Það vantar betri gögn um tengsl sjálfbærni og fjármála Ari Skúlason skrifar 15. nóvember 2022 10:00 Með því að beina fjármagni í atvinnugreinar og fyrirtæki sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsvandann eða a.m.k. síður neikvæð, getur fjármálageirinn stuðlað að miklum breytingum til hins betra. En er fjármálageirinn að standa sig? Fjármálageirinn hefur völd og ber ábyrgð. Þessa ábyrgð þarf hann að axla, sérstaklega vegna þess að það virðist vera þrautin þyngri að ná fram pólitískri lausn þar sem stjórnmálafólk greinir á um hvernig eigi að leysa vandann. Svo tekið sé einfalt en óraunhæft dæmi, þá myndi kolaiðnaðurinn fljótlega lognast út af ef ekkert fjármálafyrirtæki myndi veita honum fjármálaþjónustu. Viðbrögð og gagnrýni Og vissulega hefur fjármálageirinn brugðist við. Til hefur orðið stór fjárfestingarheimur sem byggir á fjárfestingum sem eiga að stuðla að sjálfbærni. Þar eru svokallaðir UFS-þættir í hávegum hafðir en UFS stendur fyrir umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (e. ESG). Fjöldi fyrirtækja vinnur við að meta verkefni og fjárfestingarkosti út frá UFS-þáttum og því er oft haldið fram að ábyrgar fjárfestingar í grænum kostum gefi betur af sér en hefðbundnar fjárfestingar. Upp á síðkastið hefur samt komið fram býsna hörð gagnrýni á aðferðafræði og upplýsingagjöf í kringum fjárfestingar sem eiga að vera ábyrgar og standast skoðun út frá UFS-þáttum, m.a. í tímaritunum The Economist og Responible Investor. Gagnrýnin snýst m.a. um að þessi heimur sé ógegnsær og að veruleg hætta sé á grænþvotti. Þurfa að geta metið áhættu vegna loftslagsbreytinga Ljóst er að loftslagsbreytingar, sem mætti allt eins kalla loftslagshamfarir, eru að gjörbreyta fjárfestingarumhverfinu, bæði með því að opna nýja möguleika en líka vegna þess að fjárfestar horfast nú í augu við annars konar áhættu en við höfum vanist til þessa. Áhættan sem loftslagsbreytingar hefur í för með sér kemur m.a. til af hækkandi sjávarstöðu og banvænum hitabylgjum og hefur áhrif á margs konar fjárfestingar og eignir, t.d. hlutabréf, fasteignir og innviði. Það þarf t.d. að vera hægt að meta hvort efnislegar eignir fyrirtækja séu í raunverulegri hættu vegna slíkra hamfara en einnig hversu mikið fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum og hvaða áætlanir séu til um að draga úr losun, m.a. vegna möguleika á háum losunarsköttum. Það er því mikil þörf fyrir loftslagstengd gögn til þess að meta áhættu í hagkerfinu, ekki síst fyrir banka, lífeyrissjóði og önnur fjármálafyrirtæki. Skortur á gögnum og engin krafa um endurskoðun Staðan er aftur á móti sú að fjármálageirinn stendur frammi fyrir miklum skorti á góðum gögnum sem hægt er að treysta og eru samanburðarhæf til þess að hægt sé að meta áhætttu vegna loftslagsbreytinga með áreiðanlegum hætti. Ekki er (enn) gerð krafa um að gögn fyrirækja séu endurskoðuð með samræmdum hætti líkt og t.d. gildir um ársreikninga fyrirtækja. Á hinn bóginn má benda á að samtökin PRB (Principles for Responsible Banking) munu frá og með næstu áramótum gera kröfu um endurskoðun árlegra PRB-skýrslna en í þeim er fjallað um framvindu sex viðmiða sem bankar, sem eru aðildarfyrirtæki að PRB, hafa skuldbundið sig til að vinna í átt að. Þetta á þó bara við um þá banka sem eru aðilar að samtökunum - en Landsbankinn er þar á meðal. Afleiðingar upplýsingaskorts eru m.a. þær að veruleg hætta er á grænþvotti en ein birtingarmynd hans er að fyrirtæki birta mikið af gögnum sem eru sett fram sem UFS-gögn en fjalla annað hvort alls ekki eða ekki ítarlega um UFS-tengda þætti. Upplýsingar um framtíðina, svo sem sambærilegt mat á markmiðum, skuldbindingum o.s.frv. eru oft líka af skornum skammti. Skortur á áreiðanlegum gögnum kemur í veg fyrir að hægt sá að bera fyrirtæki og atvinnugreinar saman með sanngjörnum hætti sem aftur kemur í veg fyrir flutning fjármagns til atvinnugreina sem byggja á minni losun gróðurhúsalofttegunda. Orkuskipti yrðu sömuleiðis hraðari ef meiri gögn væru fyrir hendi. Fyrirtæki sem eru skráð á markað þurfa samkvæmt lögum um ársreikninga að skila gögnum um sjálfbærni. Þessi gögn eru auðvitað misgóð og misjafnt hvort þau séu endurskoðuð. Óskráð og lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa ekki að skila slíkum gögnum og gera það mun síður. Telja aðferðafræðina úrelda Gagnrýnin sem hefur komið fram, m.a. í The Economist og Responsible Investor, felst ekki síst í því að sú nálgun gagnvart fjárfestingu út frá UFS-þáttum sem hefur tíðkast undanfarin ár, sé úr sér gengin. Það þurfi að endurskoða hana, einfalda og straumlínulaga. Ljóst er að ýmsu er ábótavant í kringum núverandi fyrirkomulag á mati á UFS-þáttum, allt frá mælingum á umhverfisáhrifum til upplýsingagjafar. Fjármála- og greiningafyrirtæki reyna að meta hluti sem erfitt er að mæla. Eins og rakið var í The Economist 21. júlí í sumar ríkir mikið ósamræmi milli þeirra fyrirtækja sem meta og gefa einkunnir. Skoðun á sex slíkum fyrirtækjum sýndi að þau notuðu yfir 700 mismunandi mælingar í 64 flokkum. Af flokkunum voru einungis 10 sem öll fyrirtækin notuðu og ekkert þeirra hafði mælt losun gróðurhúsalofttegunda viðkomandi fyrirtækja. Víða eru vaxandi áhyggjur af falskri markaðssókn og loforðum sem erfitt sé að standa við. Gagnrýnin hefur þannig gengið út á að fjárfestingaheimurinn sem kenni sig við UFS sé breiður og óskýr vettvangur án mikilla samræmdra reglna eða leiðbeininga. Sum atriði sem tekið sé tilliti til skipti miklu máli í sambandi við val fjárfestingarkosta en önnur litlu eða engu máli. Eins og staðan er nú er erfitt að meta stærð UFS-markaðarins, einfaldlega vegna þess að enginn einhlítur mælikvarði er til um hvaða fjárfestingar standist þær kröfur sem eðlilegt er að gera til slíkra fjárfestinga. Bent hefur verið á að vinsældir UFS-fjárfestinga hafi að miklu leyti byggt á vandamálum heimsins, sérstaklega loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir það sé erfitt að sjá að áhrifin hafi verið mikil í átt til minni losunar gróðurhúsalofttegunda, og í það minnsta alls ekki nógu mikil. Eftirlitið er að aukast Þótt ýmsir ágallar séu á UFS-fjárfestingum er það ekki svo að fjármálageirinn eða stjórnvöld hafi setið með hendur í skauti. Eftirlit og regluverkið í kringum UFS-tengdar fjárfestingar hefur verið að aukast um allan heim. Meginrökin á bak við aukið eftirlit eru tvö. Í fyrsta lagi að loftslagsbreytingar séu of stór áhættuþáttur til þess fjármálageirinn geti notast við gamlar og úreldar aðferðir. Í öðru lagi er mikil sannfæring fyrir því að fjárfestar og eigendur hlutabréfa vilji meiri upplýsingar og hafi meiri áhuga á því en áður að sjá alla myndina – og geti þannig lagt meira af mörkum. Ari Skúlason er hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Með því að beina fjármagni í atvinnugreinar og fyrirtæki sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsvandann eða a.m.k. síður neikvæð, getur fjármálageirinn stuðlað að miklum breytingum til hins betra. En er fjármálageirinn að standa sig? Fjármálageirinn hefur völd og ber ábyrgð. Þessa ábyrgð þarf hann að axla, sérstaklega vegna þess að það virðist vera þrautin þyngri að ná fram pólitískri lausn þar sem stjórnmálafólk greinir á um hvernig eigi að leysa vandann. Svo tekið sé einfalt en óraunhæft dæmi, þá myndi kolaiðnaðurinn fljótlega lognast út af ef ekkert fjármálafyrirtæki myndi veita honum fjármálaþjónustu. Viðbrögð og gagnrýni Og vissulega hefur fjármálageirinn brugðist við. Til hefur orðið stór fjárfestingarheimur sem byggir á fjárfestingum sem eiga að stuðla að sjálfbærni. Þar eru svokallaðir UFS-þættir í hávegum hafðir en UFS stendur fyrir umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (e. ESG). Fjöldi fyrirtækja vinnur við að meta verkefni og fjárfestingarkosti út frá UFS-þáttum og því er oft haldið fram að ábyrgar fjárfestingar í grænum kostum gefi betur af sér en hefðbundnar fjárfestingar. Upp á síðkastið hefur samt komið fram býsna hörð gagnrýni á aðferðafræði og upplýsingagjöf í kringum fjárfestingar sem eiga að vera ábyrgar og standast skoðun út frá UFS-þáttum, m.a. í tímaritunum The Economist og Responible Investor. Gagnrýnin snýst m.a. um að þessi heimur sé ógegnsær og að veruleg hætta sé á grænþvotti. Þurfa að geta metið áhættu vegna loftslagsbreytinga Ljóst er að loftslagsbreytingar, sem mætti allt eins kalla loftslagshamfarir, eru að gjörbreyta fjárfestingarumhverfinu, bæði með því að opna nýja möguleika en líka vegna þess að fjárfestar horfast nú í augu við annars konar áhættu en við höfum vanist til þessa. Áhættan sem loftslagsbreytingar hefur í för með sér kemur m.a. til af hækkandi sjávarstöðu og banvænum hitabylgjum og hefur áhrif á margs konar fjárfestingar og eignir, t.d. hlutabréf, fasteignir og innviði. Það þarf t.d. að vera hægt að meta hvort efnislegar eignir fyrirtækja séu í raunverulegri hættu vegna slíkra hamfara en einnig hversu mikið fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum og hvaða áætlanir séu til um að draga úr losun, m.a. vegna möguleika á háum losunarsköttum. Það er því mikil þörf fyrir loftslagstengd gögn til þess að meta áhættu í hagkerfinu, ekki síst fyrir banka, lífeyrissjóði og önnur fjármálafyrirtæki. Skortur á gögnum og engin krafa um endurskoðun Staðan er aftur á móti sú að fjármálageirinn stendur frammi fyrir miklum skorti á góðum gögnum sem hægt er að treysta og eru samanburðarhæf til þess að hægt sé að meta áhætttu vegna loftslagsbreytinga með áreiðanlegum hætti. Ekki er (enn) gerð krafa um að gögn fyrirækja séu endurskoðuð með samræmdum hætti líkt og t.d. gildir um ársreikninga fyrirtækja. Á hinn bóginn má benda á að samtökin PRB (Principles for Responsible Banking) munu frá og með næstu áramótum gera kröfu um endurskoðun árlegra PRB-skýrslna en í þeim er fjallað um framvindu sex viðmiða sem bankar, sem eru aðildarfyrirtæki að PRB, hafa skuldbundið sig til að vinna í átt að. Þetta á þó bara við um þá banka sem eru aðilar að samtökunum - en Landsbankinn er þar á meðal. Afleiðingar upplýsingaskorts eru m.a. þær að veruleg hætta er á grænþvotti en ein birtingarmynd hans er að fyrirtæki birta mikið af gögnum sem eru sett fram sem UFS-gögn en fjalla annað hvort alls ekki eða ekki ítarlega um UFS-tengda þætti. Upplýsingar um framtíðina, svo sem sambærilegt mat á markmiðum, skuldbindingum o.s.frv. eru oft líka af skornum skammti. Skortur á áreiðanlegum gögnum kemur í veg fyrir að hægt sá að bera fyrirtæki og atvinnugreinar saman með sanngjörnum hætti sem aftur kemur í veg fyrir flutning fjármagns til atvinnugreina sem byggja á minni losun gróðurhúsalofttegunda. Orkuskipti yrðu sömuleiðis hraðari ef meiri gögn væru fyrir hendi. Fyrirtæki sem eru skráð á markað þurfa samkvæmt lögum um ársreikninga að skila gögnum um sjálfbærni. Þessi gögn eru auðvitað misgóð og misjafnt hvort þau séu endurskoðuð. Óskráð og lítil og meðalstór fyrirtæki þurfa ekki að skila slíkum gögnum og gera það mun síður. Telja aðferðafræðina úrelda Gagnrýnin sem hefur komið fram, m.a. í The Economist og Responsible Investor, felst ekki síst í því að sú nálgun gagnvart fjárfestingu út frá UFS-þáttum sem hefur tíðkast undanfarin ár, sé úr sér gengin. Það þurfi að endurskoða hana, einfalda og straumlínulaga. Ljóst er að ýmsu er ábótavant í kringum núverandi fyrirkomulag á mati á UFS-þáttum, allt frá mælingum á umhverfisáhrifum til upplýsingagjafar. Fjármála- og greiningafyrirtæki reyna að meta hluti sem erfitt er að mæla. Eins og rakið var í The Economist 21. júlí í sumar ríkir mikið ósamræmi milli þeirra fyrirtækja sem meta og gefa einkunnir. Skoðun á sex slíkum fyrirtækjum sýndi að þau notuðu yfir 700 mismunandi mælingar í 64 flokkum. Af flokkunum voru einungis 10 sem öll fyrirtækin notuðu og ekkert þeirra hafði mælt losun gróðurhúsalofttegunda viðkomandi fyrirtækja. Víða eru vaxandi áhyggjur af falskri markaðssókn og loforðum sem erfitt sé að standa við. Gagnrýnin hefur þannig gengið út á að fjárfestingaheimurinn sem kenni sig við UFS sé breiður og óskýr vettvangur án mikilla samræmdra reglna eða leiðbeininga. Sum atriði sem tekið sé tilliti til skipti miklu máli í sambandi við val fjárfestingarkosta en önnur litlu eða engu máli. Eins og staðan er nú er erfitt að meta stærð UFS-markaðarins, einfaldlega vegna þess að enginn einhlítur mælikvarði er til um hvaða fjárfestingar standist þær kröfur sem eðlilegt er að gera til slíkra fjárfestinga. Bent hefur verið á að vinsældir UFS-fjárfestinga hafi að miklu leyti byggt á vandamálum heimsins, sérstaklega loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir það sé erfitt að sjá að áhrifin hafi verið mikil í átt til minni losunar gróðurhúsalofttegunda, og í það minnsta alls ekki nógu mikil. Eftirlitið er að aukast Þótt ýmsir ágallar séu á UFS-fjárfestingum er það ekki svo að fjármálageirinn eða stjórnvöld hafi setið með hendur í skauti. Eftirlit og regluverkið í kringum UFS-tengdar fjárfestingar hefur verið að aukast um allan heim. Meginrökin á bak við aukið eftirlit eru tvö. Í fyrsta lagi að loftslagsbreytingar séu of stór áhættuþáttur til þess fjármálageirinn geti notast við gamlar og úreldar aðferðir. Í öðru lagi er mikil sannfæring fyrir því að fjárfestar og eigendur hlutabréfa vilji meiri upplýsingar og hafi meiri áhuga á því en áður að sjá alla myndina – og geti þannig lagt meira af mörkum. Ari Skúlason er hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun