Framúrskarandi vísindakona Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 09:01 Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Jafnréttismál Háskólar Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun