Vatnsþétting olli brotlendingu á Keflavíkurflugvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2022 11:29 Vélin er af gerðinni Thrush S2R-H80. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi flugvélar C-GWRJ olli því að hún brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli. Vatn fannst í eldsneytissíu vélarinnar þegar hún var skoðuð eftir brotlendingu. Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Vélin C-GWRJ brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli þann 1. júní árið 2021. Flugmaður vélarinnar var einn í vélinni og slasaðist hann ekki. Vélin var á leið til Kanada og hafði komið hingað til lands frá Skotlandi fimm dögum áður. Flugmaður vélarinnar var, ásamt einum öðrum flugmanni, á leið til Kanada frá Kenía og stoppuðu þeir nokkrum sinnum á leið sinni. Áður en vélin lagði af stað fyllti flugmaðurinn á eldsneyti vélarinnar sem er af gerðinni Thrush S2R-H80. Flugið til Kanada átti að taka tíu og hálfa klukkustund og var vélin tilbúin í að fljúga í allt að tólf og hálfa klukkustund. Missti vélarafl stuttu eftir flugtak Flugmaðurinn tók sýnishorn úr eldsneyti vélarinnar og þá voru nokkrir dropar fljótandi á sýnishorninu. Honum datt í hug að droparnir væru vatn en hann vissi að vatn myndi ekki fljóta á eldsneytinu. Þá datt honum í hug að mögulega væri allt í sýnishorninu vatn þar sem það hafði mikið rignt þegar þeir flugu frá Skotlandi til Íslands. Flugmaðurinn potaði í dropana og þeir hurfu nánast allir. Þá þefaði hann af fingri sínum og lyktaði hann eins og þotueldsneyti. Hann gerði þá ráð fyrir að þetta væri allt eldsneyti og hellti innihaldinu aftur í eldsneytistankinn. Flugmennirnir lögðu því af stað. Vélarnar fóru báðar á sama tíma í loftið. Stuttu eftir að vélarnar voru komnar í rúmlega 150 metra hæð missti flugmaður vélar C-GWRJ vélarafl. Hann tók eftir því að grár reykur kom úr vélinni. Neyddist til að brotlenda vélinni Hann kveikti á neyðareldsneytisdælunni en samt sem áður fór flughæð vélarinnar lækkandi. Hann vissi að hann myndi ekki ná að nauðlenda á flugbrautinni þannig hann einbeitti sér að því að finna stað til að brotlenda á. Flugbrautin á Keflavíkurflugvelli. Maðurinn brotlenti vélinni þar sem rauði kassinn í vinstra neðra horninu er. Honum var bent á svæði í umsjá Keflavíkurflugvallar rétt við flugbrautina og brotlenti hann þar. Svæðið er þakið steinum og rann vélin 280 metra áfram á jörðinni áður en hún stöðvaði loksins. Við rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa kom í ljós að bæði eldsneytisdæla og neyðareldsneytisdæla vélarinnar voru í lagi. Enginn leki fannst í eldsneytiskerfi vélarinnar. Þó fannst vatn í boltum og róm vélarinnar, í eldsneytissíunni og í sýnishorni sem var tekið var af eldsneyti vélarinnar. Hér má sjá vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi vélarinnar. Líklegt þykir að vatnsgufa hafi myndast í eldsneytiskerfi vélarinnar þegar hún var í Kenía. Vatnsgufa er ekki hættuleg fyrir starfsemi vélarinnar en þegar vélin var komin í kaldara loftslag á Íslandi er mögulegt að vatnið hafi þést. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að vatnið hafi valdið vélarbiluninni. Engar öryggisráðleggingar til að koma í veg fyrir að svona gerist koma fram í skýrslunni en flugmenn eru minntir á mikilvægi þess að vera sýna árvekni þegar sýnishorn úr eldsneytinu eru skoðuð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira