem er uppalinn hjá KR, sendi í kjölfarið stjórninni tóninn meðal annars með færslu sem hann birti á Twitter. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að til hefði staðið að semja að nýju við Kjartan á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Segir Kjartan aldrei hafa gert sig sekan um agabrot Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild KR í dag segir að stjórnin vilji árétta að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ Kjartan, sem er 36 ára gamall, sneri aftur heim til KR fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa verið í atvinnumennsku. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Yfirlýsinguna frá stjórn knattspyrnudeildar KR má lesa í heild sinni hér að neðan. Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður.
Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira