Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 21:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Þroskahjálp, Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóra meðal annars til að ræða þessi mál. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans. Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra funduðu í dag með fulltrúum frá ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun og þroskahjálp. Tilefni fundarins var brottflutningur fatlaðs manns, sem var sendur ásamt tólf öðrum til Grikklands í síðustu viku, sem hefur verið mikið gagnrýndur. „Það sem ég skynjaði við þetta borð var að það er mjög ríkur vilji til að tryggja það að við stöndum við allar okkar skuldbindingar. Það er mikilvægt að við förum yfir alla okkar ferla og það verður gert í þessu framhaldssamtali,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mikil óánægja hefur verið með brottflutning fólksins meðal grasrótar Vinstri grænna og ungliðahreyfing flokksins meðal annarra gagnrýnt framkvæmdina. Ertu óánægð með framkvæmd þessara mála? „Ég held að við séum sammála um það að það þarf að draga lærdóm af því hvernig þetta fór fram,“ segir Katrín. Maðurinn, Hussein Hussein, og fjölskylda hans eru með vernd í Grikklandi en þrátt fyrir það rann dvalarleifi þeirra út á meðan þau dvöldu hér á Íslandi. Því er flókið að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Nú hafa kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar sem systur Husseins stunduðu nám undanfarið eitt og hálf tár, leigt íbúð fyrir fjölskylduna. Þeir binda einnig vonir við að fjölskyldan komist aftur til Íslands í vor. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í gær að aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu mjög góðar en mannréttindasamtök hafa árum saman haldið öðru fram. „Ég held að við áttum okkur öll á því að aðstæður eru mjög breytilegar í löndunum sem við sendum fólkið til,“ segir Katrín. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. 7. nóvember 2022 13:12 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra funduðu í dag með fulltrúum frá ríkislögreglustjóra, útlendingastofnun og þroskahjálp. Tilefni fundarins var brottflutningur fatlaðs manns, sem var sendur ásamt tólf öðrum til Grikklands í síðustu viku, sem hefur verið mikið gagnrýndur. „Það sem ég skynjaði við þetta borð var að það er mjög ríkur vilji til að tryggja það að við stöndum við allar okkar skuldbindingar. Það er mikilvægt að við förum yfir alla okkar ferla og það verður gert í þessu framhaldssamtali,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mikil óánægja hefur verið með brottflutning fólksins meðal grasrótar Vinstri grænna og ungliðahreyfing flokksins meðal annarra gagnrýnt framkvæmdina. Ertu óánægð með framkvæmd þessara mála? „Ég held að við séum sammála um það að það þarf að draga lærdóm af því hvernig þetta fór fram,“ segir Katrín. Maðurinn, Hussein Hussein, og fjölskylda hans eru með vernd í Grikklandi en þrátt fyrir það rann dvalarleifi þeirra út á meðan þau dvöldu hér á Íslandi. Því er flókið að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Nú hafa kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar sem systur Husseins stunduðu nám undanfarið eitt og hálf tár, leigt íbúð fyrir fjölskylduna. Þeir binda einnig vonir við að fjölskyldan komist aftur til Íslands í vor. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í gær að aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu mjög góðar en mannréttindasamtök hafa árum saman haldið öðru fram. „Ég held að við áttum okkur öll á því að aðstæður eru mjög breytilegar í löndunum sem við sendum fólkið til,“ segir Katrín.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. 7. nóvember 2022 13:12 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. 9. nóvember 2022 18:18
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47
Segir að koma þurfi upp aðstöðu sem eigi þó ekki að kalla „flóttamannabúðir“ Yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að umræðan þurfi að kjarna sig og að fólk eigi frekar að ræða réttu atriðin í máli þar sem fimmtán flóttamenn voru fluttir úr landi í síðustu viku. Embættið talar fyrir að komið sé upp aðstöðu þar sem flóttamenn sem senda á úr landi gætu verið þar til að brottvísuninni kemur. 7. nóvember 2022 13:12