Aðstæður fjölskyldunnar tímabundið þolanlegar vegna aðstoðar Íslendinga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 00:00 Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur og ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Sröð 2 Lögfræðingur sem þekkir vel til máls hins írakska Hussein Hussein og fjölskyldu hans segist ekki hafa fundið staðfestingar á staðhæfingum dómsmálaráðherra. Hann sé vongóður um að fjölskyldan geti snúið aftur til Íslands. Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57. Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57.
Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira