Lögreglu grunar að kveikt hafi verið í strætisvagninum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2022 06:27 Mikill reykur kom upp og var bílstjórinn fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Aðsend Eldur kviknaði í strætisvagni við Grensásveg um klukkan 17.30 í gær og samkvæmt yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Fréttastofa greindi frá málinu í gær. Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í vagninum en búið var að slökkva hann þegar lögreglu bar að. Greindi vitni frá því að hafa sótt slökkvitæki á veitingastað nærri vettvangi og notað það til að slökkva eldinn. Lögregla segir ökumann strætisvagnsins hafa fengið mikið áfall og andað að sér reyk. Var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögregla var einnig kölluð á vettvang í gærkvöldi þegar tilkynning barst um þjófnað á veitingastað í miðborginni. Þar var maður sagður hafa brotist inn á lager og stolið áfengisflöskum og bakpoka með „DJ-græjum“. Gerandinn náðist á upptökur í öryggiskerfi og var handtekinn seinna um nóttina. Viðurkenndi hann brotið. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslum. Um klukkan 22.30 voru afskipti höfð af öðrum manni í annarlegu ástandi í miðborginni. Sá var úti á miðri akbraut og neitaði fyrirmælum lögreglu um að fara af akbrautinni. Þá neitaði hann að segja til nafns eða gefa upp kennitölu. Hann var þá handtekinn og færður á lögreglustöð. Maðurinn upplýsti að lokum um kennitölu sína, var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og látinn laus. Lögreglumál Strætó Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fréttastofa greindi frá málinu í gær. Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í vagninum en búið var að slökkva hann þegar lögreglu bar að. Greindi vitni frá því að hafa sótt slökkvitæki á veitingastað nærri vettvangi og notað það til að slökkva eldinn. Lögregla segir ökumann strætisvagnsins hafa fengið mikið áfall og andað að sér reyk. Var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögregla var einnig kölluð á vettvang í gærkvöldi þegar tilkynning barst um þjófnað á veitingastað í miðborginni. Þar var maður sagður hafa brotist inn á lager og stolið áfengisflöskum og bakpoka með „DJ-græjum“. Gerandinn náðist á upptökur í öryggiskerfi og var handtekinn seinna um nóttina. Viðurkenndi hann brotið. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslum. Um klukkan 22.30 voru afskipti höfð af öðrum manni í annarlegu ástandi í miðborginni. Sá var úti á miðri akbraut og neitaði fyrirmælum lögreglu um að fara af akbrautinni. Þá neitaði hann að segja til nafns eða gefa upp kennitölu. Hann var þá handtekinn og færður á lögreglustöð. Maðurinn upplýsti að lokum um kennitölu sína, var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og látinn laus.
Lögreglumál Strætó Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira