Tekur stéttaskiptingunni svolítið persónulega Snorri Másson skrifar 11. nóvember 2022 08:51 Stéttaskipting er að aukast í tónlistarnámi að sögn Önnu Hugadóttur tónlistarkennara, þar sem eina leið margra fram hjá miklum biðlistum í tónlistarskólum er að kaupa einkatíma úti í bæ. Það er í mörgum tilfellum rándýrt og ekki á allra færi. Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Í Íslandi í dag var fjölbreyttur hópur fiðlunema í þriðja og fjórða bekk í Fellaskóla heimsóttur og sýnishorn fengið af afurð góðrar tónlistarkennslu. Um leið var rætt við Önnu, en viðtalið hefst í innslaginu hér að ofan á mínútu þrettán. Anna Hugadóttir víóluleikari og kennari við Tónskóla Sigursveins segir stjórnmálamenn suma hafa takmarkaða innsýn í tónlistarnám barna.Vísir „Vegna þess að eftirspurnin er svo mikil, er töluvert af fólki að bjóða tíma í einkakennslu bara úti um alla borg. Bara til að koma þeim að sem bíða, en þá er gallinn sá að sú kennsla er yfirleitt dýrari en í tónlistarskólunum. Og þá komast bara þeir að sem hafa efni á því,“ segir Anna. „Og eins og ég lít á það er hver manneskja sem ekki fær að læra af því að hún fær ekki pláss bara tap fyrir samfélagið. Við vitum aldrei hvað þessir krakkar eiga eftir að verða. Þegar þau eru komin inn til okkar þá náum við að rækta þau,“ segir Anna. Og er að verða til stéttskipting í þessu? „Já og það er kannski líka vegna þess að sumir líta á tónlistarnám sem elítusport og það á bara ekkert að vera þannig. Músíkalítet fer ekkert í manngreinarálit. Krakkar eru alls staðar æðislegir, skiptir engu máli hvaðan þeir koma. En allir verða að fá séns. Ég sjálf kem ekki úr efnaðri fjölskyldu - foreldrar mínir færðu fórnir og forgangsröðuðu grimmt í heimilisbókhaldinu til þess að ég gæti fengið að læra. Þannig að ég tek þetta svolítið persónulega.“ Best er að tónlistarnám felist bæði í einkakennslu og hóptímum að sögn Önnu. Reykjavíkurborg vill fækka einkatímum hjá nemendum.Vísir Anna segir nauðsynlegt að borgaryfirvöld í Reykjavík leiðrétti útgjöld til málaflokksins, sem ekki hefur náð sér frá niðurskurði eftir efnahagshrun. Í sparnaðarskyni hefur Reykjavíkurborg nú gefið það út að draga þurfi úr einkakennslu og fjölga hóptímum, enda sé einkakennsla dýrasta form kennslu. Anna segir að fulltrúar yfirvalda tali um málin án þess að hafa þekkingu á þeim - og býður þeim að koma í heimsókn, til að átta sig á nauðsyn beggja kennsluforma. Það er líka sungið í tónlistarkennslu og í því felst mikil málrækt ekki síður en músíkalskur lærdómur.Vísir
Tónlist Skóla - og menntamál Reykjavík Tónlistarnám Ísland í dag Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira