Innlent

Sunn­lendingar ein­oka keppni um sveitar­fé­lag ársins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Flúðir eru í Hrunamannahreppi. Sveitarfélagið er eitt sveitarfélaga ársins.
Flúðir eru í Hrunamannahreppi. Sveitarfélagið er eitt sveitarfélaga ársins. Vísir/Vilhelm

Fjögur sveitarfélög voru útnefnd sveitarfélag ársins 2022. Öll fjögur eru staðsett á Suðurlandi en þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélag ársins er valið. 

Sveitarfélögin fjögur eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Flóahreppur og Bláskógabyggð. Útnefningin er byggð á niðurstöðum viðhorfskönnunar félagsmanna tíu bæjarstarfsmannafélaga í störfum hjá sveitarfélögum. 

Í tilkynningu frá félögunum segir að megin tilgangur könnunarinnar sé að hvetja stjórnendur sveitarfélaga til að veita starfsumhverfi meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Þá er vonast eftir því að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum. 

Níu þættir voru skoðaðir í könnuninni og eru þeir stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt og jafnrétti. Fullnægjandi svarhlutfall náðist í fimmtán sveitarfélögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×