Klúður! Staðfest Sigmar Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2022 11:49 Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. Þar liggja miklir fjármunir, tugir milljarða, sem til stóð að losa um til hagsbóta fyrir ríkissjóð. Lestur skýrslunnar leiðir okkur klárlega til þeirrar niðurstöðu að óhjákvæmilegt er að rannsóknarnefnd alþingis verði skipuð sem fyrst, því það kemur skýrt fram í skýrslunni að Ríkisendurskoðun tók ekki til athugunar fjölmarga þætti sem brýnt er að skoða. Þar má nefna að ákvarðanatakan í ráðherranefndinni er ekki skoðuð og reyndar er öll athugun á pólitískri ábyrgð víðs fjarri, líkt og bent var á að yrði óhjákvæmilega niðurstaðan hjá Ríkisendurskoðun, enda rannsóknarhlutverk hennar mun afmarkaðra en hjá sérstakri rannsóknarnefnd. Bara sú staðreynd, að einn ráðherra í ráðherranefndinni sem fór með málið, varaði við því að fara þessa leið og sá fyrir klúðrið, kallar á nánari skoðun en nú liggur fyrir. Bráðaniðurlagningu bankasýslunnar í eftirleiknum þarf líka auðvitað að rannsaka. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að ekki er tekin afstaða til þess hvort þetta hafi verið rétti tíminn til að selja eða til þeirra sem fengu að kaupa. Eða hvort rétta fyrirkomulagið hafi verið valið. En þótt það komi skýrt fram í skýrslunni að fleira þurfi að rannsaka og skoða, er ansi margt í henni sem vekur mikla athygli. Til að mynda efasemdir Ríkisendurskoðunar um að rétt hafi verið og nauðsynlegt að gefa þann afslátt af kaupverðinu sem varð raunin. Verðið hafi verið of lágt og of mikið miðast við erlenda fjárfesta. Jafnræði hafi ekki verið tryggt nægjanlega vel á milli fjárfesta, upplýsingagjöf hafi ekki verið í lagi, ekki gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Ríkisendurskoðun nefnir einnig orðsporsáhættuna sem var ekki tekið tillit til. Þetta síðastnefnda skiptir gríðarlegu máli í svona ferli, ekki síst þegar kemur að áframhaldi sölu. Traustið er fokið út um gluggann. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stóru verkefni sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar hafa því miður lítið vilja kannast við þá ábyrgð og velt henni alfarið yfir á bankasýsluna. Það er ekki stórmannlegt því það vita allir sem vilja vita að ef salan hefði gengið vel þá væru sömu ráðherrar nú að baða sig í ljóma vel heppnaðrar einkavæðingar. Líka ráðherrar VG sem almennt eru nú ekki mikið fyrir að selja ríkiseigur. Því miður er líka niðurstaðan í þessu öllu sú að hægri flokknum í stjórnarsamstarfinu hefur tekist að slá öll áform um frekari sölu út af borðinu um langa hríð, án þess að hafa ætlað sér það. Það er talsvert afrek í sjálfu sér. Sigmar Guðmundsson Alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Alþingi Stjórnsýsla Sigmar Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð. Þar liggja miklir fjármunir, tugir milljarða, sem til stóð að losa um til hagsbóta fyrir ríkissjóð. Lestur skýrslunnar leiðir okkur klárlega til þeirrar niðurstöðu að óhjákvæmilegt er að rannsóknarnefnd alþingis verði skipuð sem fyrst, því það kemur skýrt fram í skýrslunni að Ríkisendurskoðun tók ekki til athugunar fjölmarga þætti sem brýnt er að skoða. Þar má nefna að ákvarðanatakan í ráðherranefndinni er ekki skoðuð og reyndar er öll athugun á pólitískri ábyrgð víðs fjarri, líkt og bent var á að yrði óhjákvæmilega niðurstaðan hjá Ríkisendurskoðun, enda rannsóknarhlutverk hennar mun afmarkaðra en hjá sérstakri rannsóknarnefnd. Bara sú staðreynd, að einn ráðherra í ráðherranefndinni sem fór með málið, varaði við því að fara þessa leið og sá fyrir klúðrið, kallar á nánari skoðun en nú liggur fyrir. Bráðaniðurlagningu bankasýslunnar í eftirleiknum þarf líka auðvitað að rannsaka. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að ekki er tekin afstaða til þess hvort þetta hafi verið rétti tíminn til að selja eða til þeirra sem fengu að kaupa. Eða hvort rétta fyrirkomulagið hafi verið valið. En þótt það komi skýrt fram í skýrslunni að fleira þurfi að rannsaka og skoða, er ansi margt í henni sem vekur mikla athygli. Til að mynda efasemdir Ríkisendurskoðunar um að rétt hafi verið og nauðsynlegt að gefa þann afslátt af kaupverðinu sem varð raunin. Verðið hafi verið of lágt og of mikið miðast við erlenda fjárfesta. Jafnræði hafi ekki verið tryggt nægjanlega vel á milli fjárfesta, upplýsingagjöf hafi ekki verið í lagi, ekki gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Ríkisendurskoðun nefnir einnig orðsporsáhættuna sem var ekki tekið tillit til. Þetta síðastnefnda skiptir gríðarlegu máli í svona ferli, ekki síst þegar kemur að áframhaldi sölu. Traustið er fokið út um gluggann. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stóru verkefni sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar hafa því miður lítið vilja kannast við þá ábyrgð og velt henni alfarið yfir á bankasýsluna. Það er ekki stórmannlegt því það vita allir sem vilja vita að ef salan hefði gengið vel þá væru sömu ráðherrar nú að baða sig í ljóma vel heppnaðrar einkavæðingar. Líka ráðherrar VG sem almennt eru nú ekki mikið fyrir að selja ríkiseigur. Því miður er líka niðurstaðan í þessu öllu sú að hægri flokknum í stjórnarsamstarfinu hefur tekist að slá öll áform um frekari sölu út af borðinu um langa hríð, án þess að hafa ætlað sér það. Það er talsvert afrek í sjálfu sér. Sigmar Guðmundsson Alþingismaður
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun