Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:25 Penn og Selenskí skiptust á verðlaunum. AP Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. Penn, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir bæði Mystic River og Milk, er sagður vinna að heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu og hefur áður heimsótt og fundað með Selenskí. „Þetta er bara táknrænn kjánalegur hlutur en ef hann er hér líður mér betur og nógu sterkur fyrir átökin,“ sagði Penn við Selenskí. „Komdu með hann til Malibu þegar þú vinnur, því mér líður miklu betur vitandi að partur af mér er hér.“ Selenskí þakkaði fyrir sig með því að veita Penn heiðursorðu, sem hann sagði reyndar ekki frá sér heldur frá Úkraínu. „Það eru þrír staðir þar sem stoltið mitt býr; staðurinn þar sem dóttir mín fæddist, staðurinn þar sem sonur minn fæddist og hér,“ sagði Penn þegar hann tók við verðlaununum. Leikarinn hafði áður hótað því að bræða verðlaunastytturnar ef Selenskí yrði ekki boðið að ávarpa Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Samkvæmt reglum akademíunnar er óheimilt að selja eða losa sig við verðlaunagripina. Penn og kollegi hans Ben Stiller eru meðal þeirra sem settir hafa verið á bannlista í Rússlandi, vegna heimsókna sinna til Úkraínu og yfirlýsts stuðnings við úkraínsku þjóðina. Þess ber að geta að Selenskí var sjálfur leikari áður en hann var kjörinn forseti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hollywood Óskarsverðlaunin Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Penn, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir bæði Mystic River og Milk, er sagður vinna að heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu og hefur áður heimsótt og fundað með Selenskí. „Þetta er bara táknrænn kjánalegur hlutur en ef hann er hér líður mér betur og nógu sterkur fyrir átökin,“ sagði Penn við Selenskí. „Komdu með hann til Malibu þegar þú vinnur, því mér líður miklu betur vitandi að partur af mér er hér.“ Selenskí þakkaði fyrir sig með því að veita Penn heiðursorðu, sem hann sagði reyndar ekki frá sér heldur frá Úkraínu. „Það eru þrír staðir þar sem stoltið mitt býr; staðurinn þar sem dóttir mín fæddist, staðurinn þar sem sonur minn fæddist og hér,“ sagði Penn þegar hann tók við verðlaununum. Leikarinn hafði áður hótað því að bræða verðlaunastytturnar ef Selenskí yrði ekki boðið að ávarpa Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Samkvæmt reglum akademíunnar er óheimilt að selja eða losa sig við verðlaunagripina. Penn og kollegi hans Ben Stiller eru meðal þeirra sem settir hafa verið á bannlista í Rússlandi, vegna heimsókna sinna til Úkraínu og yfirlýsts stuðnings við úkraínsku þjóðina. Þess ber að geta að Selenskí var sjálfur leikari áður en hann var kjörinn forseti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hollywood Óskarsverðlaunin Bandaríkin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira