Áminning læknis skal standa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2022 20:03 Myndin tengist fréttinni ekki beint. icture by GABRIELE CHAROTTE (Photo by Fairfax Media via Getty Im Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna tveggja mála sem tengjast vanrækslu í starfi skuli standa. Málið má rekja til þess að í febrúar á þessu ári áminnti embætti landlæknis lækninn vegna vanrækslu í starfi. Var það annars vegar vegna þess að hann var talinn hafa sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu í garð skjólstæðings hans. Taldi skjólstæðingurinn að læknirinn hefði talað niður til hennar og sýnt henni og sjúkdómi hennar óvirðingu. Hitt málið tengdist skjólstæðingi mannsins sem svipti sig lífi nokkrum mínútum eftir að læknirinn hafði útskrifað hann. Taldi embættið að læknirinn hefði vanrækt að greina skjólstæðinginn á fullnægjandi og faglegan hátt, hefja rétta meðferð og tryggja eftirfylgd við útskrift. Taldi embættið að með þessu hafi læknirinn vanrækt starfsskyldur sínar. Læknirinn vildi hins vegar ekki una áminningunni og kærði niðurstöðu embættis landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann að embættið hefði ekki leyfi til að hnýta saman tvö óskyld mál. Þá taldi hann samskipti sín við sjúklinginn í fyrra málinu í engu hafa verið ámælisverð. Að sama skapi taldi hann að í seinna málinu hafi verið litið framhjá kerfisbundnum þáttum, svo sem skorti á teymisvinnu og plássleysi. Hann einn hafi persónulega verið gerður ábyrgur fyrir andláti skjólstæðingsins. Litið hafi verið framhjá öðrum þáttum sem urðu til þess að viðkomandi var útskrifaður. Alvarleikastigið mikið Heilbrigðisráðuneytið úrskurðaði að áminningin skuli standa. Var það gert á þeim grundvelli að niðurstaðan í fyrra málinu hafi verið byggð á öllum gögnum málsins. Þá telur ráðuneytið að alvarleikastigið í seinna málinu sé mikið, enda hafi verið um að ræða alvarlegan veikan sjúkling sem hafi áður gert tilraun til sjálfvígs. Taldi ráðuneytið að lagaskilyrði fyrir áminningu hafi verið uppfyllt. Því skuli hún standa. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Málið má rekja til þess að í febrúar á þessu ári áminnti embætti landlæknis lækninn vegna vanrækslu í starfi. Var það annars vegar vegna þess að hann var talinn hafa sýnt af sér ótilhlýðilega framkomu í garð skjólstæðings hans. Taldi skjólstæðingurinn að læknirinn hefði talað niður til hennar og sýnt henni og sjúkdómi hennar óvirðingu. Hitt málið tengdist skjólstæðingi mannsins sem svipti sig lífi nokkrum mínútum eftir að læknirinn hafði útskrifað hann. Taldi embættið að læknirinn hefði vanrækt að greina skjólstæðinginn á fullnægjandi og faglegan hátt, hefja rétta meðferð og tryggja eftirfylgd við útskrift. Taldi embættið að með þessu hafi læknirinn vanrækt starfsskyldur sínar. Læknirinn vildi hins vegar ekki una áminningunni og kærði niðurstöðu embættis landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins. Taldi hann að embættið hefði ekki leyfi til að hnýta saman tvö óskyld mál. Þá taldi hann samskipti sín við sjúklinginn í fyrra málinu í engu hafa verið ámælisverð. Að sama skapi taldi hann að í seinna málinu hafi verið litið framhjá kerfisbundnum þáttum, svo sem skorti á teymisvinnu og plássleysi. Hann einn hafi persónulega verið gerður ábyrgur fyrir andláti skjólstæðingsins. Litið hafi verið framhjá öðrum þáttum sem urðu til þess að viðkomandi var útskrifaður. Alvarleikastigið mikið Heilbrigðisráðuneytið úrskurðaði að áminningin skuli standa. Var það gert á þeim grundvelli að niðurstaðan í fyrra málinu hafi verið byggð á öllum gögnum málsins. Þá telur ráðuneytið að alvarleikastigið í seinna málinu sé mikið, enda hafi verið um að ræða alvarlegan veikan sjúkling sem hafi áður gert tilraun til sjálfvígs. Taldi ráðuneytið að lagaskilyrði fyrir áminningu hafi verið uppfyllt. Því skuli hún standa.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira