Eðlilegt að menn séu á tánum vegna rigninga á Seyðisfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 11:24 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tæpum tveimur árum síðan. Vísir/Arnar Eftirlit með hreyfingu í jarðvegi á Seyðisfirði hefur verið aukið vegna mikillar úrkomu sem er spáð næstu vikuna. Veðurfræðingur segir úrkomuákefð á landinu nokkuð óeðlilega miðað við árstíma. Mikil úrkoma var á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt og er úrkomu spáð áfram næstu rúmu vikuna. Mestri rigningu er spáð á suðausturlandi og sunnanverðum austfjörðum. Úrkomuákefðin í gær skýrist af hlýju lofti sem er yfir landinu. „Eftir því sem loftið er hlýrra þeim mun meiri úrkomu getur það innihaldið eða geymt í sér. Svo þegar fer loks að rigna úr þessu veðrur úrkomuákefðin mjög mikil,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu tíu daga megi gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu. „Það verður svolítið misjafnt hvar rignir mest en almennt rignir mest á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum sérstaklega. Það er engin samfelld úrkoma en hún verður áberandi mest þar. Það verður ekki þurrt neins staðar á landinu,“ segir Óli. Opið sár sem hætta er á að renni úr Haustið hafi verið óvenju milt. „Lægðirnar fara hérna fyrir sunnan land og keyra svo til Evrópu og Skandinavíu og skilja eftir rigningu og tiltölulega milt loft yfir okkur. En þetta er svolítið óvenjulegt, já,“ segir Óli. Úrkoma mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna á Seyðisfirði og hefur eftirlit verið aukið vegna aukinnar skriðuhættu á svæðinu. Mikilli rigningu er spáð þar næstu daga en veðurfræðingur telur Seyðfirðinga sleppa betur en íbúar sunnar á austfjörðum. „Verandi með opið sár þarna þá er alltaf ákveðin hætta að komi eitthvað úr því. Það tekur tíma að gróa og er lausara efni og það er töluvert laust efni í hlíðinni þannig að menn eru á tánum yfir því.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að Almannavarnir séu meira á tánum nú en venjulega vegna rigninganna. Veður Múlaþing Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
Mikil úrkoma var á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt og er úrkomu spáð áfram næstu rúmu vikuna. Mestri rigningu er spáð á suðausturlandi og sunnanverðum austfjörðum. Úrkomuákefðin í gær skýrist af hlýju lofti sem er yfir landinu. „Eftir því sem loftið er hlýrra þeim mun meiri úrkomu getur það innihaldið eða geymt í sér. Svo þegar fer loks að rigna úr þessu veðrur úrkomuákefðin mjög mikil,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu tíu daga megi gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu. „Það verður svolítið misjafnt hvar rignir mest en almennt rignir mest á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum sérstaklega. Það er engin samfelld úrkoma en hún verður áberandi mest þar. Það verður ekki þurrt neins staðar á landinu,“ segir Óli. Opið sár sem hætta er á að renni úr Haustið hafi verið óvenju milt. „Lægðirnar fara hérna fyrir sunnan land og keyra svo til Evrópu og Skandinavíu og skilja eftir rigningu og tiltölulega milt loft yfir okkur. En þetta er svolítið óvenjulegt, já,“ segir Óli. Úrkoma mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna á Seyðisfirði og hefur eftirlit verið aukið vegna aukinnar skriðuhættu á svæðinu. Mikilli rigningu er spáð þar næstu daga en veðurfræðingur telur Seyðfirðinga sleppa betur en íbúar sunnar á austfjörðum. „Verandi með opið sár þarna þá er alltaf ákveðin hætta að komi eitthvað úr því. Það tekur tíma að gróa og er lausara efni og það er töluvert laust efni í hlíðinni þannig að menn eru á tánum yfir því.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að Almannavarnir séu meira á tánum nú en venjulega vegna rigninganna.
Veður Múlaþing Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira