Heppni að rjúpnaskytta slasaðist ekki degi fyrr Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 14:00 Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir það vera gífurlega mikilvægt að tryggja fjarskiptainnviði landsins. Vísir/Vilhelm Ekkert símasamband var á Skagaströnd í þrjá klukkutíma í byrjun mánaðar. Íbúar á svæðinu hefðu ekki getað haft samband við Neyðarlínuna á meðan. Þingmaður Vinstri grænna segir að tryggja þurfi tvítengingu fjarskipta svo slíkt atvik komi ekki aftur fyrir. Rjúpnaskytta slasaðist alvarlega á svæðinu daginn eftir sambandsleysið Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni. Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni.
Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01