Logi Geirs valdi íslenska landsliðshópinn fyrir HM: „Spennandi tímar fram undan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 11:30 Logi Geirsson var í stuði í Seinni bylgjunni í gær. S2 Sport Seinni bylgjan var á dagskránni í gær og þar var ekki bara fjallað um Olís deild karla í handbolta. Það styttist í heimsmeistaramótið 2023 þar sem íslenska landsliðið ætlar sér stóra hluti. Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023 HM 2023 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar hefur sínar skoðanir á íslenska landsliðinu þar sem hann lék sjálfur svo lengi stórt hlutverk. „Logi, þú ert búinn að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Það styttist heldur betur í HM og það eru allir að pæla í HM. Íslenska landsliðið lítur vel út því leikmenn sem eru að spila í Evrópu eru að spila frábærlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Ég man ekki eftir því að svona margir leikmenn hafi verið að spila svona vel og komnir með svo stór hlutverk í góðum liðum. Það er mjög bjart fram undan,“ sagði Logi Geirsson. „Reglan sem ég setti fyrir þig. Nítján manna hópur og við ætlum að setja sextán leikmenn á leikskýrslu en skiljum þrjá eftir upp í stúku. Logi er eins og þjálfari íslenska landsliðsins í þessum þætti og er búinn að velja liðið,“ sagði Stefán Árni. Logi velur meðal annars Valsmanninn Stiven Tobar Valencia í hópinn en þessi skemmtilegi vinstri hornamaður hefur heillað Loga mikið. „Hann er löngu búinn að sýna mér, bara í Evrópukeppninni og svona sem og á síðasta ári, að hann er alveg tilbúinn í þetta og miklu meira en það,“ sagði Logi. „Það má ekki gleyma því að Bjarki [Már Elísson] spilar í horninu í landsliðinu en getur ekki bjargað lífi sínu í bakverðinum [í vörninni] á meðan Stiven getur leyst það af og hvílt þar og fengið til dæmis miðjumanninn Gísla til þess að spila horn í vörn,“ sagði Logi. „Svona leikmenn geta búið til alveg ótrúlega dýnamík og séð til þess að við getum keyrt enn þá hraðar. Við þurfum þá ekki að skipta neitt,“ sagði Logi. „Þú ert að taka Óðinn Þór Ríkharðsson sem er á eldi með Kadetten Schaffhausen,“ sagði Stefán. „Ég held að það sé ekki hægt að skora meira en hann skoraði þrettán mörk í síðasta leik. Það eru svo spennandi tímar fram undan og margir að spila vel. Þá er bara erfitt að velja þetta,“ sagði Logi. Hér fyrir neðan má sjá hópinn hans Loga, rökstuðnings hans og umræðu um leikmennina og liðið úr Seinni bylgjunni í gær. Klippa: Seinni bylgjan: Logi Geirs valdi landsliðshópinn á HM 2023
HM 2023 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti