Inter í Meistaradeildarsæti eftir stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2022 22:00 Þessir tveir voru á skotskónum í kvöld. Alessandro Sabattini/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, fram í kvöld. Inter Milan vann 6-1 stórsigur á Bologna á meðan Þórir Jóhann Helgason horfði á liðsfélaga sína í Lecce vinna óvæntan 2-1 sigur á Atalanta og Rómverjarnir hans José Mourinho misstigu sig gegn Sassuolo. Það hljómar ef til vill undarlega en Charalampos Lykogiannis komst yfir á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það entist þó ekki lengi og gamla brýnið Edin Džeko hafði jafnað metin aðeins fjórum mínútum síðar. Federico Dimarco kom Inter svo í 2-1 áður en Lautaro Martínez tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu, staðan 3-1 í hálfleik. Í þeim síðari bætti Dimarco við öðru marki sínu og Hakan Çalhanoğlu kom heimamönnum í 5-1 með marki úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Robin Gosens bætti við sjötta markinu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Inter létu staðar numið þar og lauk leiknum með 6-1 sigri þeirra. #InterBologna @Inter_en pic.twitter.com/MvcDA0Ke09— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Rómverjar sóttu Sassuolo heim í jöfnum leik. Tammy Abraham braut ísinn fyrir gestina þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka en hann hafði byrjað leikinn á varamannabekknum. Allt kom þó fyrir ekki en Andrea Pinamonti jafnaði metin í 1-1 aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Late leveler vibes @SassuoloUS #SassuoloRoma pic.twitter.com/u1KWNZxeCE— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Þórir Jóhann þurfti að sætta sig við að verma bekkinn er lið hans Lecce vann mjög óvæntan 2-1 sigur á Atalanta. Lecce, sem eru nýliðar, voru þarna að vinna sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni en þetta var aðeins annar sigurleikur liðsins. Á sama tíma er Atalanta í bullandi baráttu um Meistaradeildarsæti. Önnur úrslit Fiorentina 2-1 Salernitana Torino 2-0 Sampdoria Inter fer með sigri kvöldsins upp fyrir Atalanta á markatölu en bæði lið eru með 27 stig í 4. og 5. sæti. Þar fyrir neðan kemur Roma með 26 stig á meðan Lecce er í 16. sæti með 12 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Það hljómar ef til vill undarlega en Charalampos Lykogiannis komst yfir á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Það entist þó ekki lengi og gamla brýnið Edin Džeko hafði jafnað metin aðeins fjórum mínútum síðar. Federico Dimarco kom Inter svo í 2-1 áður en Lautaro Martínez tvöfaldaði forystuna á 42. mínútu, staðan 3-1 í hálfleik. Í þeim síðari bætti Dimarco við öðru marki sínu og Hakan Çalhanoğlu kom heimamönnum í 5-1 með marki úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Robin Gosens bætti við sjötta markinu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Inter létu staðar numið þar og lauk leiknum með 6-1 sigri þeirra. #InterBologna @Inter_en pic.twitter.com/MvcDA0Ke09— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Rómverjar sóttu Sassuolo heim í jöfnum leik. Tammy Abraham braut ísinn fyrir gestina þegar aðeins tíu mínútur voru til leiksloka en hann hafði byrjað leikinn á varamannabekknum. Allt kom þó fyrir ekki en Andrea Pinamonti jafnaði metin í 1-1 aðeins fimm mínútum síðar og þar við sat. Late leveler vibes @SassuoloUS #SassuoloRoma pic.twitter.com/u1KWNZxeCE— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 9, 2022 Þórir Jóhann þurfti að sætta sig við að verma bekkinn er lið hans Lecce vann mjög óvæntan 2-1 sigur á Atalanta. Lecce, sem eru nýliðar, voru þarna að vinna sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni en þetta var aðeins annar sigurleikur liðsins. Á sama tíma er Atalanta í bullandi baráttu um Meistaradeildarsæti. Önnur úrslit Fiorentina 2-1 Salernitana Torino 2-0 Sampdoria Inter fer með sigri kvöldsins upp fyrir Atalanta á markatölu en bæði lið eru með 27 stig í 4. og 5. sæti. Þar fyrir neðan kemur Roma með 26 stig á meðan Lecce er í 16. sæti með 12 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira