Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs
Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári.
Tengdar fréttir
Úlfar tekur við stjórnarformennsku í Bláa lóninu
Úlfar Steindórsson, forstjóri og eigandi Toyota á Íslandi, hefur tekið við sem stjórnarformaður Bláa lónsins eftir að hafa áður verið varamaður í stjórn ferðaþjónustufyrirtækisins.
Stoðir töpuðu nærri fimm milljörðum samhliða verðhruni á mörkuðum
Stoðir, eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins, tapaði rúmlega 4,7 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samhliða miklum óróa á verðbréfamörkuðum þar sem virði helstu skráðra eigna félagsins lækkaði verulega. Á sama tímabili í fyrra skiluðu Stoðir hins vegar hagnaði upp á 12,6 milljarða króna og á öllu árinu var hagnaður félagsins tæplega 20 milljarðar.