Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 18:18 Frá aðgerðum lögreglu er flóttafólk var flutt frá gistiheimili í Hafnarfirði og á Keflavíkurflugvöll þar sem leigufluvél beið þeirra. Öryggisgæsla Isavia hindraði í framhaldinu að fjölmiðlafólk gæti myndað brottflutninginn þar. Sema Erla Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. Þetta kemur fram í stuttri en sameiginlegri yfirlýsingu embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia. Þar segir að fulltrúar embættisins og Isavia hafi fundað í dag til að fara yfir framkvæmd umræddra aðgerða í síðustu viku. Fimmtán hælisleitendur voru sendir með flugvél til Grikklands þann 3. nóvember, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Á Keflavíkurflugvelli var flóðljósum beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia hefur áður gefið út yfirlýsingu þar sem það harmaði atvikið en vísaði í að starfsfólk fyrirtækisins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Í yfirlýsingunni nú er ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt sé að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. „Það var aldrei ætlun aðila að hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti. Við yfirferð á framkvæmd aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi verið. Ákveðið var á fundi fulltrúa embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia í dag að taka ferli og verklag í aðgerðum af þessu tagi til gagngerrar endurskoðunar til að fyrirbyggja óskýrleika á vettvangi. Sú vinna mun hefjast nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Blaðamannafélag Íslands gagnrýndi háttsemi starfsmanna Isavia harðlega í síðustu viku og krafði ríkislögreglustjóra og Isavia um svör vegna málsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og fulltrúi hennar mun funda með félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands á morgun vegna málsins. Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þetta kemur fram í stuttri en sameiginlegri yfirlýsingu embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia. Þar segir að fulltrúar embættisins og Isavia hafi fundað í dag til að fara yfir framkvæmd umræddra aðgerða í síðustu viku. Fimmtán hælisleitendur voru sendir með flugvél til Grikklands þann 3. nóvember, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Á Keflavíkurflugvelli var flóðljósum beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia hefur áður gefið út yfirlýsingu þar sem það harmaði atvikið en vísaði í að starfsfólk fyrirtækisins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Í yfirlýsingunni nú er ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt sé að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. „Það var aldrei ætlun aðila að hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti. Við yfirferð á framkvæmd aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi verið. Ákveðið var á fundi fulltrúa embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia í dag að taka ferli og verklag í aðgerðum af þessu tagi til gagngerrar endurskoðunar til að fyrirbyggja óskýrleika á vettvangi. Sú vinna mun hefjast nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Blaðamannafélag Íslands gagnrýndi háttsemi starfsmanna Isavia harðlega í síðustu viku og krafði ríkislögreglustjóra og Isavia um svör vegna málsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og fulltrúi hennar mun funda með félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands á morgun vegna málsins.
Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira