Fastagestur á Benzanum hetja gærdagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2022 21:00 Villi, eins og hann er alltaf kallaður, sýndi hetjulega frammistöðu í gær. egill/arnar/vísir Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi hetjulega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum. Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“ Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands Sjá meira
Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“
Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent