Framúrskarandi vísindakona Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 09:01 Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Jafnréttismál Háskólar Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun