Lyfjaafgreiðsla í Laugarási í lausu lofti eftir lokun Lyfju Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 14:12 Afgreiðsla Lyfju í Laugarási. Já.is Útibúi Lyfju í Laugarási var lokað um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) taki við lyfjaafgreiðslu en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Íbúar Laugaráss í Bláskógabyggð hafa hingað til getað fengið afgreiðslu lyfja í lyfjaafgreiðslu Lyfju. Lyfjaafgreiðslan var starfrækt á móti húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í sveitarfélaginu. Fjallað var um fyrirhugaða lokun lyfjaafgreiðslunnar hér á Vísi í byrjun október. Þá lýstu bæði sveitarstjórn Bláskógabyggðar og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir áhyggjum sínum vegna áforma Lyfju. Fram kom í fundargerðum sveitarfélaganna að Lyfja leitaðist eftir samningum um að HSU tæki við lyfjaafgreiðslunni. Þann 1. nóvember síðastliðinn var útibúi Lyfju hins vegar lokað, án þess að búið væri að ákveða hver tæki við. Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá því í síðustu viku segir að lokunin verði að teljast afar slæm fyrir íbúa svæðisins. Þá sé hún ekki til þess fallin að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs,“ segir í fundargerðinni. Í samtali við fréttastofu segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, að enn hafi ekki náðst samkomulag um hvernig lyfjaafgreiðsla á heilsugæslunni ætti að útfærast. Þá á hún ekki von á að svo verði. „Þetta er ekki okkar rekstur. Auðvitað hörmum það að hafa ekki þessa þjónustu við heilsugæsluna. Það er auðvitað sorglegt. Þetta eru bara aðilar sem reka þetta og taka þessar ákvarðanir. Við höfum lítið um það að segja,“ segir Díana. Bláskógabyggð Heilbrigðismál Lyf Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Íbúar Laugaráss í Bláskógabyggð hafa hingað til getað fengið afgreiðslu lyfja í lyfjaafgreiðslu Lyfju. Lyfjaafgreiðslan var starfrækt á móti húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í sveitarfélaginu. Fjallað var um fyrirhugaða lokun lyfjaafgreiðslunnar hér á Vísi í byrjun október. Þá lýstu bæði sveitarstjórn Bláskógabyggðar og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps yfir áhyggjum sínum vegna áforma Lyfju. Fram kom í fundargerðum sveitarfélaganna að Lyfja leitaðist eftir samningum um að HSU tæki við lyfjaafgreiðslunni. Þann 1. nóvember síðastliðinn var útibúi Lyfju hins vegar lokað, án þess að búið væri að ákveða hver tæki við. Í fundargerð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá því í síðustu viku segir að lokunin verði að teljast afar slæm fyrir íbúa svæðisins. Þá sé hún ekki til þess fallin að styrkja starfsemi HSU í Laugarási. „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar harmar þessa niðurstöðu, sem veldur miklum vonbrigðum, og hvetur til þess að HSU leiti allra leiða til að fá annað apótek til samstarfs,“ segir í fundargerðinni. Í samtali við fréttastofu segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU, að enn hafi ekki náðst samkomulag um hvernig lyfjaafgreiðsla á heilsugæslunni ætti að útfærast. Þá á hún ekki von á að svo verði. „Þetta er ekki okkar rekstur. Auðvitað hörmum það að hafa ekki þessa þjónustu við heilsugæsluna. Það er auðvitað sorglegt. Þetta eru bara aðilar sem reka þetta og taka þessar ákvarðanir. Við höfum lítið um það að segja,“ segir Díana.
Bláskógabyggð Heilbrigðismál Lyf Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira