Ætlaði alls ekki að verða þjálfari en er nú tekinn við uppeldisfélaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2022 14:06 Ásgeir Örn Hallgrímsson er orðinn þjálfari hjá uppeldisfélaginu. stöð 2 sport Þótt Haukar hafi áður leitað til Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar segir hann að nú hafi hann ekki getað sagt nei við uppeldisfélagið. Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Haukar tilkynntu í hádeginu að Ásgeir hefði verið ráðinn þjálfari liðsins í stað Rúnars Sigtryggssonar sem er farinn til Leipzig í Þýskalandi. Samningur Ásgeirs við Hauka gildir til 2025. „Mér fannst þetta tækifæri sem var erfitt að hafna og ætla að taka þetta að mér,“ sagði Ásgeir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem möguleikinn á að taka við Haukum hefur verið viðraður við Ásgeir. „Það voru óformlegar þreifingar áður. Ég er svo sem að þjálfa 7. flokk þarna svo ég er þjálfari í félaginu nú þegar. Svo var þetta aðeins öðruvísi núna. Þjálfaradraumurinn hjá mér hefur vaxið undanfarið, sérstaklega síðasta ár. Eftir að ferlinum lauk ætlaði ég alls ekki að vera þjálfari og fannst það ekkert spennandi. En þetta hefur aukist og að þjálfa uppeldisfélagið er eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Ásgeir. Klippa: Viðtal við Ásgeir Örn Aðeins tvö ár eru síðan hann lagði skóna á hilluna og hann hefur því spilað með leikmönnum sem skipa Haukaliðið í dag. „Örugglega verður það skrítið fyrir þá og mig til að byrja með. En ég held að við venjumst því fljótt og komum því í faglegan farveg,“ sagði Ásgeir. Þrátt fyrir að Haukar hafi tapað með samtals tólf marka mun fyrir liði frá Kýpur um helgina og séu í 10. sæti Olís-deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti hefur Ásgeir mikla trú á sínum mönnum. „Þetta er frábært lið og frábærir einstaklingar sem eru fáránlega góðir í handbolta. Liðið á svakalega mikið inni. Ef þú ætlar einhvern tímann að vera í 10. sæti er það ágætt á þessum tíma því nú liggur leiðin bara upp. Við ætlum að líta vel hressilega inn á við og vinna í okkar málum. Við förum upp töfluna. Það er engin spurning,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á viðtalið við Ásgeir í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira