Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Heimir Már Pétursson og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. nóvember 2022 22:23 Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20. Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Heimsþing kvenna er þessa dagana haldið hátíðlegt í Hörpu en þar eru saman komnir mörg hundruð kvenkyns leiðtogar sem koma alls staðar að. Þetta er í fimmta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fréttamaður okkar, Heimir Már Pétursson ræddi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um þingið sjálft, breytingar á viðhorfi til kvenleiðtoga og mikilvægi vettvangsins. Þegar því er velt upp að viðhorf til kvenleiðtoga hafi lítið breyst á síðustu fimm árum segir Hanna Birna enga framþróun viðhorfa sjást. „Við sjáum bara sömu viðhorfin sem enn þá eru ekki ásættanleg, voru það ekki fyrir fimm árum og eru það ekki í dag. Það er auðvitað misjafnt eftir löndum, við erum að sjá mikla breytingu í Bandaríkjunum í neikvæða átt en við erum hins vegar að sjá Ísland alltaf hækka. Þannig að við erum númer eitt þar eins og áður og höfum jafnvel svona bætt okkur hvað það varðar,“ segir Hanna Birna. Hópurinn sem saman kemur á þinginu hefur fjölbreyttan starfsbakgrunn. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að vettvangurinn vaxi, dafni og verði mikilvægari fyrir kvenleiðtoga svarar Hanna Birna því játandi. „Hingað eru auðvitað að koma mörg hundruð erlendir kvenleiðtogar til þess að ræða jafnréttismál og hvað við getum gert betur. Við finnum að Ísland og jafnréttismál er eitthvað sem alþjóðasamfélagið hefur mikinn áhuga á þannig um að gera finnst mér, að nýta það og mér finnst það hafa tekist mjög vel,“ segir Hanna Birna. Hún bætir því jafnframt við að konurnar sem sæki þingið segist vilja koma oftar til landsins. Þær komi ef til vill frá löndum sem ekki séu eins og Ísland og segi þátttökuna á þinginu vera eins og vítamínsprautu. Þingið gefi þeim orku sem þær taki með sér heim. Aðspurð hvað hafi verið það helsta sem hafi verið rætt á fundum dagsins segir Hanna Birna daginn hafa verið litaðan af umræðu um stríðsátök í bland við almenn jafnréttismál. Hér að ofan má horfa á viðtalið við Hönnu Birnu. Viðtalið hefst á 02:20.
Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira