„Ég þarf bara að sækja peninginn annað“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur leikið með Hetti og nú Tindastóli síðan að hann skildi við ÍR. Hann fór með Stólunum í úrslit í vor, rétt eins og með ÍR árið 2019. vísir/bára „Það eina sem Hæstiréttur segir er að ég eigi ekki að leita til körfuknattleiksdeildarinnar heldur félagsins alls. Það er þá það sem ég mun gera,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuboltamaður, sem enn stendur í launadeilu við sína gömlu vinnuveitendur hjá ÍR. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“ Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur höfðu dæmt körfuknattleiksdeild ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir króna auk dráttarvaxta, vegna ógreiddra launa tímabilið 2019-20 en hann missti af því nánast öllu vegna krossbandsslita. Í vikunni vísaði Hæstiréttur hins vegar málinu frá og samkvæmt þeim dómi hefði Sigurður átt að gera kröfu á Íþróttafélag Reykjavíkur í heild, en ekki á körfuknattleiksdeild félagsins. „Það eru ákveðin vonbrigði að þetta sé niðurstaðan, og að þurfa að byrja allt ferlið upp á nýtt. En það er búið að dæma með mér efnislega tvisvar í þessu máli og ég þarf bara að sækja peninginn annað,“ segir Sigurður og því gæti enn verið langt þar til að endanleg niðurstaða fæst í málið. „Þeir gætu náttúrulega fengið reikninginn og borgað bara en ef þeir neita því þá þarf að stefna þeim,“ segir Sigurður um forráðamenn ÍR sem nú mega eiga von á kröfu. Lögfræðikostnaður safnast upp Eftir að hafa sótt málið í gegnum þrjú dómstig má ætla að málið sé orðið dýrt fyrir Sigurð, vegna lögfræðikostnaðar: „Þetta kostar peninga. Ég er svo sem ekki í daglegum samskiptum við lögfræðingana en kostnaðurinn er ákveðinn og það er bara partur af þessu,“ segir Sigurður en vill ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Aðspurður hvort ekki sé lýjandi að standa svo lengi í þessari launadeilu svarar Sigurður, sem staddur er á Sauðárkróki þar sem hann spilar með Tindastóli: „Þetta hefur tekið langan tíma en það hefur liðið langt á milli dóma og maður er ekki að hugsa um þetta á meðan maður er að bíða. Það er helst vikuna áður en þetta er tekið fyrir í dómsal sem þetta er mest í hausnum á manni en maður spáir minna í þessu þegar það líður svona svakalega langt á milli, þó að þetta sé á bakvið eyrað.“ „Get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur“ Sigurður komst í frægt úrslitaeinvígi með ÍR gegn KR vorið 2019 og var í algjöru lykilhlutverki í Breiðholtinu, en launadeilan hlýtur að varpa skugga á samband hans við ÍR, eða hvað? „Fyrra árið með ÍR var auðvitað frábært og með skemmtilegri tímabilum sem ég hef klárað. En tilfinningarnar eru blendnar og ég get ekki sagt að ég sé á leiðinni í Breiðholtið aftur. Það er leiðinlegt að það sé farið svona að þessu. Málið dregið í gegnum dómstóla og svo einhverjar pælingar um hver eigi að borga. Það er leiðinlegt að svona sé staðið að þessu. En ég er ekki þekktur fyrir að gefast upp og ég veit ekki af hverju ég ætti að byrja á því núna. Þetta er bara svona. Dómstólarnir segja tvisvar að ég eigi skilið pening og svo kemur Hæstiréttur og segir að ég eigi ekki að sækja hann þangað, og þá fer ég bara annað að sækja hann.“
Subway-deild karla ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Körfubolti Kjaramál Dómsmál Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti