Sannfæringin eða lífið? Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2022 12:02 Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mótmælaalda í Íran Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun