Þrettán ára strákur í Njarðvík búinn með fimm þúsund tíma í flughermi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2022 20:23 Kacper Agnar Kozlowski, 13 ára Njarðvíkingur, sem hefur mikinn áhuga á flugvélum og öllu, sem þeim tengist. Vísir/Magnús Hlynur Þrettán ára strákur í Reykjanesbæ er löngubúinn að ákveða hvað hann ætlar að verða í framtíðinni því hann ætlar að vera flugmaður og fljúga stórum breiðþotum. Það er kannski engin furða því hann er með flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búinn að taka fimm þúsund tíma í herminum. Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík. Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Hér erum við að tala um Kacper Agnar, 13 ára nemanda í Njarðvíkurskóla. Hann er fæddur á Íslandi en foreldrar hans eru pólskir. Það var gaman að koma inn í herbergið hjá stráknum því þar er fullt af flugvélamódelum upp á hillum, flugvélabókum og svo eru það flugvélasætin og tölvan með stórum skjáum með flughermi þar sem Kacper Agnar eyðir sínum tíma meira og minna þegar hann er ekki í skólanum, að læra á mismunandi flugvélar og fljúga þeim um loftin blá. „Mér finnst bara alltaf gaman að fljúga, ég veit ekki af hverju ég hef svona mikinn áhuga, ég fæddist með flugáhuga. Núna er ég búinn að taka í kringum fimm þúsund tíma í herminum en ég byrjaði að fljúga í kringum 2018,“ segir Kacper Agnar. Og er þetta alltaf jafn skemmtilegt? „Já, spennan fer aldrei niður, það er alltaf gaman. Stundum er mikil rigning, stundum þarf að snúa við vegna vindsins.“ Kacper Agnar er með nokkur flott flugvélamódel inn í herberginu sínu.Vísir/Magnús Hlynur Það er allt fullt af tökkum og alls konar mælum inni í flugstjórnarklefanum en Kacper kann á alla takkana upp á tíu og les af mælunum eins og ekkert sé. En hver er uppáhalds flugvélin hans að fljúga? „Ég var að fljúga mjög mikið Boeing 737–800, sem er eiginlega uppáhalds flugvélin mín og mér finnst líka gaman að fljúga Airbus A–320 en núna er ég að fljúga á HondaJet 420, svona lítil viðskiptaflugvél,“ segir Kacper Agnar. Og þú getur bara valið veður, sem þú ætlar að fljúga í? „Já, ég get líka valið raunverulegt veður eins og það er úti, núna er til dæmis rigning og svo get ég valið flott veður með sól og hita. Ég er alveg ákveðinn að verða flugmaður þegar ég er orðinn stór og gera allt mitt besta til að verða góður flugmaður,“ segir Kacper Agnar, þrettán ára strákur í Njarðvík.
Reykjanesbær Fréttir af flugi Krakkar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira