Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 08:54 FTX er á meðal stærstu kauphalla með rafmyntir í heiminum. Fall þess hefur valdið miklum titringi á rafmyntarmarkaði í vikunni. Vísir/Getty Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. Gengi helstu rafmynta heims hefur hrapað í kjölfar hremminga FTX í vikunni. Fyrirtækið varð fyrir áhlaupi þegar viðskiptavinir þess vildu leysa út fé sé í hrönnum. Aðstandendur þess eru nú sagðir vinna að því í örvæntingu að safna um 9,4 milljörðum dollara frá fjárfestum og keppinautum til þess að eiga fyrir innistæðum. Staða FTX versnaði enn þegar björgunartilraunir aðalkeppinautsins Binance fóru út um þúfur á miðvikudag. Stjórnendum Binance hugnaðist ekki það sem þeir sáu þegar þeir fengu að líta í bókhaldsbækur FTX. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bahamaeyja, þar sem FTX er skráð, frysti í gær eignir dótturfélags FTX og fór fram á að settur yrði skiptastjóri yfir bú þess. Reuters-fréttastofan segir jafnframt óstaðfestar fregnir um að hliðstæð yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaki nú Sam Bankman-Fried, forstjóra og stofnanda FTX, fyrir möguleg brot á lögum um verðbréf. Bandarískir þingmenn krefjast þess nú að rafmyntarbransanum verði sett lög og vilja rannsókn á því hvað leiddi til falls FTX. Nokkrir fjárfestingasjóðir sem lögðu fé í FTX hafa þegar sagst hafa afskrifað þær fjárfestingar sínar. Erfiðleikar FTX er sagðir hafa byrjað fyrr á þessu ári þegar Bankman-Fried kom öðrum rafmyntarfyrirtækjum sem voru í kröggum til bjargar. Hann er sagður hafa lagt að minnsta kosti fjóra milljarða dollara í fyrirtækið Alameda. Fulltrúar Binance sem skoðuðu kaup á FTX líktu bókhaldi þess við svarthol þar sem engin leið væri að greina á milli eigna þess og skulda Alameda. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Fjártækni Bahamaeyjar Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Gengi helstu rafmynta heims hefur hrapað í kjölfar hremminga FTX í vikunni. Fyrirtækið varð fyrir áhlaupi þegar viðskiptavinir þess vildu leysa út fé sé í hrönnum. Aðstandendur þess eru nú sagðir vinna að því í örvæntingu að safna um 9,4 milljörðum dollara frá fjárfestum og keppinautum til þess að eiga fyrir innistæðum. Staða FTX versnaði enn þegar björgunartilraunir aðalkeppinautsins Binance fóru út um þúfur á miðvikudag. Stjórnendum Binance hugnaðist ekki það sem þeir sáu þegar þeir fengu að líta í bókhaldsbækur FTX. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bahamaeyja, þar sem FTX er skráð, frysti í gær eignir dótturfélags FTX og fór fram á að settur yrði skiptastjóri yfir bú þess. Reuters-fréttastofan segir jafnframt óstaðfestar fregnir um að hliðstæð yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaki nú Sam Bankman-Fried, forstjóra og stofnanda FTX, fyrir möguleg brot á lögum um verðbréf. Bandarískir þingmenn krefjast þess nú að rafmyntarbransanum verði sett lög og vilja rannsókn á því hvað leiddi til falls FTX. Nokkrir fjárfestingasjóðir sem lögðu fé í FTX hafa þegar sagst hafa afskrifað þær fjárfestingar sínar. Erfiðleikar FTX er sagðir hafa byrjað fyrr á þessu ári þegar Bankman-Fried kom öðrum rafmyntarfyrirtækjum sem voru í kröggum til bjargar. Hann er sagður hafa lagt að minnsta kosti fjóra milljarða dollara í fyrirtækið Alameda. Fulltrúar Binance sem skoðuðu kaup á FTX líktu bókhaldi þess við svarthol þar sem engin leið væri að greina á milli eigna þess og skulda Alameda.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Fjártækni Bahamaeyjar Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent