Ekkert plan og reksturinn ósjálfbær Sindri Kristjánsson skrifar 9. nóvember 2022 13:31 Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Í fjárhagsáætluninni er þess getið að taka eigi ný lán fyrir um 10.5 milljarða króna á kjörtímabilinu og greiða upp lán fyrir um 7.2 milljarða. Þrátt fyrir þessa hreinu lántöku upp á 3.3 milljarða króna er bæjarsjóður rekinn með 1.2 milljarða tapi á tímabilinu. Þetta eitt og sér hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvort hér sé á ferðinni sú ábyrga og trausta fjármálastjórn sem m.a. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig ávallt af og lofað var fyrir kosningar. Tökum dæmi. Í stað þess að sníða fjárhagsáætlun bæjarins að aðstæðum barnafjölskyldna, sem standa margar hverjar frammi fyrir síhækkandi útgjöldum um þessar mundir er byrðunum velt yfir á alla bæjarbúa, óháð stöðu og fjárhag, með hækkandi fasteignamati og þar með stórhækkunar fasteignagjalda á næsta ári auk hækkunar á öllum helstu gjaldskrám bæjarins. Tökum annað dæmi. Í þeirri áætlun sem kynnt var fyrir bæjarbúum í gær er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að ráðast eigi í byggingu nýs leikskóla á kjörtímabilinu. Samt sem áður er öllum ljóst að fljótt og örugglega stefnir í frekari skort á leikskólaplássi á Akureyri ef ekki verið haldið áfram að byggja upp innviði bæjarins í þágu fjölskyldufólks. Þrátt fyrir óljós fyrirheit sem fram hafa komið af hálfu fulltrúa meirihlutans um tilfærslur á fjármagni milli umræðna sjá allir sem vilja að bygging nýs leikskóla mun aldrei kosta minna en einn milljarð. Meirihlutinn á Akureyri ákveður einfaldlega að skila auðu í þessa mikilvæga málefni. Framtíðarsýnin á þessu sviði er engin. Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista ber vott um metnaðarleysi fyrir þeim aðkallandi verkefnum sem bíða á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir aukna lántöku ætlar meirihlutinn að reka bæjarsjóð með tapi. Þess konar fjármálaloftfimleikar virka ekki í heimilisbókhaldi, virka ekki í rekstri fyrirtækja og sannarlega virka ekki í rekstri sameiginlegra sjóða bæjarbúa. Höfundur er varabæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum. Í fjárhagsáætluninni er þess getið að taka eigi ný lán fyrir um 10.5 milljarða króna á kjörtímabilinu og greiða upp lán fyrir um 7.2 milljarða. Þrátt fyrir þessa hreinu lántöku upp á 3.3 milljarða króna er bæjarsjóður rekinn með 1.2 milljarða tapi á tímabilinu. Þetta eitt og sér hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvort hér sé á ferðinni sú ábyrga og trausta fjármálastjórn sem m.a. Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig ávallt af og lofað var fyrir kosningar. Tökum dæmi. Í stað þess að sníða fjárhagsáætlun bæjarins að aðstæðum barnafjölskyldna, sem standa margar hverjar frammi fyrir síhækkandi útgjöldum um þessar mundir er byrðunum velt yfir á alla bæjarbúa, óháð stöðu og fjárhag, með hækkandi fasteignamati og þar með stórhækkunar fasteignagjalda á næsta ári auk hækkunar á öllum helstu gjaldskrám bæjarins. Tökum annað dæmi. Í þeirri áætlun sem kynnt var fyrir bæjarbúum í gær er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að ráðast eigi í byggingu nýs leikskóla á kjörtímabilinu. Samt sem áður er öllum ljóst að fljótt og örugglega stefnir í frekari skort á leikskólaplássi á Akureyri ef ekki verið haldið áfram að byggja upp innviði bæjarins í þágu fjölskyldufólks. Þrátt fyrir óljós fyrirheit sem fram hafa komið af hálfu fulltrúa meirihlutans um tilfærslur á fjármagni milli umræðna sjá allir sem vilja að bygging nýs leikskóla mun aldrei kosta minna en einn milljarð. Meirihlutinn á Akureyri ákveður einfaldlega að skila auðu í þessa mikilvæga málefni. Framtíðarsýnin á þessu sviði er engin. Þessi fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista ber vott um metnaðarleysi fyrir þeim aðkallandi verkefnum sem bíða á kjörtímabilinu. Þrátt fyrir aukna lántöku ætlar meirihlutinn að reka bæjarsjóð með tapi. Þess konar fjármálaloftfimleikar virka ekki í heimilisbókhaldi, virka ekki í rekstri fyrirtækja og sannarlega virka ekki í rekstri sameiginlegra sjóða bæjarbúa. Höfundur er varabæjarfulltrúi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun