Íslenska ríkið hafi gert rétt að svipta foreldra forsjá barna sinna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2022 10:56 Yngra barnið var sjö ára þegar málið kom upp. Nú eru þau bæði í efri bekkjum grunnskóla. Getty Íslenska ríkið braut ekki á mannréttindum foreldra á Íslandi með því að svipta þau forsjá barna sinna. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn í morgun. Dómurinn telur íslenska ríkið hafa haft hagsmuni barnanna að leiðarljósi í aðgerðum sínum. Málið hefur verið í ferli í sjö ár eða allt frá því stúlkan greindi frá því á skrifstofu grunnskóla síns að faðir hennar hefði snert hana á óviðeigandi hátt. Málið var tilkynnt til lögreglu og sætti faðirinn gæsluvarðhaldi um tíma. Í hönd fór barnaverndarmál sem staðið hefur yfir síðan. Lýsa kynferðisofbeldi af hendi föður Allan tímann hafa bæði stúlkan og drengurinn, sem þá var í leikskóla, borið að faðirinn hafi brotið á þeim kynferðislega. Þá hafa þau óttast ofbeldi af hálfu móður. Starfsmenn Barnaverndarstofu Hafnarfjarðar fóru á heimili fjölskyldunnar þegar rannsókn málsins hófst. Samkvæmt skýrslu þeirra var þar mikil óreiða og börnin af illa hirt. Stúlkan hafði verið látin pissa í bleyju og drengurinn haft hægðir í bleyju en hann hafði ekki verið vaninn á að nota salerni. Stúlkan lýsti ítrekuðum áhyggjum af bróður sínum árin sem málið var til rannsóknar. Dótturinni var fljótlega komið fyrir hjá fósturfjölskyldu og drengurinn bættist fljótlega við. Barnavernd Hafnarfjarðar krafðist þess að foreldrarnir yrðu sviptir forsjá barnanna á grundvelli barnaverndarlaga. Líðan betri hjá fósturfjölskyldu Í málinu lá meðal annars fyrir álitsgerð sálfræðings um forsjárhæfni móðurinnar sem talin var skorta nægjanlega hæfni til að fara með forsjá barnanna. Einnig lá fyrir matsgerð dómkvadds matsmanns þar sem fram kom að vilji barnanna væri afar skýr um að þau vildu ekki búa hjá foreldrunum. Þá báru skýrslur sérfræðinga að þeim liði betur hjá fósturfjölskyldu sinni og þar vildu þau vera. Faðirinn var ákærður fyrir kynferðisbrot og var hann sýknaður árið 2017. Hann neitaði staðfastlega sök, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, en framburður hans þótti sannfærandi. Á sama tíma voru engin gögn sem studdu frásögn barnanna um kynferðislegt ofbeldi. Sekt hans væri því ekki hafin yfir skynsamlegan vafa. Dómnum var ekki áfrýjað til Landsréttar. Héraðsdómur féllst á kröfuna um sviptingu forsjár sumarið 2018. Foreldrarnir áfrýjuðu til Landsréttar sem ómerkti dóm héraðsdóms þar sem hann hefði verið ranglega skipaður. Aftur fór málið fyrir hérað sumarið 2019 þar sem foreldrarnir voru sviptir forsjár. Áfrýjað var til Landsréttar þar sem foreldrarnir voru sýknaðir af kröfu barnaverndar. Hæstiréttur tók tillit til vilja barnanna Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfi í desember 2019 á þeim grunni að málið hefði verulegt almennt gildi að barnarétti, einkum að því er varðaði hversu mikið vilji barns ætti að vega í málum er snertu það með tilliti til aðstæðna allra Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að rétt til fjölskyldulífs, sem varinn væri af stjórnarskránni, skyldi ætíð meta út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi. Í þessu fælist jafnframt að leita bæri eftir, eins og frekast væri kostur, og líta til viljaafstöðu barns við úrlausn um málefni þess. Talið var með vísan til gagna málsins, einkum mats dómkvadds matsmanns, að börnin upplifðu verulegan ótta við föður sinn þannig að heilsu þeirra og þroska væri hætta búin í umsjá hans sökum þess að breytni hans væri til þess fallin að valda börnunum alvarlegum skaða. Þá voru gögn málsins talin bera með sér að forsjárhæfni móðurinnar væri skert og að vandséð væri að henni væri unnt að byggja upp tengsl og traust við börnin að nýju. Með vísan til þessa og því að börnin hafi sýnt sterkan vilja til þess að búa áfram hjá fósturforeldrum var það talið þeim fyrir bestu að fallast á kröfu barnaverndar um að svipta foreldrana forsjá. Ákvörðunin studd gögnum og viljinn augljós Þá áttu foreldrarnir einn möguleika í stöðunni. Leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn féllst á það í fyrra að taka málið til efnislegrar meðferðar. Fram kom í Fréttablaðinu í fyrra að foreldrarnir hefðu kært málið til MDE hvort í sinni kærunni, fyrir sína hönd og barnanna beggja. Þau byggðu kæruna á áttundu grein Mannréttindasáttmálans sem fjallar um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Þau héldu því fram að bæði forsjársviptingin og málsmeðferð barnaverndar hefði farið í bága við grein sáttmálans. Dómur var kveðinn upp í morgun. Þar kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin um forræðissviptingu hafi ekki verið byggð á mati á sekt föður, í fyrrnefndu kynferðisbrotamáli, heldur hafi hagsmunir barnanna verið í forgrunni. Þá hefði ákvörðunin verið tekin á grundvelli mikils magns gagna, mata og vitnisburðar. Gagnanna hefði verið aflað eftir að niðurstaða í kynferðisbrotamálinu lá fyrir. Þau hefðu bent til þess að foreldranna skorti hæfni til að ala upp börn, börnin væru hrædd við föður sinn og öllum væri augljóst að þau vildu vera áfram hjá fósturforeldrum sínum. Móðirin hefur enn umgengnisrétt við börnin, að því er fram kemur í dómnum. Börnin eru bæði á grunnskólaaldri. Að neðan má samantekt Mannréttindadómstólsins á niðurstöðu sinni (PDF). Tengd skjöl Judgment_A_and_Others_vPDF137KBSækja skjal Mannréttindadómstóll Evrópu Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Málið hefur verið í ferli í sjö ár eða allt frá því stúlkan greindi frá því á skrifstofu grunnskóla síns að faðir hennar hefði snert hana á óviðeigandi hátt. Málið var tilkynnt til lögreglu og sætti faðirinn gæsluvarðhaldi um tíma. Í hönd fór barnaverndarmál sem staðið hefur yfir síðan. Lýsa kynferðisofbeldi af hendi föður Allan tímann hafa bæði stúlkan og drengurinn, sem þá var í leikskóla, borið að faðirinn hafi brotið á þeim kynferðislega. Þá hafa þau óttast ofbeldi af hálfu móður. Starfsmenn Barnaverndarstofu Hafnarfjarðar fóru á heimili fjölskyldunnar þegar rannsókn málsins hófst. Samkvæmt skýrslu þeirra var þar mikil óreiða og börnin af illa hirt. Stúlkan hafði verið látin pissa í bleyju og drengurinn haft hægðir í bleyju en hann hafði ekki verið vaninn á að nota salerni. Stúlkan lýsti ítrekuðum áhyggjum af bróður sínum árin sem málið var til rannsóknar. Dótturinni var fljótlega komið fyrir hjá fósturfjölskyldu og drengurinn bættist fljótlega við. Barnavernd Hafnarfjarðar krafðist þess að foreldrarnir yrðu sviptir forsjá barnanna á grundvelli barnaverndarlaga. Líðan betri hjá fósturfjölskyldu Í málinu lá meðal annars fyrir álitsgerð sálfræðings um forsjárhæfni móðurinnar sem talin var skorta nægjanlega hæfni til að fara með forsjá barnanna. Einnig lá fyrir matsgerð dómkvadds matsmanns þar sem fram kom að vilji barnanna væri afar skýr um að þau vildu ekki búa hjá foreldrunum. Þá báru skýrslur sérfræðinga að þeim liði betur hjá fósturfjölskyldu sinni og þar vildu þau vera. Faðirinn var ákærður fyrir kynferðisbrot og var hann sýknaður árið 2017. Hann neitaði staðfastlega sök, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, en framburður hans þótti sannfærandi. Á sama tíma voru engin gögn sem studdu frásögn barnanna um kynferðislegt ofbeldi. Sekt hans væri því ekki hafin yfir skynsamlegan vafa. Dómnum var ekki áfrýjað til Landsréttar. Héraðsdómur féllst á kröfuna um sviptingu forsjár sumarið 2018. Foreldrarnir áfrýjuðu til Landsréttar sem ómerkti dóm héraðsdóms þar sem hann hefði verið ranglega skipaður. Aftur fór málið fyrir hérað sumarið 2019 þar sem foreldrarnir voru sviptir forsjár. Áfrýjað var til Landsréttar þar sem foreldrarnir voru sýknaðir af kröfu barnaverndar. Hæstiréttur tók tillit til vilja barnanna Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfi í desember 2019 á þeim grunni að málið hefði verulegt almennt gildi að barnarétti, einkum að því er varðaði hversu mikið vilji barns ætti að vega í málum er snertu það með tilliti til aðstæðna allra Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að rétt til fjölskyldulífs, sem varinn væri af stjórnarskránni, skyldi ætíð meta út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi. Í þessu fælist jafnframt að leita bæri eftir, eins og frekast væri kostur, og líta til viljaafstöðu barns við úrlausn um málefni þess. Talið var með vísan til gagna málsins, einkum mats dómkvadds matsmanns, að börnin upplifðu verulegan ótta við föður sinn þannig að heilsu þeirra og þroska væri hætta búin í umsjá hans sökum þess að breytni hans væri til þess fallin að valda börnunum alvarlegum skaða. Þá voru gögn málsins talin bera með sér að forsjárhæfni móðurinnar væri skert og að vandséð væri að henni væri unnt að byggja upp tengsl og traust við börnin að nýju. Með vísan til þessa og því að börnin hafi sýnt sterkan vilja til þess að búa áfram hjá fósturforeldrum var það talið þeim fyrir bestu að fallast á kröfu barnaverndar um að svipta foreldrana forsjá. Ákvörðunin studd gögnum og viljinn augljós Þá áttu foreldrarnir einn möguleika í stöðunni. Leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn féllst á það í fyrra að taka málið til efnislegrar meðferðar. Fram kom í Fréttablaðinu í fyrra að foreldrarnir hefðu kært málið til MDE hvort í sinni kærunni, fyrir sína hönd og barnanna beggja. Þau byggðu kæruna á áttundu grein Mannréttindasáttmálans sem fjallar um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Þau héldu því fram að bæði forsjársviptingin og málsmeðferð barnaverndar hefði farið í bága við grein sáttmálans. Dómur var kveðinn upp í morgun. Þar kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin um forræðissviptingu hafi ekki verið byggð á mati á sekt föður, í fyrrnefndu kynferðisbrotamáli, heldur hafi hagsmunir barnanna verið í forgrunni. Þá hefði ákvörðunin verið tekin á grundvelli mikils magns gagna, mata og vitnisburðar. Gagnanna hefði verið aflað eftir að niðurstaða í kynferðisbrotamálinu lá fyrir. Þau hefðu bent til þess að foreldranna skorti hæfni til að ala upp börn, börnin væru hrædd við föður sinn og öllum væri augljóst að þau vildu vera áfram hjá fósturforeldrum sínum. Móðirin hefur enn umgengnisrétt við börnin, að því er fram kemur í dómnum. Börnin eru bæði á grunnskólaaldri. Að neðan má samantekt Mannréttindadómstólsins á niðurstöðu sinni (PDF). Tengd skjöl Judgment_A_and_Others_vPDF137KBSækja skjal
Mannréttindadómstóll Evrópu Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira