Aðstæður fjölskyldunnar tímabundið þolanlegar vegna aðstoðar Íslendinga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 00:00 Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur og ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Sröð 2 Lögfræðingur sem þekkir vel til máls hins írakska Hussein Hussein og fjölskyldu hans segist ekki hafa fundið staðfestingar á staðhæfingum dómsmálaráðherra. Hann sé vongóður um að fjölskyldan geti snúið aftur til Íslands. Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57. Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57.
Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira