Ábyrgð bankasöluráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 07:00 Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka í marsmánuði var þriðja stærsta hlutafjárútboð í Íslandssögunni, að andvirði 52,7 milljarða króna. Nauðsyn þess að vel yrði að verki staðið var því augljóst fyrir hagsmuni almennings. Lög um söluferlið eru skýr og þar er áhersla lögð á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Niðurstaðan í þessu mikla almannahagsmunamáli varð hins vegar sú að 83% þjóðarinnar voru óánægð með söluna og 75% þjóðarinnar vildi að rannsóknarnefnd fengi að rýna málið. Eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær voru svör formanna ríkisstjórnarflokkanna einföld skilaboð um að pólitíkin beri enga ábyrgð. Bankasýslan sem er sú stofnun sem framfylgdi stefnu ríkisstjórnarinnar ber ein ábyrgðina. Sama stofnun og var lögð var niður með fréttatilkynningu um páskana í kjölfar þungrar gagnrýni á ríkisstjórnina eftir söluna. Við þekkjum flest þann stjórnunarstíl að yfirmaðurinn sparki í undirmennina. Sá stíll þykir yfirleitt ekki stórmannlegur. Fyrir páskafrí vakti athygli þegar Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði: „Ég er þó ekki á því að hægt sé að skella skuldinni alfarið á stjórnendur Bankasýslunnar og þykir miður að málið sé einfaldað þannig. Ábyrgðin hlýtur að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðun í málinu“. En það gerði forsætisráðherra hins vegar á Alþingi í gær þegar hún einfaldaði málið á einmitt á þennan hátt. Enn hefur lykilspurningum um ákvarðanir ráðherranna um söluna ekki verið svarað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru að vísu margvíslegar athugasemdir sem mikilvægt er að fái rýni. Á meðal þeirra þyngstu eru þau að fjármálaráðuneytið hafi gefið Alþingi misvísandi upplýsingar um mikilvæg atriði í aðdraganda sölunnar. Það er alvarleg gagnrýni. Svörin sem vantar Vandinn við annars ágæta skýrslu Ríkisendurskoðunar eru svörin sem vantar. Vandinn er það sem skýrslan segir okkur ekki. Þar er ekkert fjallað um val ríkisstjórnarinnar á söluaðferð eða tímasetningu sölunnar. Ekkert er fjallað um kostnað við ráðgjöf. Ekkert er fjallað um hæfi fjármálaráðherra við söluna, í ljósi tengsla hans við einn kaupandann í lokuðu útboði. Ekkert er fjallað um framsal fjármálaráðherra á ákvörðunum við ferlið, m.a. um úthlutun til kaupenda. Þar er sem sagt ekkert fjallað um þær pólitísku ákvarðanir sem teknar voru í aðdraganda sölunnar - svo sem um samskipti eða meintan ágreining milli ríkisstjórnarflokkanna um söluaðferð eða um umræður innan ráðherranefndar um efnahagsmál þar sem allar stærstu ákvarðanir málsins voru til umfjöllunar. Bréf frá ráðherra Augljóst er að ákvarðanir og umræður innan ríkisstjórnarinnar í aðdraganda sölunnar eru þeir þættir sem mestu máli skipta. Í umræðum á Alþingi strax í vor bentu margir þingmenn á hið augljósa: að skýrsla Ríkisendurskoðunar myndi aldrei taka á hinum pólitísku álitaefnum. Það er einfaldlega ekki verkefni embættisins og þessar athugasemdir hafa því ekki með traust til Ríkisendurskoðunar að gera. Rannsóknarnefnd getur hins vegar tekið á þessum álitaefnum. Forsætisráðherra talaði um það á Alþingi í gær að það hefði verið fjármálaráðherra sjálfur sem óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar og taldi honum það til tekna. Þetta er hins vegar mikið kjarnaatriði; ríkisstjórnarflokkarnir vildu fara þá leið að úttekt málsins varðaði eingöngu framkvæmdina en ekki hinn pólitíska aðdraganda. Ríkisendurskoðun er trúnaðarmaður Alþingis. Það embætti þarf að vera sjálfstætt, aðskilið frá framkvæmdavaldinu og fara sjálft með sitt dagskrárvald. Dagskrárvald um hvaða mál embættið skoðar og hvenær. Hér var það fjármálaráðherra sem sjálfur skrifaði bréf til ríkisendurskoðanda og óskaði eftir stjórnsýsluúttekt. Ráðherra vísaði þar til þess að ríkisendurskoðandi hafi „m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd samninga við einkaaðila og með starfsemi og árangri ríkisaðila. Umræða hafi skapast um hvort framkvæmd sölunnar hefði verið í samræmi við áskilnað laga og upplegg stjórnvalda“. Það er vert að hafa í huga að áherslan var hér öll á framkvæmd sölunnar en ekki á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Degi síðar varð embættið við ósk ráðherrans þegar ríkisendurskoðandi tilkynnti að hann myndi hefja úttekt á framkvæmd sölunnar. Bréf ráðherra til Ríkisendurskoðanda með ósk um að embættið skoði málið vegur eitt og sér að sjálfstæði embættisins. Ekki benda á mig Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar strax í vor sýndu að forystumenn ríkisstjórnarinnar skildu að traust til ríkisstjórnarinnar var ekkert, enda tilkynnti hún með sérstakri fréttatilkynningu að hún væri hætt við frekari sölu. Niðurlagning Bankasýslu ríkisins var um leið augljós tilraun til að færa kastljósið frá ákvörðunum ríkisstjórnarinnar yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: Að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna sýndi svart á hvítu að ríkisstjórnin var sjálf ágætlega meðvituð um eigið klúður. Niðurstaða þessa máls er vonbrigði. Niðurstaðan er ekki minnst vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankanum. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir um 75 milljarða innspýtingu vegna bankasölu en allar líkur eru á því að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar leiði til þess að þessar sölutekjur verði ekki sóttar. Nauðsynlegt traust er ekki fyrir hendi. Ákvörðun um að selja banka í eigu ríkisins var tekin af stjórnvöldum. Ákvörðun um útfærslu á sölunni var ákveðin af stjórnvöldum. Sérstök ráðherranefnd um efnahagsmál ræddi söluna og aðferðafræði hennar á fundum sínum. Og ábyrgðin á sölu á tugmilljarða sölu á hlutum í bankanum er auðvitað alltaf æðsta mannsins í ferlinu. Er raunverulega einhver sem efast um það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Viðreisn Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka í marsmánuði var þriðja stærsta hlutafjárútboð í Íslandssögunni, að andvirði 52,7 milljarða króna. Nauðsyn þess að vel yrði að verki staðið var því augljóst fyrir hagsmuni almennings. Lög um söluferlið eru skýr og þar er áhersla lögð á heilbrigða samkeppni, jafnræði aðila, gagnsæi og hagkvæmni. Niðurstaðan í þessu mikla almannahagsmunamáli varð hins vegar sú að 83% þjóðarinnar voru óánægð með söluna og 75% þjóðarinnar vildi að rannsóknarnefnd fengi að rýna málið. Eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær voru svör formanna ríkisstjórnarflokkanna einföld skilaboð um að pólitíkin beri enga ábyrgð. Bankasýslan sem er sú stofnun sem framfylgdi stefnu ríkisstjórnarinnar ber ein ábyrgðina. Sama stofnun og var lögð var niður með fréttatilkynningu um páskana í kjölfar þungrar gagnrýni á ríkisstjórnina eftir söluna. Við þekkjum flest þann stjórnunarstíl að yfirmaðurinn sparki í undirmennina. Sá stíll þykir yfirleitt ekki stórmannlegur. Fyrir páskafrí vakti athygli þegar Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði: „Ég er þó ekki á því að hægt sé að skella skuldinni alfarið á stjórnendur Bankasýslunnar og þykir miður að málið sé einfaldað þannig. Ábyrgðin hlýtur að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðun í málinu“. En það gerði forsætisráðherra hins vegar á Alþingi í gær þegar hún einfaldaði málið á einmitt á þennan hátt. Enn hefur lykilspurningum um ákvarðanir ráðherranna um söluna ekki verið svarað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru að vísu margvíslegar athugasemdir sem mikilvægt er að fái rýni. Á meðal þeirra þyngstu eru þau að fjármálaráðuneytið hafi gefið Alþingi misvísandi upplýsingar um mikilvæg atriði í aðdraganda sölunnar. Það er alvarleg gagnrýni. Svörin sem vantar Vandinn við annars ágæta skýrslu Ríkisendurskoðunar eru svörin sem vantar. Vandinn er það sem skýrslan segir okkur ekki. Þar er ekkert fjallað um val ríkisstjórnarinnar á söluaðferð eða tímasetningu sölunnar. Ekkert er fjallað um kostnað við ráðgjöf. Ekkert er fjallað um hæfi fjármálaráðherra við söluna, í ljósi tengsla hans við einn kaupandann í lokuðu útboði. Ekkert er fjallað um framsal fjármálaráðherra á ákvörðunum við ferlið, m.a. um úthlutun til kaupenda. Þar er sem sagt ekkert fjallað um þær pólitísku ákvarðanir sem teknar voru í aðdraganda sölunnar - svo sem um samskipti eða meintan ágreining milli ríkisstjórnarflokkanna um söluaðferð eða um umræður innan ráðherranefndar um efnahagsmál þar sem allar stærstu ákvarðanir málsins voru til umfjöllunar. Bréf frá ráðherra Augljóst er að ákvarðanir og umræður innan ríkisstjórnarinnar í aðdraganda sölunnar eru þeir þættir sem mestu máli skipta. Í umræðum á Alþingi strax í vor bentu margir þingmenn á hið augljósa: að skýrsla Ríkisendurskoðunar myndi aldrei taka á hinum pólitísku álitaefnum. Það er einfaldlega ekki verkefni embættisins og þessar athugasemdir hafa því ekki með traust til Ríkisendurskoðunar að gera. Rannsóknarnefnd getur hins vegar tekið á þessum álitaefnum. Forsætisráðherra talaði um það á Alþingi í gær að það hefði verið fjármálaráðherra sjálfur sem óskaði eftir úttekt Ríkisendurskoðunar og taldi honum það til tekna. Þetta er hins vegar mikið kjarnaatriði; ríkisstjórnarflokkarnir vildu fara þá leið að úttekt málsins varðaði eingöngu framkvæmdina en ekki hinn pólitíska aðdraganda. Ríkisendurskoðun er trúnaðarmaður Alþingis. Það embætti þarf að vera sjálfstætt, aðskilið frá framkvæmdavaldinu og fara sjálft með sitt dagskrárvald. Dagskrárvald um hvaða mál embættið skoðar og hvenær. Hér var það fjármálaráðherra sem sjálfur skrifaði bréf til ríkisendurskoðanda og óskaði eftir stjórnsýsluúttekt. Ráðherra vísaði þar til þess að ríkisendurskoðandi hafi „m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd samninga við einkaaðila og með starfsemi og árangri ríkisaðila. Umræða hafi skapast um hvort framkvæmd sölunnar hefði verið í samræmi við áskilnað laga og upplegg stjórnvalda“. Það er vert að hafa í huga að áherslan var hér öll á framkvæmd sölunnar en ekki á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Degi síðar varð embættið við ósk ráðherrans þegar ríkisendurskoðandi tilkynnti að hann myndi hefja úttekt á framkvæmd sölunnar. Bréf ráðherra til Ríkisendurskoðanda með ósk um að embættið skoði málið vegur eitt og sér að sjálfstæði embættisins. Ekki benda á mig Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar strax í vor sýndu að forystumenn ríkisstjórnarinnar skildu að traust til ríkisstjórnarinnar var ekkert, enda tilkynnti hún með sérstakri fréttatilkynningu að hún væri hætt við frekari sölu. Niðurlagning Bankasýslu ríkisins var um leið augljós tilraun til að færa kastljósið frá ákvörðunum ríkisstjórnarinnar yfir á þá stofnun sem hafði það verkefni að útfæra stefnu ríkisstjórnarinnar. Þessar tvær ákvarðanir: Að hætta við frekari sölu og að leggja niður Bankasýsluna sýndi svart á hvítu að ríkisstjórnin var sjálf ágætlega meðvituð um eigið klúður. Niðurstaða þessa máls er vonbrigði. Niðurstaðan er ekki minnst vonbrigði fyrir þau okkar sem styðjum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankanum. Með sölu á hlutum í bankanum er hægt að sækja tugi milljarða króna til uppbyggingar á grunnþjónustu í þágu almennings, í innviðauppbyggingu sem sárlega vantar og til að greiða niður skuldir. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir um 75 milljarða innspýtingu vegna bankasölu en allar líkur eru á því að vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sjálfrar leiði til þess að þessar sölutekjur verði ekki sóttar. Nauðsynlegt traust er ekki fyrir hendi. Ákvörðun um að selja banka í eigu ríkisins var tekin af stjórnvöldum. Ákvörðun um útfærslu á sölunni var ákveðin af stjórnvöldum. Sérstök ráðherranefnd um efnahagsmál ræddi söluna og aðferðafræði hennar á fundum sínum. Og ábyrgðin á sölu á tugmilljarða sölu á hlutum í bankanum er auðvitað alltaf æðsta mannsins í ferlinu. Er raunverulega einhver sem efast um það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun